8.3.2008 | 17:46
R'ETTAR TOLUR, TAKK!
Tolur um flugvollinn hafa verid 'a reiki, allt fra 300 hekturum nidur i 108. 300 hektararnir virdast midadir vid ad taka med alla Oskjuhlidina og kirkjugardinn. Er ad minum domi rangt. Kirkjugardurinn hefdi komid hvort sem flugvollurinn var eda ekki. Eftir ad NA-SA-brautin er logd nidur eins og gera 'a, er mikid svaedi, allt fra Vatnsmyri ad Perlunni laust til ad reisa byggingar og somuleidis austan vid Perluna.
St'ort autt svaedi i kraganum fyrir vestan og sunnan Perluna kemur flugvellinum ekkert vid heldur er thad 'utivistarf'olkk sem vill halda 'i 'obyggd thar og hafa thar eitt af graenum svaedum borgarinnar.
Sumir vilja telja byggingar sem notadar eru i tengslum vid flugvollinn med flugvallarsvaedinu og stilla theim upp sem andstaedu vid atvinnu- og ibudarsvaedi, sem annars vaeri tharna, r'ett eins og hundrud manna sem vinna storf tengd flugvellinum seu ekki vinnandi folk eda vinni einhver ''oheppileg storf.
Einnig er talad um ad flugvollurinn standi 'i vegi fyrir thv'i ad upp r'isi starfsemi fyrir hataekni r'ett eins og flug se ekki hataekni.
Flugvollurinn innan girdingar er 108 hektarar, einn ferkilometri af 16 ferkilometrum sem Reykjavik og Seltjarnarnes eru vestan Ellida'aa. Sem sagt um 6 pr'osent af thessu svaedi. Miklabrautin ein tekur 50 hektara og Sundahofn 'al'ika og flugvollurinn. Af thessu s'est hve fr'aleitt thad er ad kenna flugvellinum um ad n'agrannabyggdir og uthverfi Reykjavikur hafi risid.
Unnt er ad minnka flugvollinn nidur i 80 hektara med thv'i ad lengja A-V-brautina, leggja nuverandi N-S braut nidur og gera adra styttir vestar sem snyr betur vid hvossum sunnan- og nordan'attum. Vid thad myndi flug yfir midborg Reykjavikur og Karsnes hverfa ad mestu.
Skiptar skodanir eru um flugvollinn i ollum flokkum. Eg er nu staddur 'a Florida til ad skemmta 'Islendingum thar og thess vegna er stafsetningin eins og h'un er. Bidst 'eg velvirdingar 'a thvi en thott 'eg hefdi med m'er tolvuna m'ina hingad var ekki unnt ad setja hana her i samband.
'A leidinni var millilent i Bangor 'i Mainr'iki. Athyglisvert er 'a ferd erlendis ad fylgjast med adflugi og fraflugi 'a flugvollum og sja ad midad vid thad ad A-V-brautin verdi adalbrautin 'i Reykjavik yrdu flestar erlendar borgir med adflug og fraflug yfir meiri byggd en 'i Reykjav'ik.
Ef menn vilja gera flugvoll ''a Longuskerjum tharf samthykki fimm sveitarf'elaga og ad haetta vid ad gera Skerjafjord ad n'atturuverndarsvaedi.
Ef flugvollur verdur gerdur thar eru 3 atridi framkvaemd: 1. Gerdur flugvollur 'a skerjunum. 2. Rifinn Reykjavikurflugvollur. 3. Reist n'y byggd 'i stadinn.
Er ekki einfaldara ad gera eitt i stadinn fyrir thrennt: Reisa 'ibudabyggd 'a Longuskerjum?
'Eg 'a eftir ad sj'a ad flugvollur 'a Homsheidi i 140 metra haed yfir sjo og 'a miklu verra vedursvaedi verdi raunhaefur kostur. Tolurnar vantar um skyggni, vinda og adrar adstaedur. 'A medan svo er er tomt mal ad m'inum d'omi ad tala um ad leggja Reykjav'kurflugvoll nidur 'a nuverandi stad.
Flugvöllurinn minnkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Ómar, ég fiktaði aðeins með loftmynd af Vatnsmýrinni til þess að sýna mögulega endurskipulagningu vallarins. Þarna er A-V brautin lengd út í Skerjafjörð og N-S brautin stytt og hliðrað til vesturs. Bláskyggðu svæðin eru svæði sem gætu losnað með þessu móti og væri hægt að byggja á (eða ekki, ef ég væri Reykvíkingur þætti mér eðlilegast að skilja allavega eitthvað eftir af grænum svæðum). Þetta er ágætis málamiðlun sem tryggir framtíð innanlandsflugsins og dregur verulega úr landnotkun vallarins. Það er því miður ekki líklegt þó að pólitíkusarnir komi niður á þessa lausn í bráð, veruleikafirringin virðist algjör.
Bjarki (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 19:54
Nei afhverju reisa íbúabyggð á Lönguskerjum í stað flugvallar? Það er ekkert vit í því. Þá myndi núverandi flugvöllur enn skera byggðina í sundur. Endilega fá flugvöll á Löngusker og leyfa fólki að búa í Vatnsmýrinni í nálægð við gamla miðbæinn.
Ari (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 20:05
Myndin sem ég tala um er hér: http://bjarkis.com/vatnsmyri.jpg Hún virðist ekki birtast rétt í fyrri athugasemd.
Bjarki (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 21:11
Legg hér inn stórfróðlega grein Páls Bergþórssonar veðurfræðings og fyrrum Veðurstofustjóra. Í henni má sjá að allt tal Gísla Marteins að bíða eftir veðurfarsrannsóknum á Hólmsheiði er þvaður.Menn geta alveg gleymt Hólmsheiði sem flugvallarstæði, nema menn vilji flugvöll sem yrði aðeins opinn hluta úr degi, fáeina degi úr árinu.
Sunnudaginn 10. febrúar, 2008 - Aðsent efni Skýjahæð yfir Hólmsheiði
Páll Bergþórsson skrifar um hugsanleg flugvallarstæðiPáll Bergþórsson
"SAGT er að menn þurfi að bíða í nokkur ár eftir því að veðurathuganir á Hólmsheiði skeri úr því hvort æskilegt sé að hafa þar flugvöll Reykvíkinga.
Eitt er það þó sem nú þegar er hægt að fullyrða með nokkurri vissu. Þó að það sé ekki algilt er skýjahæð oftast álíka hátt fyrir ofan sjávarmál á Hólmsheiði og í Vatnsmýri þar sem flugvöllurinn hefur verið í hálfan sjöunda áratug. Sem sagt jafnhátt yfir sjó, en ekki jafn hátt yfir þessum tveimur stöðum. Hólmsheiði er 120 metrum hærra yfir sjávarmáli en Vatnsmýrin. Flestar flugvélar á leiðum innanlands geta komið inn til lendingar í Reykjavík þegar skýjahæð er þar um það bil 65 metrar (200 fet). Þá telst Vatnsmýrarflugvöllur opinn. En á sama tíma leynist Hólmsheiði 55 metrum ofar neðra borði skýjanna. Hún er sem sagt á kafi í þoku. Til þess að þar yrði þá hægt að lenda mætti hugsa sér að flugmaður reyndi að sveima neðan skýja úti á Faxaflóa þar til neðra borð skýjanna hækkaði um 120 metra. Það gæti reynt á þolinmæðina, jafnvel í sólarhringa, og það mundi reyndar enginn reyna.
Þegar Reykvíkingar og aðrir landsmenn verða næst spurðir í skoðanakönnun hvort flugvöllurinn eigi að vera á Hólmsheiði eða í Vatnsmýri þyrftu menn að velta þessu fyrir sér áður en þeir svara.
Höfundur er veðurfræðingur og rithöfundur."
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 8.3.2008 kl. 22:58
KEFLAVÍK
Rómverji (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 01:45
Ómar, þú færð náttúrulega aldrei jafn stórt land í Lönguskerjum og í Vatnsmýrinni. Landflæmið sem núverandi flugvöllur tekur er meira en bara flugbrautirnar. Á Lönguskerjum verða bara flugbrautir, flugstöðin gæti verið í landi því óþarfi er að byggja hana á landfyllingu.... held ég. Strætisvagnar geta ekið fólkinu að flugstöðinni. Til þess að fá byggingaland sambærilegt að stærð og flugvallarstæðið í Vatnsmýrinni á Lönguskerjum, þyrfti ansi miklar landfyllingar.
Gunnar Th. Gunnarsson, 9.3.2008 kl. 05:17
Ómar, ég get ómögulega skilið þennan vandræðagang hjá þér með Reykjavíkurflugvöll.
Því ekki að koma með nýjar ferskar og raunhæfar tillögur og þá eitthvað sem bjargað gæti flugvellinum.
Að sjálfsögðu á flugvölurinn að vera áfram þar sem hann er.
Með endurbættri umferðamenningu sem lýst er hér http://photo.blog.is/blog/photo/entry/438283/ og hér http://photo.blog.is/blog/photo/entry/440761/ og útbúa flotta leið um Sundin Blá, þá má búa til byggingarland sem er mun stærra en allt flugvallarsvæðið.
Þann 8/11 kom ég með eftirfarandi tillögur á bloggið hjá mér:
Hrafninn flýgur í skipulagsmálum - sem er vel http://photo.blog.is/blog/photo/entry/359257/
Jarðgöng um Viðey (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Þann 4/12 var svo aftur bent á sömu tillögur um jarðgöng yfir Sundin blá
ÞVÍ EKKI AÐ LEGGJA GÖNGIN ALLA LEIÐ TIL REYKJAVÍKUR - 4 KM TIL VIÐBÓTAR! http://photo.blog.is/blog/photo/entry/382366/
Ekki er annað að sjá en að brúargerðarmenn hefi tekið vel undir þessar hugmyndir mínar í gær á visir.is um að nota Laugarnesið sem útgangspunkt og svo að vernda Vatnsmýrinni með því að búa til byggingarland út í Viðey :)
Brú um Viðey í stað Sundabrautar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Frétt á Vísir.is http://www.visir.is/article/20080308/FRETTIR01/80308047
Þó er það tvennt sem að mælir gegn þessum nýju "gömlu" hugmyndum og það er að leikstjórinn Hrafn yrði ekki ánægður með að frá einhverja stóra stofnbraut í gegnum túngarðinn hjá sér. Mun fallegra væri að leggja einföld jarðgöng til að byrja með sem auðvelt væri síðan að tvöfalda eftir því sem umferð myndi aukast. Þetta myndi vernda þar með fallegt og dýrmætt landssvæði á Laugarnesinu.
Samkvæmt brúarhugmyndinni, þá þyrfti að beina allri skipaumferð um Viðey og þar undir RISA brú. Mun einfaldara hefði verið að snúa hugmyndinni við og vera með göng frá Laugarnesi út í Viðey og svo lágbrú frá Viðey yfir í Grafarvog!
Síðan er mun skynsamlegra að halda áfram með göngin í gegnum Viðey í beinni línu og þar áfram út í Geldingarnes frekar en að vera að búa til stóran hlykk fyrir þá umferð sem væri að koma eða fara norður. Ekki er ég viss um að Grafarvogur og fl. séu að sækjast eftir stórri umferðaræð í gegnum sín strandsvæði!
Í Viðey mætti síðan byggja upp stórglæsilega byggð eða þorp sem væri í anda gömlu húsanna í Reykjavík. Þangað mætti flytja mörg gömul hús og byggja upp sem verið er að fjarlægja út um alla borg.
Hér gæti verið á ferð stórkostlegt tækifæri fyrir Íslenska arkitekta og skipulagsfræðinga að hanna svona byggð alveg frá grunni í gömlum 1900 aldar stíl.
Svo er ég alfarið á móti þeim fáránlegu hugmyndum að flytja Reykjavíkurflugvöll upp á Hólmsheiði. Best væri að flugmálayfirvöld myndu leggja þægilega krossbraut á svæðinu sem nýtast myndi sem öryggisvöllur fyrir einka- og kennsluflug.
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Kjartan Pétur Sigurðsson, 9.3.2008 kl. 08:43
Ég er alveg hissa á þeirri áráttu hjá mörgum að vilja rústa innanlandsfluginu með því að leggja niður Reykjavíkurflugvöll í Vatnsmýrinni. Hvernig halda menn að hefði gengið að halda fluginu gangandi á Hólmsheiði í vetur eins og tíðin er búin að vera. Svo er komin tillaga að hábrú milli Viðeyjar og lands. Hvað er oft í vetur búið að vera ofsaveður. En svona er það . Íslendingum dettur alltaf í hug að gera einhverjar svona rósir eins og að byggja afskaplega flotta glerhöll alveg ofaní sjávarseltunni . Ég held að besta lausnin sé að laga flugvöllinn eitthvað að aðstæðum í Vatnsmýrinni svipað og Ómar er að tala um og gleyma að minnsta kosti Hólmsheiðinni. Mér sýnist að nánast allir sem skrifa um þessi mál og eitthvað tengjast fluginu vilji hafa völlinn þarna áfram og ég tel að þeir hafi meira vit á þessu en misvitrir stjórnmálamenn. Ég var búinn að skrifa smápistil um þessi mál á heimasíðuna mína daginn áður en Einar veðurfræðingur kom með sitt innlegg í Sjónvarpið www.nefsholt.com Þetta er nú bara svona smá rödd úr sveitinni .Olgeir Engilbertsson
Olgeir Engilbertsson (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 11:04
Ég er ekki að ná alveg þeirri hugsun hjá mörgum að breyta öllu sem er fyrir. Hvernig dettur líka fólki í hug að þétta byggð innan gömlu Reykjavík??? Hefir einhver gengið um þennan bæ. Hann er algjört slumm, tyggjó og sígarettu stubbar rónar og óþjóðalið sem skemmir, kveikir í, málar og krafsar á eigur annarra. Því eigum við að púkka upp á allt þetta sem er skemmt strax aftur.
Valdimar Samúelsson, 9.3.2008 kl. 11:48
Innanlandsflugið verður flutt til Keflavíkurflugvallar trúi ég enda tel ég það skynsamlegast þegar horft er til framtíðar. Ég sé fyrir mér að fyrsta farþegalestin hér á landi sem verði jafnvel knúin raforku eingöngu munni ganga á milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar á miklum hraða innan 30 ára. Byggð heldur áfram að stækka á þessum tíma allt í kringum höfuðborgarsvæðið og frá Hafnarfirði til Reykjanesbæjar má búast við að það svæði norðan við Reykjanesbrautina verði orðið allt fullnýtt á þessari öld undir byggð fyrir fólk og atvinnurekstur.
Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ
B.N. (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 12:03
Nýjan flugvöll á Geldinganes, takk.
Ari (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 18:57
Hér er önnur útfærsla á mögulegum tilfæringum á flugvellinum í Vatnsmýri. Þarna er A-V brautin aðalbrautin og N-S brautin þverbrautin sem hefur verið færð vestar og snúið aðeins. Flugbrautirnar (svartar útlínur) og öryggissvæði þeirra (rauðu svæðin) eru í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru til „alhliða innanlandsflugvallar“ í þessari skýrslu (bls. 19). Fjólubláa svæðið mætti nota til flugtengdrar starfsemi (samgöngumiðstöð, flugskýli o.s.frv.) og bláa svæðið er það sem losnar þá fyrir aðra notkun. Þetta fyrirkomulag ætti einnig að draga verulega úr yfirflugi og hávaða yfir þéttbýli, það gætu fylgt með reglur um að takmarka lendingar úr norðri og flugtök til norðurs á N-S brautinni eins og hægt er.
Ég held að það sé enginn annar raunhæfur kostur í stöðunni ef við ætlum áfram að hafa innanlandsflug á Íslandi en að það verði áfram í Vatnsmýri. Það er tómt mál að tala um nothæfan flugvöll í þokunni á Hólmsheiði eða særokinu í Skerjafirði. Bessastaðanes hefur verið nefnt en það er heldur þröngt og auk þess á náttúruminjaskrá og á dagskrá að friða það. Sennilega þyrfti líka að taka það af Álftnesingum með ofbeldi, þeir munu aldrei samþykkja flugvöll á þessum stað. Að færa flugið til Keflavíkur er svo líklega mesta dellan, sá aukakostnaður sem fylgir því fyrir innanlandsfarþega er í tíma og peningum mun ganga af innanlandsfluginu dauðu. Það er hægt að láta sig dreyma um hraðlest til Keflavíkur en stofnkostnaður við slíkt fyrirbæri er stjarnfræðilegur og þó að einhverjir í valdastöðum fari að hugleiða slíkt í dag þá reikna ég ekki með að lestin byrji að ganga áður en ég fer á eftirlaun (eftir 40 ár). Auk þess er það ekki heillavænlegt fyrir millilandaflugið að fækka mögulegum varaflugvöllum, borgarbúar verða náttúrulega mjög ánægðir þegar kostnaður flugfélaganna smyrst ofan á fargjöldin þeirra til útlanda.
Ég lít svo á að í gildi sé óorðaður sáttmáli á milli hinna dreifðu byggða og höfuðborgarinnar. Við búum í fámennu en stóru landi og höfum haft þann hátt á að byggja höfuðborgina upp sem öfluga þjónustumiðstöð í stað þess að dreifa þjónustunni út um allt land, þetta kallar á hraðar og tryggar samgöngur við höfuðborgina. Ef Reykvíkingar kjósa að slíta þessa lífæð þá bregðast þeir hlutverki sínu og ráðast þarf í róttæka endurskoðun á fyrirkomulag stjórnsýslu og opinberrar þjónustu (heilbrigðisþjónustu þar á meðal) á Íslandi.
Bjarki (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 19:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.