11.3.2008 | 14:15
Í MEÐFERÐ EFTIR NÆSTA FYLLERÍ.
Fjármálaráðgjafi lýsti því vel í Kastljósi í gærkvöldi hvernig hann sér þjóð sína sem áfengissjúkling eða fíkil á fjármálasviðinu. Hann sagðist skilja vel ummæli forsætisráðherrans um áframhaldandi samfelldar stóriðju- og virkjanaframkvæmdir til að komast hjá því að taka á hinu raunverulega vandamáli og lýsti því þannig að með því væri farið í eitt fyllerí enn áður en farið væri í meðferð. Hve margir áfengissjúklingar hafa ekki gengið allan æviveginn til enda með þessu hugarfari án þess auðvitað að fara nokkurn tíma í löngu tímabæra meðferð?
Stuðmenn lýstu þessu mjög vel í textanum: "Nú er ég blindfullur, - ég ætla að hætta að drekka á morgun." Ekki í dag, - seinna. Einn af þáverandi ráðherrum í ríkisstjórn fyrir rúmum tíu árum sagði við mig að það yrði að halda stanslaust áfram í stóriðju- og virkjanaframkvæmdum, annars kæmi kreppa og atvinnuleysi.
Þegar ég spurði hann hvað ætti að gera þegar ekki væri hægt að virkja meir, svaraði hann: "Það verður þá verkefni þeirrar kynslóðar sem þá er uppi."
Já, já, án þess að depla auga lýsti hann því yfir að við ættum hikstalaust að velta okkar vandamálum sem allra mest yfir á afkomendur okkar sem myndu fara í þá meðferð, sem við komumst hjá því að fara í af einskæru hugleysi og ábyrgðarleysi.
Athugasemdir
Þegar við verðum uppiskroppa með virkjunarkosti þá verða stoðirnar í efnahagskerfinu orðnar svo margar og sterkar að við þurfum ekki að hafa áhyggjur
Gunnar Th. Gunnarsson, 11.3.2008 kl. 14:46
Ekki ákveður alkohólistinn það fyrirfram að fara nú á fyllirí til að styrkja innviði heimilisins, auka verðmæti þess og bæta afkomumöguleika fjölskyldunnar. Þvert á móti, hann er sjúklingur, sem ræður ekki við fíkn sína. Hér er hins vegar verið að búa í haginn og byggja upp, bæta afkomumöguleika þjóðarbúsins og fjárfesta í atvinnutækjum til að tryggja atvinnu ALLRA einstaklinga samfélagsins.
Þessi samlíking við alkohólismann hefur því aldrei staðist skoðun (frekar en margt annað sem gripið er til í áróðursskyni á þessum vettvangi (58% framúrkeyrsla?) en um það spyrja þeir ekki sem tamast er að nota hana. Hún hljómar svo fjandi vel sem áróður gegn nýtingu vistvænna náttúruauðlinda okkar. Og því skal henni beitt í tíma og ótíma.
Hlutverk okkar í alþjóðasamhengi var mér að umhugsunarefni þegar ég sá þennan frábæra þátt um Jörðina í sjónvarpinu í gærkvöld. Við erum eyland í bókstaflegum skilningi en erum við það í yfirfærðri merkingu? Kemur okkur ekkert við utan landsteinanna? Getum við bara stungið höfðinu í sandinn? Getum við varið það að þessi eftirsóknarverðasta orka í heiminum, hreina orkan okkar, eigi bara að liggja ónýtt við og undir fótum okkar meðan aðrar þjóðir neyðast til að nýta sér brennalega orkugjafa, sem smám saman eru að eyðileggja súrefnisbyrgðir alls alheimsins?
Var ekki einmitt nokkuð til í því sem Pétur Blöndal varpaði fram sem fyrirspurn til umhverfisráðherra varðandi hvert erindi hennar á ráðstefnu um umhverfismál sem framundan e ætti að vera?
Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 15:48
Ekki ákveður alkohólistinn það fyrirfram að fara nú á fyllirí til að styrkja innviði heimilisins, auka verðmæti þess og bæta afkomumöguleika fjölskyldunnar. Þvert á móti, hann er sjúklingur, sem ræður ekki við fíkn sína. Hér er hins vegar verið að búa í haginn og byggja upp, bæta afkomumöguleika þjóðarbúsins og fjárfesta í atvinnutækjum til að tryggja atvinnu ALLRA einstaklinga samfélagsins.
Þessi samlíking við alkohólismann hefur því aldrei staðist skoðun (frekar en margt annað sem gripið er til í áróðursskyni á þessum vettvangi (58% framúrkeyrsla?) en um það spyrja þeir ekki sem tamast er að nota hana. Hún hljómar svo fjandi vel sem áróður gegn nýtingu vistvænna náttúruauðlinda okkar. Og því skal henni beitt í tíma og ótíma.
Hlutverk okkar í alþjóðasamhengi var mér að umhugsunarefni þegar ég sá þennan frábæra þátt um Jörðina í sjónvarpinu í gærkvöld. Við erum eyland í bókstaflegum skilningi en erum við það í yfirfærðri merkingu? Kemur okkur ekkert við utan landsteinanna? Getum við bara stungið höfðinu í sandinn? Getum við varið það að þessi eftirsóknarverðasta orka í heiminum, hreina orkan okkar, eigi bara að liggja ónýtt við og undir fótum okkar meðan aðrar þjóðir neyðast til að nýta sér brennalega orkugjafa, sem smám saman eru að eyðileggja súrefnisbyrgðir alls alheimsins?
Var ekki nokkuð til í því sem Pétur Blöndal varpaði fram sem fyrirspurn til umhverfisráðherra varðandi hvert erindi hennar á ráðstefnu um umhverfismál sem framundan e ætti að vera?
Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 15:50
Afsakaðu þetta Ómar, ekki var nú meiningin að senda þér einn tvöfaldan
þú hendir kannski annarri greininni ú.
kv
Sigurjón
Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 15:59
Ég fæ nú bara ógleði að heyra Pétur Blöndal tala um að Ísland á að bjarga heiminum með því að virkja allt sem hægt er að virkja. Vita þessir menn hversu litið hlutfallið okkar orku er á heimsvísu? Og ef við spáum nú virkilega í orkunotkun og umhverfisvernd: Hvers vegna í ósköpunum leggjum við ekki áherslu á að nota okkar vistvæna orku í eigin þágu og verða óháðir olíunni? Setjum kraft í þetta frekar en að selja erlendum auðhringjum orkuna okkar á spottprís. Uppbygging stóriðju hér á landi er gamaldags. Fleiri álver bjarga engu heldur ýta vandan bara á undan sér. Þeir sem eiga börn og barnabörn og þykir væant um þau ættu að hugsa hvert við stefnum.
Úrsúla Jünemann, 11.3.2008 kl. 16:08
Þessi furðulega árátta að selja orkuna á útsöluverði í bullandi seljendamarkaði á orku minnir óneitanlega á fíkil sem gerir hvað sem er með afslætti til að fá næsta fix.
Baldur Fjölnisson, 11.3.2008 kl. 16:30
Við erum lítil í öllum samanburði en samt erum við hluti af aljóðasamfélaginu og tökum þátt í verkefnum þess og skyldum. Eins og t.d. Unifem. Erum við ekki öll stolt af þeim frábæra árangri? Við getum skipt máli þrátt fyrir smæðina.
Við getum ekki bara valið að leika okkur lítil og stikkfrí þegar það passar en stór þess á milli - og t.d. sóst eftir að komast í Öryggisráðið.
Tvískinnungur er ekki farsælt veganesti.
Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 16:31
Hvenær ætlið þið að skilja það að orka til stóriðju á Íslandi er ekki seld á útsölu? Hverjir segja ykkur það? Náttúruverndarsamtök? Árni Finnsson? Steingrímur J.?
Þegar rafmagnsverð til álvera í heiminum er skoðað kemur í ljós að orkuverð til stóriðju á Íslandi er í meðallagi. Verðið er lægst í fyrrum Sovétríkjunum og Kanada en hæst í Austur-Evrópu og Kína.
Fróðleiksmolar frá Landsvirkjun
Gunnar Th. Gunnarsson, 11.3.2008 kl. 17:50
Það ætti að handtaka Sigurjón, Pétur Blöndal og alla hina stóriðjufíklana fyrir landráð og loka þá inni í súrálsturni til æviloka;) Geta þeir í alvöru útskýrt fyrir börnum sínum að eyðileggja þurfi mestalla náttúru landsins fyrir nokkra dollara. Að bjarga heiminum með því að breyta landinu í eitt stórt álver er sennilega það fáránlegast sem ég hef heyrt. Ég fæ hroll við tilhugsunina.
Hvar er Framtíðarlandið þegar maður þarf loksins á þeim að halda?
Hans Magnússon (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 18:01
Já sammála þér Hans, það eru þessar öfgar sem eru svo ótrúlegar, furðulegt að sumir virðast bara vera með virkjun/ álveri eða þá á móti, og þá er alveg sama hvar á að virkja , bara er á móti , eða er með, dæmi um öfgakenndan domm "með" aðila er Gunnar Th , en reyndar atvinnutuðari og ekki svaraverður. leiðist reynar ekki síður þeir sem eru á móti alltaf, allt þarf að skoða og meta.
Bjartur (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 18:17
".....að eyðileggja þurfi mestalla náttúru landsins fyrir nokkra dollara". Segir Hans. Hvernig er hægt að rökræða við svona fólk?
Gunnar Th. Gunnarsson, 11.3.2008 kl. 18:41
95% allrar virkjanlegrar orku í Austurríki hefur nú þegar verið virkjuð. Heyrið þið talað um að öll náttúra Austurríkis sé eyðilögð? Svo vitleysismálflutningur skilar náttúruvernd engu.
Gunnar Th. Gunnarsson, 11.3.2008 kl. 18:49
Raforkuverðið til sérlegra kostenda Bush stórvinar Davíðs var ríkisleyndarmál þangað til loks lak út að það væri helmingur þess sem væri greitt í Brasilíu.
Baldur Fjölnisson, 11.3.2008 kl. 19:19
Sæll, Gunnar, Baldur,Bjartur,Hans,Sigurjón,Ómar.
Um 80% af þeirri orku sem er nú notuð í heiminum kemur frá jarðeldsneyti úr jörðu.
Getur einhver annað ríki sparað mannkyninu 5-falda núverandi losun sína? Við verðum að muna að það er heimslosunin ein sem skiptir máli fyrir gróðurhúsaáhrifin. Ekki hvar í heiminum hún á sér stað.
Lönd á borð við Sviss, Ítalíu, Austurríki, Þýskaland, Frakkland, Spánn, Bandaríkin, Noreg og Svíþjóð hafa þegar virkjað frá 70 - 90% sinnar efnahagslegu vatnsorku án þess að náttúra þessara landa væri lögð í rúst. Sviss hefur t.d. virkjað yfir 90%. Samt koma milljónir ferðamanna til Sviss og þessara landa á hverju ári, einmitt til að skoða stórbrotna náttúru. Í nákvæmlega sama tilgangi og ferðamenn koma til Íslands!
Það er hrein bábilja sem haldið er fram að nýting orkulindanna eyðileggi náttúruna og leggi ferðaþjónustuna í rúst. Það sýnir reynslan frá öðrum vatnsorkulöndum svo að ekki verður um villst.
Að halda því fram að ekki sé lengur nein skoðunarverð náttúra í Sviss, Noregi,Austurríki, Þýskalandi, vegna þess að vatnsaflsvirkjanir séu búnar að eyðileggja hana! Hversvegna er þá talin hætta á því á Íslandi?
Landsvirkjun upplýsti að áætluð arðsemi af eiginfé í Kárahnjúkavirkjun sé 11,9% á ári. Var áður áætluð 12,5% en áætlunin var lækkuð þegar óvæntar aðstæður gerðu virkjunina heldur dýrari en talið var. Hvorugar tölurnar hafa verið neitt leyndarmál, enda eiga þær ekki að vera það. Þeir stjórnmálamenn sem mest beittu sér gegn Kárahnúkavirkjun og þeir hópar er hæst létu sögðu það bæði í riti og orðum að það yrði tap á þessari framkvæmd og sögðu meðal annars að allt færi til fjandans eldgos jarðskjálftar stíflan myndi bresta, arðsemin af virkjuninni yrði einungis 4 til 6 %.
Heimsmarkaðsverð á áli hefur hækkað eftir að þessir útreikningar voru gerðir og er arðsemin nú 13.5%. Vegna hagstæðra samninga um raforkuverð sem er miðað við álverð nú er skortur á áli á álmörkuðum má ætla að heimsmarkaðsverð á áli fari hækkandi á miðju árinu (2008) fram til 2009 og hækka enn meir á næstu árum. Að þessu sögðu mun arðsemin af Kárahnjúkavirkjun aukast enn frekar og fara jafnvel upp í 15 til 17%. Menn geta svo deilt um hvort þetta sé viðunandi arðsemi ef menn vilja, virkjunin borgar sig upp á skemmri tíma en áætlanir gerðu ráð fyrir.
Kv,Sigurjón Vigfússon
Rauða Ljónið, 11.3.2008 kl. 20:50
Takk fyrir þetta nafni.
Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 21:04
Takk þið báðir Sigurjónar.
Þetta er einhver alsterkasti rökstuðningur sem ég hef lengi heyrt fyrir því að við nýtum orkuauðlindir okkar og virkjana möguleika á skinsamlegan hátt. Eins og við höfum gert og enn er mikið eftir.
Um að gera að nýta þessar endurnýtanlegu orkuauðlindir okkar helst alveg 99%, eins og hin þróuð og velmeigandi samfélög Alparíkjana Sviss og Austurríkis hafa gert, til mikilla hagsbóta fyrir land sitt og þjóð.
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 22:55
Athugasemdirnar hér að ofan eru þakkarverðar. Þær sýna að í raun vilja virkjanasinnarnir allt, alla orkuna með öllum þeim ósegjanlega miklu náttúruspjöllum sem þær valda. Þá dreymir um að virkjun allrar orkunnar leysi atvinnuvanda þjóðarinnar þótt vitað sé að öll álverin sex sem myndu nota þessa orku muni aðeins gefa um 2% af vinnuafli þjóðarinnar.
Þeir tala um að Norðmenn hafi virkjað 80% vatnsorkunnar þótt vitað sé að þeir hafa virkjað um 65%, og þessi 35% sem eftir eru, samsvara að magni til allri vatnsorku Íslands. Norðmenn ætla ekki að snerta þessa endurnýjanlegu og hreinu orku í tærum ám á sama tíma og virkjanasinnarnir hér að ofan heimta virkjanir aurugra jökulfljóta þar sem lónin fyllast af auri og virkjanirnar því ekki endurnýjanlegar.
Öll orka Íslands myndi gefa langt innan við eitt prósent af orkuþörf Evrópu og öll vatnsorka heimsins gefur aðeins um 6% prósent af orkuþörf heimsins.
Innifalið í kröfunni um alla orku Íslands til sex álvera er að eyðileggja svæði, sem eru mun merkilegri en t.d. Yellowstone í Bandaríkjunum sem Bandaríkjamenn munu aldrei snerta.
Að eyðileggja íslenska náttúru til að leggja til langt innan við eitt prósent af orkuþörf heimsins er álíka og að í skorti á góðmálmum í heiminum myndu menn fyrst ráðast á hvolfþak Péturskirkjunnar og frægustu myndastyttur heims og bræða þær.
Ómar Ragnarsson, 12.3.2008 kl. 08:08
Það er náttúrulega að bera í bakkafullan lækinn að tjá sig um þessi mál, þetta er óásættanleg umræða sem stöðugt er verið að karpa um.
En bara svona létt innskot.
Yfirborð á malbiki á götum, bílastæðum og leiksvæðum á stór-Reykjavíkursvæðinu, er álíka mikið og yfirborð gróðurþekjunnar sem fór undir vatn við Kárahnjúka.
Munurinn??
Olía í malbiki er innflutt og veldur mengun með uppgufun á meðan vatnið í uppistöðulónum er 100% vistvænt.
Hafið þið hugleitt það??
Benedikt V. Warén, 12.3.2008 kl. 08:19
Ég er ekkert á móti því að virkja en skil bara ekki hvers vegna var nauðsynlegt að selja kostendum Bush vinar Dabba orkuna á útsöluverði og setja okkur þannig á hausinn (krónan er núna minna virði en eitt evrusent - sem sagt nokkurn veginn á pari við skeinipappír). Allir heimsins arðsemisútreikningar geta á endanum ekki falið veruleikann, hann kemur alltaf fram í gjaldmiðlinum.
Baldur Fjölnisson, 12.3.2008 kl. 08:44
Sæll. Ómar.
Það er mikill munur á 58 % og 7%
Það er líka munur á 2 % vinnufæramanna sem þú gefur upp hér er smá tala um það sem þessi atvinnuvegur hefur leitt af sér.
Ég held að þið atvinnuleyfissinnar verði að skoða tölunar betur.
Kv, Sigurjón Vigfússon
Menn geta ekki litið fram hjá þeirri staðreynd hversu stóran þátt uppbyggingin í Straumsvík átti í atvinnubyltingunni á Íslandi og þá nýju stefnu sem mörkuð var með henni í atvinnubyggingunni á Íslandi.
Menntun landsmanna hefur aukist í skjóli aukinna tækifæra vegna þeirra ruðningsáhrifa sem þessi nýja atvinnugrein hefur haft í för með sér undanfarin 40 ár af þeirri einföldu ástæðu að tækifærin fyrir háskólamenntaða eru fleiri, t.d. verk- og tæknifræðingar ISAL.
Árið 1969 voru um eitthundrað verkfræðimenntaðir menn á landinu og áttu í erfiðleikum að fá sé vinnu við sitt hæfi á Íslandi. Nú eru um 3.500 verk- og tæknifræðingar og fjölgar ört, þrátt fyrir það er gríðarlegur skortur á fólki í þessari grein.
UM 22.500 manns eiga nú afkomu sína undir orkugeiranum og stóriðju á Íslandi. Tuttugu og tvö þúsund og fimm hundruð manns sem vinstrimenn vilja svipta lífsviðurværinu og tryggja að þeirra hagur og framtíð sé í lausu lofti.
Hvar skyldi allur þessi hópur 22.500 manna starfa? Hópurinn er í Ál geiranum Járn-blendinu, Landsvirkjun, Rei, Geysi Green, Orkuveitu Suðurnesja, Orkuveitu Reykjavíkur, Orkustofnum og fleiri fyrirtækjum og stofnunum sem öll fengu vítamínsprautu í kjölfar byggingar Álversins í Straumsvík.
Rauða Ljónið, 12.3.2008 kl. 09:34
Ómar, það er varla sanngjarnt hjá þér að bera saman ísland og noreg, hér í noregi er flutt inn gríðarlega mikið af raforku, nokkuð sem ekki er hægt í dag á íslandi.
Þessi innflutningur gerir norðmönnum kleyft að berja sér á brjóst og segja, sjáið hvað við erum umhverfisvæn, en hvaðan kemur innflutta rafmagnið og hvernig er það framleitt?
Jú það er vitað að stór hluti kemur frá austur evrópu, framleiddur með bæði olíu og kolum,
Anton Þór Harðarson, 12.3.2008 kl. 09:43
Þess hræðsluáróður "að virkja allt" , "öll náttúra landsins eyðilögð","háspennuvíravirki hvert sem litið er", virkar kannski á enhverja, en umræðan þarf auðvitað að komast upp úr svoleiðis skotgröfum.
Ég persónulega þekki engan sem vill hafa hlutina svoleiðis, en ég þekki hins vegar nokkra sem vilja ekkert virkja eða raska neinu í umhverfinu. Slíka vitleysu þarf að kveða niður.
Gunnar Th. Gunnarsson, 12.3.2008 kl. 11:56
Guntar TH "vilja ekkert virkja eða raska neinu í umhverfinu. Slíka vitleysu þarf að kveða niður" Ja Guntar TH þú koma manni alltaf á óvart með svo málefnalegum innslögum. Auðvitað verdur að kveða svona niður það er gjörsamlega ómögulegt að fólk hafi skoðanir og reyni að færa rök fyrir máli sínu Guntar TH því það er bara bull eins og þú segir.
Guntar TH það er mun betra í nútímasamfélagi að gera eins og þú hafa bara eina skoðun og ekki færa rök fyrir henni, bara kveða allt hitt niður. Þá er allt svo einfalt Guntar TH. Óþarfi að flækja það sem einfalt er , og ef maður skilur það ekki þá er það ekki nokkur spurning Guntar TH. Manstu eftir Marteini Mosdal ?
kv. Bernt Tove
Bernt Tove (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 13:03
Jóhann, geturðu nefnt eitt álver á Íslandi þar sem útlendingar vinna í? Eða er þetta bara enn eitt dæmigerða bullið sem frá ykkur kemur?
Gunnar Th. Gunnarsson, 12.3.2008 kl. 14:44
Ég hef nokkrum sinnum áður upplýst það opinberlega að ég var fylgjandi gerð álversins í Straumsvík í upphafi og tilheyrandi Búrfellsvirkjun. Íslenska hagkerfið var brot af því sem það er í dag og yfir 90% útflutningsins voru fiskafurðir. Engir varanlegir vegir voru í landinu og við vorum á mörgum sviðum langt á eftir öðrum þjóðum.
Allt er þetta gjörbreytt í dag, - það kostar langmest að skapa hvert starf í álverum og engin starfsemi notar meiri orku miðað við það sem út úr því kemur, enda kallað "orkufrekur iðnaður."
Ómar Ragnarsson, 12.3.2008 kl. 20:53
Ekki fæ ég sé að það skipti máli hvað hvert starf kostar, ef það skilar hagnaði. Að hvert starf kosti hundruðir miljóna króna, en samt hagnaður! Frábært!
Gunnar Th. Gunnarsson, 12.3.2008 kl. 23:00
Útlendingar eru um 6-8% vinnafls í landinu. Hlutfall útlendinga í stóriðjuverum á Íslandi er miklu lægra, einfaldlega vegna þess að Íslendingar sækja í þau störf af miklum krafti vegna hagstæðra launa.
Þegar við tölum um arð af fjárfestingum í þessum atvinnugeira, þá miðum við að sjálfsögðu við þann hluta sem við erum að fjárfesta í sjálf, þ.e. virkjun og línulagnir. Íslendingar eru ekki að fjárfesta í neinu öðru. Ekki viltu að við hirðum arðinn af fjárfestingum útlendinga hér, er það? En þó erum við að því auðvitað á vissan hátt, því þessar erlendu fjárfestingar eru að skila töluverðu í þjóðarbúið í formi skatta, ekki bara frá stóriðjunni sjálfri, heldur einnig í afleiddum störfum. T.d. hér á Reyðarfirði eru 400 störf í álverinu og önnur 500 sem verða til í landinu með beinum og óbeinum hætti. Þá eru ekki meðtalin á annan tug þúsunda ársverka sem bygging álvers og virkjunnar leiddi af sér, með tilheyrandi virðisauka.
Gunnar Th. Gunnarsson, 12.3.2008 kl. 23:47
Ég verð nú að bæta hér við þótt í bakkafullan lækinn sé að bera.
Ómar, þú segir:
"og engin starfsemi notar meiri orku miðað við það sem út úr því kemur, enda kallað "orkufrekur iðnaður."
Væri ekki rökrétt í framhaldinu að ætlað að skoðun þín sé sú að rétt sé því að láta aðrar þjóðir um framleiða orku til álvera, t.d. með kolum eða olíu?
Andstæðingar virkjana og stóriðju nefna t.d. mengun sem ein helstu rökin gegn því. Þeir hafa einnig nefnt það sem lausn að fá hingað ferðamenn í staðinn. Það hefur verið staðfest að aukning ferðamanna hingað, mengar ekkert síður en aukning álvera. Ef við ætlum að auka ferðamannastrauminn hingað, aukum við komur og brottfarir flugvéla en þær menga hvað mest. Til að minnka mengun frá þotunum, sem ferðamennirnir koma með, þarf ál.
Sé afstaða þín sú sem ég held að hún sé Ómar, þá eiga aðrar þjóðir að menga tvöfalt meira en hér yrði gert með framleiðslu áls til að við getum aukið ferðamannastraum með þotum til Íslands, en mengað samt sem áður á við Álverin, sem ekki yrðu reist, fyrir nú utan þá mengun (í rútum, bílaleigubílum, hvalskoðunarskipum og ferjum og í innanlandsflugi) og náttúruspjöll ,sem stóraukinn átroðningur ferðamanna t.d. á viðkvæmum stöðum í óbyggðum, hefði í för með sér.
Mér er tamt að líkja alheimsmenguninni við sundlaugina þar sem allir pissi í eitt hornið.
- Nema að við Íslendingar virðumst halda að hægt sé að snú a því við: halda sem sé einu horninu pissfríu og synda bara þar áhyggjulaus til eilífðar!
Jóhann Örn:
Þú virðist gleyma einu af aðalatriðunum, því að við seljum þeim orkuna og höfum hagnast vel á því einkum undanfarið vegna stórhækkandi álverðs, sem orkuverðið tengist.Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 09:34
Þú talar um íslendinga og útlendinga. Ég er íslendingur og mér er tamt að nefna mig og aðra landa mína; VIÐ. En ég get svo sem talað um sjálfan mig svo þetta skírist nú fyrir þér;
ÉG, hef hagnast verulega á aukinni framleiðslu raforku því hér borga ég mun lægra orkuverð en borgað er t.d. á hinum norðurlöndunum og annarstaðar í Evrópu þar sem ég þekki til. Ég hef sjálfur búið á Norðulöndum og þekki fólk sem býr þar enn og annarstaðar í Evrópu og það öfundar okkur af lágu orkuverði.
Ég veit svo sem ekki hvaða væntingar þú hefur en það væri helst til of mikils ætlast að raforkan yrði gefin okkur, finnst mér. Hvað verðlagningu til einstakra neytendahópa varðar þá er það lögmál, sem við flest skiljum amk., að traustur stórkaupandi sem gerir samning til langs tíma, um jöfn kaup allan sólarhringinn, allt árið um kring, á sama orkumagninu, þá á ég við í áratugi, fær betri kjör en þeir litlu sem koma og fara, slökkva á daginn og yfir sumarið. Þú þarft ekki annað en að fara út í búð til að skilja þetta lögmál. Bónus fær mun lægra verð hjá birgjum en kaupmaðurinn á horninu.
Þetta hélt ég nú að væri hverju mannsbarni ljóst.
Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 10:18
Miðað við þessa athugasemd hjá þér Jóhann, þá skilurðu ekki það sem Sigurjón Pálsson skrifar í næstu athugasemd á undan þér.
Gunnar Th. Gunnarsson, 15.3.2008 kl. 04:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.