11.4.2008 | 12:27
Röng forgangsröð.
Það er augljóslega röng forgangsröð að tvöfalda Suðurlandsveg án tillits til slysatíðni og byrja uppi á Hellisheiði. Framkvæmdir hafa ekki hafist enn og því á að vera hægt að bregðast við orðum sýslumannsins á Selfossi um að breyta þessu og byrja á kaflanum milli Hveragerðis og Selfoss þar sem flest slysin hafa verið, taka síðan kaflann frá Rauðavatni upp að Litlu kaffistofunni og restina síðar.
Athugasemdir
Alveg sammála. Hér er augljóslega byrjað á vitlausum enda.
Úrsúla Jünemann, 11.4.2008 kl. 12:37
ég ætla að leyfa mér að benda á
http://biggibraga.blog.is/blog/biggibraga/entry/473478/
og
http://biggibraga.blog.is/blog/biggibraga/entry/473094/
Birgir Þór Bragason, 11.4.2008 kl. 13:31
Ég sé að þú ert öflugur þessa dagana að skrifa um samgöngu og skipulags mál. Þess vegna finnst mér ég knúin til þess að benda þér á þessa síðu http://strondumekki.is/index.php.
Mér fannst fróðlegt að skoða síðuna og það sem er á henni í ljósi yfirlísinga frá stjórnmálmönnum um að þessar framkvæmdir njóti fulls stuðnings eyjamanna.
Bjöggi (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 14:03
taka leiðin milli Hveró og Selfoss alla í einu á stuttum tíma loka veginum alveg á meðan og láta umferðina fara þrengslin og óseyrarbrú. þá verða ekki slits vegna framkvæmda rétt á meðan eins og dæmin hafa sínt á reykjanesbraut.
Davíð Þorvaldur Magnússon, 11.4.2008 kl. 14:18
Sammála
Gunnar Th. Gunnarsson, 11.4.2008 kl. 18:10
B33 Framúrakstur bannaður
B33.11 er númerið fyrir umferðarmerkið sem segir að framúrakstur er bannaður sjá reglugerð.
Reglugerð Dómsmálaráðuneytis:
,,Merki þetta ber að nota þar sem bannað er að aka fram úr öðrum vélknúnum ökutækjum en tvíhjóla.
Vinnureglur um notkun utan þéttbýlis:
Merki þetta má nota á vegum með bundnu slitlagi með einni akrein í hvora átt þar sem mætivegalengd fer niður fyrir eftirfarandi mörk:
umferðarhraði
km/klst
m
Mætivegalengd er skilgreind sem tvöföld stöðvunarvegalengd og 10 m öryggisbil að auki.
Stöðvunarvegalengd er sú vegalengd sem það tekur ökumann á hönnunarhraða vegar að stöðva ökutæki sitt við óvænta hindrum.
Merki B33.11 má setja upp beggja megin vegar þar sem sérstök ástæða er til vegna takmarkaðrar vegsýnar e.þ.h.
Merkið skal setja upp 150 - 300 m áður en komið er að viðkomandi svæði og skal lengd bannsvæðis tilgreind á undirmerki J02.11
Þegar banni við framúrakstri er lokið skal sett upp merkið B33.31 banni við framúrakstri lokið, ef bannvegalengd er 500 m eða lengri.
Ef um er að ræða marga stutta samliggjandi kafla, þar sem vegsýn er takmörkuð af og til, má sameina þá undir eitt eða fleiri bannmerki með undirmerki J02.11. Miða skal við að lengd á milli merkja við slík tilfelli sé ekki minni en 2 km.
Merkið má einnig nota á sömu vegum, þar sem vegsýn getur boðið upp á að aka fram úr, en aðstæður að öðru leyti gætu gert framúrakstur hættulegan, t.d. ef hættuleg beygja er framundan, gangandi fólk eða börn, hættulegar brekkur, vegamót o.s.frv.''
Þetta hérna á ofan verðu fann ég á slóð Vegagerdin.is .Það er aðeins tvö merki sem bannar framúrakstur frá Reykjavík til Selfossar eitt áður en þú kemur inn í Reykjavík svo er hitt áður en þú kemur að vegamótunum við Ingólfsfjall á leið til Laugarvatns. Á vegakaflanum sem slysið var í morgun tel ég að þar ætti að vera merkingar með stærri gerðinni af skiltum ættu að vera báðum megin á veginum sem sýndi að framúrakstur væri bannaður bæði í vestur og austurátt. Þetta mætti gera líka við Litlu-Kaffistofuna vel áður en komið er að henni á leið frá Reykjavík. Þessi aðgerð er ekki dýr en ég er þess fullviss að hún bjargar mannslífum.
Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ
B.N. (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 18:26
Frekar sammála, en þó ekki alveg !
Gunnar Tg (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 20:14
Er það ekki svo með þessa framkvæmd Ómar, eins eins og aðrar í vegakerfinu. Fyrst er spurt um peninga...........öryggi er svo einhversstaðar aftarlega.
Haraldur Bjarnason, 11.4.2008 kl. 23:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.