Reisn yfir áminningu.

Gjörningur Átaks við Alþingishúsið í dag var fallegur, táknrænn og eftirminnilegur. Þessi áminning til samfélagsins og kjörinna fulltrúa þess á vonandi eftir að hafa einhver áhrif þótt borgarlífið væri ekki sett á annan endann eins og í mótmælum vörubílstjóra. Ég var búinn að lofa því að vera með í þessum gjörningi, en var því miður af óviðráðanlegum orsökum fastur inni á spítala í rannsókn á þessum tíma. En hugur minn var hjá þessu fólki og ég sendi því mínar bestu árnaðaróskir, kveðjur og þakkir.
mbl.is ÁTAK myndaði mannlegan hring
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig er komið fyrir smábátaútgerðinni og hinum dreifðu byggðum landsins? Fólkið sem hafði mikla hagsmunni af því að áfram yrðu stundaðar sjálfbærar veiðar allt í kringum landið í stað kvótabrasksins reis ekki upp. Því fór sem fór.Kannski að vörubílstjórar hrylli við þeirri hugsun að þeirra bíði sömu örlög og þeirra sem hafa mist eða orðið fyrir skerðingum á atvinnurétti,eignarétti og sjálfsvirðingarrétti.(nýyrði) 

Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ  

B.N. (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 21:08

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Vörubílstjórar hafa ýmislegt til síns mál, rétt er það. En ég fæ ekki séð að hrikalegar aðgerðir þeirra muni skila þeim neitt meiru en betur úthugsaðar, táknrænar aðgerðir.

Ómar Ragnarsson, 20.4.2008 kl. 00:05

3 identicon

 Á þessari frétt úr visi.is hér neðar má lesa að regluverkið frá Brussel er greinilega orðið mjög íþyngjandi fyrir bílstjórastéttina vítt og breitt í Evrópu. Ég hræðist það mjög að stress verði of mikið hjá hinum vönustu bílstjórum við aksturinn út af þessu regluverki. Bílstjórar upplifa oft að þeir séu í skrúfstykki við aksturinn það á líka við þó þeir séu nýkomir úr rekkju vel hvíldir. Atvinnuöryggi þeirra er oft sett á vogarskálarnar þ.a.s. milli atvinnurekandans og löggjafans vegna vinnu sinnar. Ef eitthvað má betur fara vegna umferðaröryggis sem mér finnst skifta máli ætti að skoða rútur, flutningabíla og önnur sambærileg ökutæki tvisvar á ári.  

Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ 

Frétt úr ísi.is 7.nóv.2007

,,Um 200 Danskir vöruflutningabílstjórar lokuðu í dag mörgum landamærastöðvum Danmerkur með því að leggja þar trukkum sínum. Bílstjórarnir eru að mótmæla íþyngjandi reglugerðum Evrópusambandsins.

Meðal annars var umferð um Eyrarsundsbrúna yfir til Svíþjóðar stöðvuð. Sömuleiðis var lokað ferjuhöfnum eins og Helsingjaeyri, Hirtshals og Fredrikshafn lokað. Flutningabílstjórarnir reyna að hleypa einkabílum í gegn en miklar tafir hafa orðið á umferð.

Talsmaður bílstjóranna segir að mótmæli þeirra snúist um reglugerðarfargan Evrópusambandsins, sérstaklega hvað varðar hvíltdartíma þeirra og sektir sem þeir fá.

Þeir vilji gjarnan fylgja reglunum og geri það dags daglega. Hinsvegar fái þeir sektir fyrir allskonar hluti sem komi umferðaröryggi ekkert við.

Í reglunum segir meðal annars að bílstjórarnir megi lengst keyra í fjóra og hálfa klukkustund í einu og að því loknu verði þeir að hvíla sig í 45 mínútur.

Þeir verða að fá að minnsta kosti 11 klukkustunda hvíld á sólarhring og þar af óslitna hvíld í að minnsta kosti níu klukkustundir.''

B.N. (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 01:37

4 Smámynd: Þórður Guðmundsson

Sæll Ómar.    Ég var þarna á þessari stundur í gær og þetta var alveg yndisleg stund.  Við náðum að mynda hringinn, gengum svo í stutta stund réttsælis í kringum húsið og færðum okkur svo alveg að því.  Þetta var og er fín hugmynd og fatlaðir mættu alveg gera eitthvað svona oftar til þess að minna á tilveru sína.  Ég mætti á staðinn með hópi fatlaðra einstaklinga af sambýlinu sem ég er að vinna á.  Það hefði verið alveg frábært  að sjá þig þarna líka Ómar. 

 Bestu kveðjur, 

 Þórður. 

Þórður Guðmundsson, 20.4.2008 kl. 08:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband