Carter-Hamas-Abbas, lykill að sátt.

Jimmy Carter fyrrverandi Bandaríkjaforseti hefur komið góðu til leiðar með því einu að Hamas útiloki ekki frið við Ísrael og viðurkenningu á Ísraelsríki. Þetta eru fyrstu góðu fréttirnar af þessu svæði um langt skeið. Carter á eftir að hljóta betri dóm hjá kynslóðum framtíðar en hjá samtíðarmönnum sínum.

Hann var hvað eftir annað grátt leikinn af leyniþjónustu sinni og kaldrifjuðu plotti hennar, sem kom í veg fyrir að bandarísku gíslunum í Theheran yrði sleppt fyrr en Ronald Reagan hefði tekið við. Raunar kom í ljós að Reagan varð einn af merkustu forsetum Bandaríkjanna á síðustu öld en það sá enginn fyrir.

Carter fylgdi eftir þeirri raunsæju sýn sinni á deilurnar fyrir botni Miðjarðarhafs að ekki væri hægt að ná þar sátt með því að halda Hamas frá gerð hennar. Menn hafa verið að agnúast út í Carter og sömuleiðis Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur fyrir að láta sig þessi mál varða.

Heimsókn Abbas til Íslands sýnir að rétt eins og Norðmenn, sem eru smáþjóð, áttu þátt í þíðunni milli deiluaðila á níunda áratugnum, getur smáþjóð eins og Íslendingar lagt sitt lóð á vogarskálar.

Mér hefur fundist einkennilegt að sumir þeirra sem hafa haft andúð á því að við legðum okkar lóð á vogarskálar friðar skuli á sama tíma vera stoltir af Reykjavíkurfundi þeirra Reagans og Gorbasjofs.


mbl.is Abbas heimsækir Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Bíddu hægur Ómar, talar þú betri arabísku en ég? Hvaða Hamasmaður hefur sagst ætla viðurkenna Ísraelsríki. Ekkert slíkt hefur verið sagt. Eina yfirlýsingin er að Hamas samþykkir Palestínuríki með landamærum frá því fyrir 1967. 

Hvernig getur þú hliðrað sannleikanum líkt og þú gerir? Er þetta http://news.bbc.co.uk/2/hi/middle_east/7359661.stm ekki nógu skýrt.

Carter hefur ekki fengið Hamas til að fjarlæga ákvæði í samþykktum þeirra um að eyða beri Ísraelsríki. Meðan á heimsókn hans stóð var látlaust skotið flugskeytum inn í Ísrael. 

Dró "töframaðurinn" Carter Salam upp úr hattinum ? Það held ég ekki. Það var frekar Salami Baloni. Yfirlýsingar Hamas hafa aldrei verið trúverðugar. Carter nýtur ekki virðingu í Ísrael og fór fýluferð til Gaza.

Íslendingar hafa nóg vandamál á sínum herðum, svo þeir séu ekki að vasast í einu erfiðasta máli samtímans. Þáttur Norðmanna í friðarferlinu var ekki umtalsverður. Nú eru eru fleiri og fleiri að komast á þá skoðun að "Oslóferlið" hafi verið hrapaleg mistök.

Ingibjörg Sólrún má alveg leika málamiðlara og Ólafur telja að hlutverk Íslendinga sé mikið á meðal þjóðanna. En afkoma 300.000 einstaklinga á hjara veraldar er nú víst alveg nógu stór munnfylli fyrir þau hjúin. Allt annað verður að flokkast undir veruleikaflótta.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 21.4.2008 kl. 20:06

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ekki er ég sérfræðingur í málefnum miðausturlanda, eins og nafni minn virðist vera. Ég veit samt nóg til að skilja að ef enginn reynir verður aldrei friður fyrir botni Miðjarðarhafs.

Villi Asgeirsson, 22.4.2008 kl. 12:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband