7.4.2008 | 09:24
GJÖFUL ÞRÓUNARAÐSTOÐ.
Í febrúar í fyrra minntist ég á það í Silfri Egils hve miklu nýting íslenskrar þekkingar á sviði virkjunarmála gæti skilað hinum fátæku þjóðum heims og um leið varðað leið til að gera nýtingu jarðvarma og vatnsorku að hluta lausnar loftslagsvandans. Í þessu væri fólgin gjöfulasta þróunaraðstoðin.
Að vísu getur öll samanlögð vatnsorka og jarðvarmaorka heims aðeins gefið í mesta lagi um 10% af orkuþörf heimsins þannig að ítrasta framlag eitt og sér á þessu sviði er engin alheimslausn eins og margir klifa á til að réttlæta eyðileggingu íslenskra náttúruverðmæta. En það munar um allt, rétt er það.
En nú er rétt að spyrja: Hvað um náttúruverðmæti, sem fórnað væri í þessum fjarlægu löndum? Auðvitað þarf að gæta að því en ekki þarf annað en að líta á nýja bók um 100 undur veraldar til að sjá, að Jemen og Yellowstone í Bandaríkjunum ættu að koma fyrr til virkjunar en hinn eldvirki hluti Íslands, því hann er í hópi 100 undranna en hvorki Yemen né Yellowstone.
REI gerir samning í Jemen | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þekking okkar á jarðvarmavirkjunum getur reynst okkur dýrmæt og virkilega þungt afl á vogarskálar þróunaraðstoðar. Þetta er einmitt ólíkt beinni peningaaðstoð. Það er aðstoð án þróunar.
Gunnar Th. Gunnarsson, 7.4.2008 kl. 19:38
Sæll Grímur.
Cactus Buffsack (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 19:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.