HETJURNAR ÓLAFUR OG ELÍN.

Jarðarför Ólafs Ragnarssonar í Dómkirkjunni í dag var ákaflega stílhrein, fögur og áhrifamikil athöfn. Dómkirkjan varð fyrir valinu vegna þess að þau Ólafur og Elín Bergs giftu sig þar fyrir 40 árum. Kirkjan var full út úr dyrum og kom glöggt fram hve marga vini þau áttu og hve mikla virðingu og velvild þau höfðu skapað sér.

Lestur ljóða Ólafs, einfaldur og látlaus, gaf athöfninni einstakan blæ.

Ég varð sjálfur vitni að því á síðasta stigi sjúkdóms Ólafs hve erfið örlög þeir sjúkdómar leiða yfir fólk, sem gera það að föngum í eigin líkama. Ólafur hélt fullri andlegri getu allt fram til hins síðasta þótt hann gæti ekki tjáð hana nema með smáum augnhreyfingum með aðstoð tölvu.

Maður er orðlaus yfir þeim hetjuskap og gagnkvæmri ást sem þau hjónin sýndu bæði, ekki síst hún. Ég hef vart séð fegurra á ævinnni.

Fyrir það er skylt að þakka, vegna þess hve mikið það gefur öðrum að vinna slík afrek.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hey ertu ekki með e-mail ? til að senda þér smá einkadæmi og það á ekki heima á blogginu.  jonbondi007@gmail.com sendu mér e-mail :) hef nog til að tala um

.

votta öllum samúð með Ólafs Ragnarssonar hann var góður maður

BLOGGER (IP-tala skráð) 5.4.2008 kl. 03:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband