14.3.2008 | 13:35
KJÓSENDUR HAFÐIR AÐ FÍFLUM.
Ekki er annað að sjá af fréttum síðustu daga en að þeir kjósendur verði hafðir að fíflum sem trúðu á loforð um stóriðjuhlé. Enn dapurlegra yrði það ef í þriðja sinn yrði það kona sem yrði látin beygja sig í duftið.
Í kosningabaráttunni í fyrravor fyrtist Ingilbjörg Sólrún Gísladóttir við þegar mér "varð það á" að telja ekki alla liðsmenn hennar til hins græna hluta kjósenda. Hún gaf yfirlýsingar um ekki yrði um frekari stóriðjuframkvæmdir að ræða á suðvesturlandi á næstu árum ef hennar flokkur kæmist til áhrifa og flestir aðrir þingmenn og frambjóðendur Samfylkingarinnar gerðu slíkt hið sama.
Við stjórnarmyndunina og eftir hana hamraði Samfylkingarfólkið á því að nú yrði stóriðjuhlé sem entist að minnsta kosti fram yfir þann tíma sem það tæki að gera almennilega og helst endanlega úttekt á gildi íslenskra náttúruverðmæta.
Fréttirnar þessa dagana sýna allt annað. Það slitnar ekki slefan á milli framkvæmdanna fyrir austan og hér syðra því að enn er unnið að stórfelldum framkvæmdum við Hraunaveitu sem lýkur ekki fyrr en næsta haust.
Enn er eftir að úrskurða um mat á heildarumhverfisáhrifum framkvæmdanna í Helguvík, um lagningu háspennulína, um öflun orku (120 þúsund tonna álver er ekki frekar arðbært nú en það var á Reyðarfirði árið 2000), - eftir að ganga frá því hvort menn ætla virkilega að stúta öllum tiltækum jarðhitasvæðum á Reykjanesskaga (t.d. Seltúni,Bitruvirkjun o.fl.), að ekki sé nú minnst á rannsóknina á náttúrverðmætum landsins.
Samt er vaðið áfram með hugarfarinu í trausti þess að enn sem fyrr muni gamla trixið duga að láta fólk standa frammi fyrir gerðum hlut, eða eins og sagt var í villta vestrinu: Að skjóta fyrst og spyrja svo.
Þeir kjósendur sem kusu Samfylkinguna í síðustu kosningum í trausti þess að hún myndi standa fast bæði á kosningaloforðum sínum og ákvæðum í stjórnarsáttmálanum um að fyrst yrði að ljúka rannsóknum rammaáætlunar verða illa sviknir ef í ljós kemur að allt hafi þetta verið gabb.
Mér finnst það afar sorglegt að það skyldu á sínum tíma hafa verið tvær öflugar stjórnmálakonur, Siv Friðleifsdóttir og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, sem var þröngvað í það hlutverk að öll þjóðin mændi á þær þegar þær kváðu upp úr með ákvörðun sína varðandi Kárahnjúkavirkjun, fyrst Siv með matið á umhverfisáhrifunum og síðan Ingibjörg Sólrún á frægum fundi borgarstjórnar Reykjavíkur.
Þórunn Sveinbjarnardóttir og Rannveig Sigurðardóttir létu ekki beygja sig í atkvæðagreiðslu á Alþingi, og megi þær hafa ævarandi heiður fyrir það.
En nú standa öll spjótin að nýju á einni konu, Þórunni Sveinbjarnardóttur. Össur Skarphéðinsson hefur að vísu fram að þessu stutt sjónarmið hennar og enn er ekki alveg útséð um hvernig máli hennar verður til lykta ráðið.
Hins vegar er morgunljóst að verði það höfuðkosningaloforð svikið að hér verði stóriðjuhlé þar til næsta áfanga rammaáætlunar og rannsókn á íslenskum náttúruauðæfum er lokið, þá hafa þeir kjósendur sem trúðu þessum loforðum verið hafðir að fíflum.
Framkvæmdir hafnar í Helguvík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Því miður virðist heiðarleiki og skynsemi vera sumum stjórnmálamönnum jafnframandi og fjarlægustu stjörnur himingeimsins. Svo þegar þessum sömu mönnum er bent á þennan mannlega breiskleika þá upphefjast þeir með vandlætingu rétt eins og Mússólíni forðum og ausa úr skálum reiði sinnar og vilja helst af öllu kveða þessar raddir, mína og þína, sem teljum okkur hafa nóg af svo góðu af álbræðslum, niður í neðsta helvíti.
Um þessa nýjustu álfrétt leyfði Mosi sér að blogga, sjá:
http://mosi.blog.is/blog/mosi/entry/474336/
Óskandi verður vitinu komið fyrir þessa guðs volaða álhyggjumenn, þó síðar verði.
Baráttukveðjur og góða helgi!
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 14.3.2008 kl. 13:51
Þetta er prófsteinn á stefnu og heilindi Samfylkingarinnar: meinti hún e-ð með stefnunni um Fagra Ísland og stóriðjustopp? Ég krefst þess sem kjósandi flokksins og meðlimur að hann standi við stóru orðin.
Hrafnkell (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 13:54
Hvað með Umhverfismat á Vaðlaheiargöngum? Kemur ekki eystri munninn út í ósnertri náttúru?
Hvað með lengingu flugbrauta á Akureyri? Fer ekki það yfir viðkvæmt land?
Eða er svona umhverfis hitt og þetta bara til að hefta framkvæmdir í Kópavogi (þegar Gunnar var að leggja vatn yfir manngeran skóg) og í henni Rvík Elliðaárdalur, hvar hugsanlega hefði þurft að forfæra nokrar plöntur sem unglingavinnan plantaði fyrir nokkrum árum síðan, (þegar við vorum mis ungir á mis sparneytnum farartækjum)
Bara að spyrja
Miðbæjaríhaldið
þreyttur á mismunun í mati og töfum
Bjarni Kjartansson, 14.3.2008 kl. 14:04
Kannski er það bara smá huggun að hafa ekki kosið samfylkinguna á sínum tíma eins og maður var kannski að spá í.
Úrsúla Jünemann, 14.3.2008 kl. 14:42
Ja mikið rétt
En hvar er Guntar TH núna , hann kemur alltaf med eitthvað gáfulegt ??
Guntar TH ertu kannski veikur ??
Smá innlegg frá Guntar TH kemur manni í helgarskap
kv. Bernt Tove
Bernt Tove (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 15:01
Það er stundum sagt að vika sé langur tími í pólitík, og eins og allir vita eru kjósendur fólk, og eins og sumir hafa haft að orði þá er fólk fífl, svo fólk er oftar en ekki haft að fíflum, en annars vel skrifuð grein.
Gísli Jónsson (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 15:09
Samkvæmt fréttum í dag þá er samkomulag innan Evrópusambandsins um 20 % minnkun á losun gróðurhúsalofttegunda á næstu 11 árum.
Markinu á að vera náð 2020. Evrópusambandið talar um að þriðja iðnbyltingin sé hafin með þessu spori. Árið 2050 er rágert að 50% hafi verið dregið í CO2 útsleppi frá því sem nú er.
Ljóst er af þessu að eign á losunarkvóta er orðin gulls en ekki áls ígildi.
Gera má ráðfyrir að miklar hömlur verði sett á flugumferð þessu tengt. Þá væri nú gott að vera ekki búinn að gefa frá sér allan losunarkvóta til erlendra álvera hérlendis.
Það er ekki að furða að sá æðibunugangur sem við sjáum í hnotskurn hjá þeim félögum Reykjanesbæ og ameríska álfélaginu Norðurál sé útúr öllum kortum hvað eðlilega stjórnsýsluferla varðar ..það á bara að taka það með látum áður en það er um seinan.
Verðum við ekki að styðja vel við Þórunni Sveinbjarnardóttur umhverfisráðherra...það er mikið í húfi.
Sævar Helgason, 14.3.2008 kl. 15:41
Eins og ég hef sagt áður, snýst Samfó eins og bronshaninn á kirkjunni við enda götunnar minnar. Það hefði öllum átt að vera það ljóst fyrir kosningar, því þau gátu aldrei verið sammála um þetta. Að treysta Ingibjörgu Sólrúnu, sem skrifaði undir meðan skríllinn mótmælti úti, var aldrei góðs viti.
Það er vonandi að ekki verði skemmt of mikið fyrir næstu kosningar og að íslendingar hafi þá gæfu til að kjósa Íslandshreifinguna. Í millitíðinni má samfylkingarfólk sem trúði á Fagurt Ísland láta heyra í sér.
Villi Asgeirsson, 14.3.2008 kl. 15:45
Þessar framkvæmdir hafa verið í undirbúningi í 4-5 ár. Eruð þið að vakna núna? Það er frábært ef Reyknesingar geta nýtt sér þær náttúruauðlindir sem eru í túnfæti þeirra.
Gangi ykkur vel Reyknesingar!
Gunnar Th. Gunnarsson, 14.3.2008 kl. 18:03
Ég var líka reið þegar ég skrifaði minn pistil í fyrradag.
Gunnar Th. er samur við sig. "Eruð þið að vakna núna?" Hann hefur greinilega ekki fylgst næguilega vel með, enda verið upptekinn af Kárahnjúkavirkjun og álveri í Reyðarfirði. Það er enginn að vakna fyrst núna, allra síst Ómar Ragnarsson.
Og hann heldur áfram: "Það er frábært ef Reyknesingar geta nýtt sér þær náttúruauðlindir sem eru í túnfæti þeirra." Gunnar, ens og fjölmargir skoðanabræður hans á Reykjanesi, áttar sig ekki á að náttúruauðlindir í túnfæti Reyknesinga nægja engan veginn til að afla nægrar orku fyrir álverið í Helguvík. Þeir ætla því að seilast í túnfót Reykvíkinga, Hvergerðinga og annarra, leggja þar náttúruna í rúst, útbía Reykjanesskagann með háspennulínum og keyra þannig sitt álver.
Það virðist ekki nokkur leið að koma fólki í skilning um að fórnarkostnaður álvers í Helguvík teygir sig langt, langt út fyrir Reykjanesbæ og hefur áhrif á allt suðvesturhorn landsins og þar með um 2/3 íbúa Íslands.
Lára Hanna Einarsdóttir, 14.3.2008 kl. 18:48
"Nýja töfraorðið sem nú heyrist oft er fórnarkostnaður. Tala menn gjarnan um hin miklu náttúruverðmæti sem verið sé að fórna. Taka verði tillit til þessa kostnaðar þegar arðsemi sé fundin og ef einhver vafi sé á ferðum um arðsemi út frá þessu sjónarmiði, þá eigi ekki að virkja".
Gallin við þennan málatilbúnað er oft sá, að þeir sem nota orðið fórnarkostnað í þessu sambandi, vara sig ekki á að hugtakið þýðir ekki kostnaður, heldur þvert á móti tekjur. Hugtakið merkir einfaldlega þær mestu tekjur sem menn missa, velji þeir tiltekin kost. Vel má hins vegar reikna út þær tekjur sem menn missa hugsanlega verið ráðist í þessar virkjanaframkvæmdir, en þær eru hugsanlega á sviði ferðamennsku og útivistar".(Guðmundur Ólafsson, hagfræðingur)Gunnar Th. Gunnarsson, 14.3.2008 kl. 19:07
Uff !
Ætladi að segja það hvort þad kæmi ekki eitthvað Guntar TH.
Ég var farin að hafa áhyggjur af þér. En það lá nú fyrir öllum að ég held Guntar TH nema jú þá þér, að til að finna fórnarkostnað þá verður þú að verðmeta þ.e.a.s. að finna út mögulegar tekjur sem verið er að fórna og reiknast sem kostnaður við ákveðið verkefni þ.e.a.s. til frádráttar. En þegar þetta er sett upp af þessu "liði" þá er það bara rugl. Ekki rétt GUntar TH, nema von að maður ruglist.
kv. Bernt Tove
Bernt Tove (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 20:16
Takk Gunnar Th. þú ert snillingur, og ég skil ekki af hverju enginn skrifar á bloggið hjá þér, alltaf eins með þetta lið, sori í lopapeysum.
Góðar stundir og góða helgi
Bestu kveðjur til Bernt Tove
Bjartur (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 20:51
Mér hefði fundist við hæfi að Gunnar væri málefnalegur heldur en að snúa út úr með orðhengilshætti. Það eru viðbrögð hins rökþrota manns.
Ég held að það sé skemmtilegra að ræða við Gunnar um hljómsveitina Eagles, hann hefur miklu meira vit á henni en þessu...
Lára Hanna Einarsdóttir, 14.3.2008 kl. 20:56
Rökþrota? Orðhengilshætti? Þegar fólk notar orð eins og fórnarkostnaður, þá verður það að vita hvað það er að tala um. Alveg eins og þeir sem hlyntir eru virkjunum og stóriðju, verða að geta rökstutt það. Það er ekki nóg að segja "af því bara".
Bræðurnir Arnar Ævarsson, (Bernt Tove) og Birgir Ævarsson ,(Bjartur) eru hugrakkir á bak við nafnleyndina, en hafa samt aldrei neitt að segja. Ég man ekki eftir að þeir tjái sig um neitt hér nema um mig og mína persónu. Ef rök mín væru ekki að bíta, þá hefðu þeir varla áhuga á að reyna að vera sniðugir á minn kostnað. En svona sandkassaleikur er þeim auðvitað til minnkunnar og varla málstað verndunarsinna til framdráttar. Eða finnst ykkur það?
Gunnar Th. Gunnarsson, 14.3.2008 kl. 21:24
Já alveg sammála Lára, enda Eagles góðir, og Gunnar víst stórgóður söngvari. en þessa Ævarssons bræður þekki ég ekki, og veit lítið um sönghæfileika þeirra.
Góðar stundir
Bjartur (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 21:36
Guntar TH er sár yfir því að þú hafnar mér sem persónu og skilur ekki hve ég er sammála þér og get ég e kki tengt mig við þennan aðila sem þú gerir en hef þó séð Bjart hé skrifa. Að þú segir að ég sé sniðugur þakka ég. En ef þú ert að tala um fórnarkostnað þá ert þú svo sannarlega að bjóða þar. Lára er ekki frá því að mögulegt væri að biðja Guntar TH að syngja fyrir okkur uppáhaldslagið sitt, þad væri geðveikt að eiga það í tölvunni.
kv. Bernt Tove
Bernt Tove (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 21:58
Fyrir Gunnar Th.: Fórnarkostnaður=áfram sömu háu vextirnir, heimild m.a. Seðlabankastjóri, þar af leiðir að almenningur mun niðurgreiða þetta álver rétt eins og Kárahnúkavirkjun. Ég er ekki til í það aftur.
Hrafnkell (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 22:01
Þegar tekið hefur verið tillit til allra þátta í framfærslukostnaði fólks, þ.m.t. vaxtaþættinum, þá hafa ráðstöfunartekjur fólks hækkað umtalsvert á Íslandi á undanförnum árum. Hvergi hafa kjör fólks batnað meira og hraðar en hér. Hátt gengi íslensku krónunnar hefur komið almenningi til góða þó sama verði auðvitað ekki sagt um útflutningsgreinarnar, en stóriðjuframkvæmdum hefur verið kennt um stöðu krónunnar á undanförnum misserum.
Nú hefur gengi krónunnar hins vegar fallið og ég hef meiri áhyggjur af því gagnvart almenningi. Sérstaklega fólki sem hefur tekið húsnæðislán í myntkörfum. Hagfræðingar segja að gengi krónunnar styrkist ef farið verður út í stóriðjuframkvæmdir nú. Og ef ráðstöfunartekjur fólks halda áfram að aukast, þá gæti það vegið upp háa vexti.
Gunnar Th. Gunnarsson, 14.3.2008 kl. 22:18
Í hvaða heimi býrð þú Gunnar Th? Það getur vel verið að ráðstöfunartekjur fólks hafi aldrei verið hærri en staðreyndin er sú að útgjöld heimilana hér hafa hækkað gríðarlega. Skuldir heimilana jukust um 200 milljarða á síðasta ári vegna þess að krónan veiktist og ekki sér fyrir endan á því enn. Skattar hafa aldrei verið hærri og þá er ég að tala um alla skatta en ekki bara tekjuskatt. Ríkisstjórnin lyftir ekki litlaputta til þess að reyna að mæta þessum hækkunum á olíu og bensíni.
Ef að við förum út í að búa til annað álver á suðurnesjum þá erum við ekki bara að eyðileggja náttúruperlur suðurnesja að kynslóðum framtíðarinnar forspurðum heldur erum við líka að auka þenslu meira og eins og staðan er í þjóðfélaginu núna mega heimili landsins alls ekki við því. Álver er enginn töfralausn, það er skoðun hins þröngsýna manns. Ef að þú horfir til framtíðar þá kemur ónsortinn náttúra til með að skila mun meiri arði til lengri tíma litið heldur en álver með óhjákvæmilegum náttúruspjöllum.
Pétur Kristinsson, 15.3.2008 kl. 12:42
Það er alveg rétt hjá þér Pétur að álver eru engin töfralausn, enda minnist ég ekki að hafa séð nokkurn mann halda því fram. En ég verð eiginlega að endurvarpa spurningu þinni til þín; Í hvað heimi býrð þú í?
Hlægileg mótsögn já þér: "ráðstöfunartekjur fólks hafi aldrei verið hærri" , og svo kvartarðu! Ertu brandarakall?
Gunnar Th. Gunnarsson, 15.3.2008 kl. 17:09
Já nú slóstu hann alveg kaldan Gunnar Th. það er ekki að því að spyrja með þig karlinn, þetta er snilld. Og ekki skil ég hvað fólk er að hvarta, og að skuldir heimilanna hafi aukist, og eins hlutfallsleg skattheimta, ( var ekki lofað skattalækkunum) lán hafa snarhækkað, þjónustugjöld hækkað, skólagjöld og fleira, en fólk verður að átta sig á að þegar peningarnir frá álverinu koma í kassann þá verður þetta allt leiðrétt, og þá verður sko gaman.
Bjartur (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 17:38
Ástæðan fyrir því að ég orða þetta svona er sú að meðan að tekjurnar hækka hafa útgjöldin hækkað enn meir og þess vegna hækka skuldir heimilana. Það hafa margir hagfræðingar bent á hættuna á því að reisa annað álver vegna þensluáhrifana og við erum enn að súpa seiðið af kárahnjúkum.
Það voru margir sem að héldu því fram að álver væri það eina sem gæti bjargað byggð fyrir austan og þess vegna notaði ég orðið töfralausn. Af hverju hefur engum þarna dottið í hug að markaðsetja almennilega náttúrufegurð austfjarða? Eftir því sem að ósnortin náttúra í heiminum minnkar er þetta orðinn eftirsóknarverðara af túristum og þarna eigið þið sóknartækifæri jafnvel þó svo að þið hafið ákveðið að dúndra niður þessum hrylling í Reyðarfirði.
Og já, ég er álitin mjög fyndinn maður og takk fyrir hrósið
Pétur Kristinsson, 15.3.2008 kl. 17:43
Þú ert eitthvað að misskilja hugtakið "hærri ráðstöfunartekjur", Pétur, en það er ekkert findið við það. En þó þú misskiljir hugtakið þá er það alveg rétt hjá þér að ráðstöfunartekjur hafa hækkað.
Gunnar Th. Gunnarsson, 15.3.2008 kl. 18:52
Þetta er nú bara findiið, eða er það ekki fyndið Gunnar Th. en alveg sama þú ert snillingur.
Bjartur
Bjartur (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 20:19
Er þetta ekki að verða ósköp barnalegt hér? menn virðast vera í persónulegu skítkasti
og ekki er það neinum til framdráttar, minnir þetta mig á vísuna
ef hól og rógur þér rjúka um nasir
reyndu að kanna hvað fram undan blasir
skalt þú hugsa og reyndu að halda
hægagangi á landinu kalda
Ævar Oddur Ævarsson (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 21:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.