5.4.2008 | 09:52
VEÐUR TIL AÐ SKAPA.
Ég segi oft við sjálfan mig og aðrar þegar vaknað er til dýrðardags eins og dagsins í dag að nú sé veður til að skapa. Eitt af því sem stendur til að skapa í dag eru endurvakin náttúruverndarsamtök á Vestfjörðum en þangað stendur til að leið mín og fleiri liggi í dag.
Ekki mun af veita í þeirri sömu viku og ljóst var að ekki yrði einu sinni reynt að nota hemla á stóriðjuhraðlestarnir sem bruna eiga út á öll landshorn á næstu árum.
Athugasemdir
Dýrðardagur á Íslandi er að allt verð í Landinu er betra (ódýrara)en í öllum heiminum. Þetta kemur alltaf upp eins og gorkúla þegar allt er farið til fjandans. Þetta sjá þeir sem standa í pínulítilli fjarlægð landinu..
Eyjólfur Jónsson, 5.4.2008 kl. 17:13
Þú varst eldhress í kastljósinu í gær Gott að sjá að þú ert að jafna þig.
Gunnar Th. Gunnarsson, 5.4.2008 kl. 17:44
Mikið var gaman að sjá þig Ómar minn í kastljósinu í gær, og ég er ekkert smá ánægður að þú sért að hressast, elsku kallinn. Gangi þér allt í haginn, og megi helgin vera þér ánægjuleg . ( þu kanski kíkir á bloggið mitt og skrifar , takk )
GUnnar Tg (IP-tala skráð) 5.4.2008 kl. 19:20
Þakka fyrir góðar óskir. Þótt okkur greini á um margt á okkur eigum við að óska hver öðrum hins besta um heilsu og kraft sem gefur lífinu lit.
Ómar Ragnarsson, 6.4.2008 kl. 01:45
Kannski skoðanaágreiningurinn liggi fyrst og fremst í því að ég tel þig og þína skoðanbræður ofmeta skaðann sem verið er að gera náttúru Íslands með raforkuframleiðslu, vegagerð o.þ.h. og vanmetið arðinn, og að þú teljir að ég og mínir skonabræður vanmetum þessi umhverfisáhrif en ofmetum arðinn. Þessi sjónarmið þarf auðvitað að sætta með einum eða öðrum hætti.
Gunnar Th. Gunnarsson, 6.4.2008 kl. 04:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.