6.3.2008 | 19:29
58 PRÓSENT FRAM ÚR OG HVAÐ MEÐ ÞAÐ?
Þegar ég spáði því í bókinni "Kárahnjúkar - með og á móti" fyrir nær fjórum árum að kostnaður við Kárahnjúkavirkjun myndi fara langt fram úr áætlun fékk ég hörð viðbrögð á móti því og greindi reyndar frá þeim í sömu bók til að viðhalda því jafnvægi milli skoðana sem hún og staða mín sem óhlutdrægs fréttamans krafðist. Í áttblöðungnum "Íslands þúsund ár" lagði ég fram mat sjálfs lögfræðings Landsvirkjunar sem sýndi að þetta verkefni var allt of flókið og áhættusamt í upphafi til þess að það hefði verið verjandi að ráðst í það.
Talan 133 milljarðar sem nú hefur verið lögð fram af iðnaðarráðuneytinu er ekki endanleg tala því að enn er eftir vinna við talsverðan hluta virkjunarinnar og ýmisleg önnur kurl ekki komin til grafar.
En íslenskir ráðamenn kæra sig kollótta þótt í fréttatímum dagsins í dag séu tvö svona mál uppi á borðinu. Hitt málið, framkvæmdir við Laugardalsvöll er í svipuðum stíl og Grímseyjarferjan ef ekki verri. En það er fyrir löngu búið að margstaðfesta það að enginn axlar ábyrgð á svona málum hér á landi. 50 milljarða kostnaðarauki við Kárahnjúka, - hvað með það?
Því er við að bæta að í tíufréttum sjónvarpsins taldi Þorsteinn Hilmarsson að með framreikningi yrði Kárahnjúkavirkjun níu milljörðum króna dýrari en kostnaðaráætlunnin gerði ráð fyrir. Og hvað eru níu milljarðar á milli vina?
Athugasemdir
Já, berðu þér á brjóst Ómar, ásamt Álfheiði Ingadóttur og njóið stundarinnar á meðan þið haldið að þið hafið rétt fyrir ykkur en það verður ekki lengi. Þetta er heldur ekki rétt hjá þér :".... ekki endanleg tala því að enn er eftir vinna við talsverðan hluta virkjunarinnar og ýmisleg önnur kurl ekki komin til grafar".
Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar segir það mikla einföldun að líta annars vegar á áætlunina eins og hún var 2002 og hins vegar á heildarkostnað við virkjunina eins og hann sé nú áætlaður, án þess að framreikna tölurnar.
En hvenær hafa staðreyndir svo sem skipt máli hjá ykkur?
Gunnar Th. Gunnarsson, 6.3.2008 kl. 21:26
Ja nú bregdur mér í brun. Guntar TH þú kemur alltaf med svörin þad vantar ekki
"verður ekki lengi" eða "eins og hún var 2002 " það er svo skemmtilegt ad sja þig klippa svona Guntar TH. Alltaf málefnalegur Guntar TH
Álver og virkjun hvad sem þad kostar Guntar TH, þá er það bara rétt. Þad er bara einfaldast.
Bernt Tove (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 21:36
Gunnar, gerir þú ekkert annað en að hanga yfir bloggi Ómars til þess að gagnrýna allt sem hann segir. Skil ekki hvernig þú nennir þessu, þið eruð á öndverðum meiði í þessu og þess vegna er enginn tilgangur f. þig að skoða þetta, nema að þú sért "atvinnutuðari".
Ari (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 21:56
Ég tel það hollt fyrir alla að skipst sé á mismunandi skoðunum hvar sem því verður við komið. Ég tel að skörp skoðanaskipti séu nauðsynleg til að hægt sé að komast ofan í málin og mynda grundvöll fyrir niðurstöðum, bæði almennum og óumdeilanlegum niðurstöðum og eins niðurstöðum hvers og eins.
Ómar Ragnarsson, 6.3.2008 kl. 22:05
Mér finnst Ómar vera skemmtilegasti bloggari landsins og flest það sem hann fjallar um hef ég áhuga á. Hann er harður virkjanaandstæðingur og þar erum við ósammála. Eins og Ómar bendir á sjálfur þá eru skoðanaskipti af hinu góða, og þar erum við algjörlega sammála.
Gunnar Th. Gunnarsson, 6.3.2008 kl. 22:11
Verst finnst mér ef opinberar tölur sem milljörðum skipta sýna áttfaldan mun eftir einhverjum skoðunum!
Þessi andskotans vitleysa minnir mig á þá tíð þegar skuldir Reykjavíkurborgar höfðu aukist um milljarða þegar fulltrúar minnihlutans töluðu,- fyrir hádegi og vitnuðu í opinberar skýrslur því til sönnunar. Eftir hádegi talaði borgarstjóri og lýsti því með tilvitnun í sömu skýrslu að tekist hefði með fádæma ráðdeildarsemi að lækka skuldir borgarinnar um svipaða upphæð.
Árni Gunnarsson, 6.3.2008 kl. 22:29
Sæll Ómar
Í upphaflegum áætlun LV um framkvæmdakostnað (haustið 2002) var gert fyrir 95 milljarða kostnaði. Áætlanir gerðu ráð fyrir að kostnaðurinn væri 48% í Evrum, 41% í kr. 8% í $ og 3% í CHF. Ef við horfum á þróun þessar mynta yfir tímabilið og gerum ráð fyrir að kostnaður/greiðslur hafi fallið jafnt á tímabilið, verðbólga á þessum myntsvæðum hafi verið að jafnaði 3% á ári, er frávik frá áætlun um 22%. Með því að búa til mynt úr þessari körfu, kalla hana Kárahnjúkakrónur, að þá er gildi hennar 90 kr. við upphaf framkvæmda og 92 kr. í lok ár 2007. Yfir framkvæmdatímabilið er einfalt meðaltal áramótagildis 89 kr. Framreiknað virði upphaflegrar kostnaðaráætlunar, m.v. 3% verðbólgu á ári er í Kárahnjúkakrónum 1.223 milljarðar. Endanlegur kostnaður m.v. meðlagengi Kárahnjúkakróna á tímabilinu er 1.494 milljarðar. Liðlega 22% munur. M.v. að verðbólgan hafi verið 4% að jafnaði á tímabilinu í þessari nýju krónu er frávikið 16%. Hvert % breytir í verðbólgu breytir því frávikinu um 6%.
Hagbarður, 7.3.2008 kl. 00:49
Eru þetta ekki 1100 Gullfaxar?
Villi Asgeirsson, 7.3.2008 kl. 07:15
Í þessari skýrslu frá Landsvirkjun segir m.a, :
"Þegar tekið hefur verið tillit til breytinga á magntölum í framkvæmdinni og verðlagsþróunar kemur í ljós að kostnaður við Kárahnjúkavirkjun hefur farið sjö prósent fram úr áætlun frá 2002"
Hér að framan rekur Hagbarður verðlagsþróunina sem hann metur á 16 % þá stendur eftir breyting á magntölum sem eru þá 42 % = 58% fram úr kostnaðaráætlun.
Þessi breyting á magntölum í hverju er hún fólgin ? :
- Undirstöður stíflunnar umfangsmeiri vegna sprungunets undir stíflustæðinu ?
- Mikilir erfiðleikar við jarðgangnaborunina ?
- Mikill kostnaður við styrkingu gangnana ?
- Eftirá breytingar á stíflunni af öryggisástæðum ?
Bent hefur verið á að verkundibúningur á jarðfræðisviði hafi verið mjög fátæklegur
Það hlýtur að verða settur óháður aðili í að fara yfir allt þetta Kárahnjúkadæmi fyrir okkur skattgreiðendur ..eða hvað ?
Sævar Helgason, 7.3.2008 kl. 10:47
Nú er Álfheiður Ingadóttir þingmaður V-grænna búin að biðjast afsökunar á flumbrugangi sínum og er það vel.
Sævar, þú segir ; "Bent hefur verið á að verkundibúningur á jarðfræðisviði hafi verið mjög fátæklegur"
Þeir sem eru á móti þessari framkvæmd segja það já, en annað segja staðreyndirnar. Engin framkvæmd Íslandssögunnar hefur fengið eins mikinn undirbúning og Kárahnjúkavirkjun og þá er alveg sama hvert litið er, verkfræðilega og umhverfislega. Mig minnir að einhverjar breytingar sem gerðar voru hafi leitt til betri nýtingu hverflanna í Fljótsdalsstöð, a.m.k. komu fréttir um það á sínum tíma að afköstin væru meiri en upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir.
Það er alveg ljóst að um einhverjar hækkanir frá kostnaðaráætlun verður að ræða en það má heldur ekki gleyma því að það var gert ráð fyrir vikmörkum og arðsemin er langt í frá að vera í hættu, sérstaklega ef tekið er tillit til heimsmarkaðsverðs á áli og gengisþróun. Ég held að rétt sé að bíða rólega í nokkra mánuði í viðbót, sem ég hef reyndar áður lagt til hér í umræðunni, og spyrja að leikslokum. Þetta mun allt liggja á borðinu innan tíðar.
Getur verið að þessari tegund hræðsluáróðurs sem Ómar og V-grænir viðhafa, sé ætlað að afla fylgis við andstöðu við fleiri virkjanir?
Gunnar Th. Gunnarsson, 7.3.2008 kl. 11:15
Mjög torvelt er að gera sér grein fyrir endanlegum kostnaði meðan lokareikningur, uppgjörsreikningur Impregíló hefur ekki verið lagður fram.
Í Danmörku gróf systurfyrirtæki Impregiló og byggði Metro jarðbrautakerfið í Kaupmannahöfn. Það verkefni var boðið út á Evróska efnahagssvæðinu rétt eins og öll stór verkefni. Lokareikningurinn hljóðaði upp á fjórfalda upphæð tilboðsins! DANIR KOMU AF FJÖLLUM ÞÓSVO ENGIN ERU FJÖLLIN Í DANARÍKI.
Guðjón Sigþór Jensson, 7.3.2008 kl. 11:59
Frh.
Ítalska fyrirtækið kvað útboðsgögn hafa verið röng og villandi og framkvæmdir orðið mun dýrari. Kaupmannahöfn varð að semja og úr varð að danski ríkiskassinn þurfti að hlaupa undir bagga til að forða Kaupmannahöfn frá gjaldþroti. Þetta var mikið um rætt í Danmörku en okkur Íslendingum var forðað frá þeim fréttaflutningi enda kom hann ekki þægilega fyrir lúmskum áróðri þeirra sem knúðu þessar framkvæmdir í gegn.
Ekki kæmi Mosa á óvart að Landsvirkjun verði tekin upp í skuld en óskandi er að svo komi ekki til en fyllsta ástæða er til að óttast það versta.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 7.3.2008 kl. 12:05
"...okkur Íslendingum var forðað frá þeim fréttaflutningi enda kom hann ekki þægilega fyrir lúmskum áróðri þeirra sem knúðu þessar framkvæmdir í gegn".
Svona vitleysis málflutningur kemur virkjanasinnum til góða. Takk!
Gunnar Th. Gunnarsson, 7.3.2008 kl. 12:26
Hvað munar grundina um grasið og fyrst á annað borð er verið að taka okkur í bakaríkið hvað er meira viðeigandi en vafasamt ítalskst verktakafyrirtæki (ÓMAR hvar ertu nú)
Gunni félagi - atvinnuþrasari - ég hélt að stangaveiðimenn ættu þann stimpil.
Pálmi Gunnarsson, 7.3.2008 kl. 15:10
9 Milljarðar á milli vina er kanski ekki há upphæð til langs tima litið, en mig grunar að allir 133 milljarðarnir verði allir komnir eitthvert lengst út í hafsauga áður en við vitum af.
Fór þangað í vetur í óveðrinu fyrir jól og var næstum því fokinn oní gilið, þar vantaði handriðið. Það fór vel um mig þegar bíllinn snerist á svellinu og ég var viss um að ég myndi fara niður.
Jónas Jónasson, 7.3.2008 kl. 18:00
Heh.... long time, Pálmi
Gunnar Th. Gunnarsson, 7.3.2008 kl. 18:47
Æi Ómar minn því að vera að agndofast yfir þessu Kárahnjúkadæmi. Íslenskir ráðamenn eru fávitar. Það vita allir. Þeir komu þessu á laggirnar stíflan er byggð núna og við skattborgarar og eigendur þessarar fögru náttúru þarna uppfrá verðum bara að súpa sæðið af þessu. Þetta er búið og gert. Því miður. Það er ekkert hægt að gera
spritti (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 23:03
Thegar menn tala um 'ytarlegar ranns'oknir er r'ett ad benda 'a ad thvi var sleppt ad rannsaka einmitt sprungusvaedid sem mestum usla olli en s'ast samt 'ur lofti.
'Utsk'yringin sem gefin var og er til 'a myndsp'olu var: Vid thurftum ad fara tharna 'i gegn hvort ed var".
Thad var vitad fyrirfram ad thetta sprungusvaedi var 'a midri leid og ad thegar ad vandraedunum kaemi yrdi verkid komid svo langt ad ekki yrdi aftur snuid.
Ómar Ragnarsson, 8.3.2008 kl. 17:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.