Stærsta viðfangsefnið í margar aldir.

Þegar ég kom síðast í Silfur Egils talaði ég um það og var það efst í huga að það heimskulegasta við orkubruðl mannkyns, sem við Íslendingar tækjum þátt í, væri að jarðefnaeldsneyti heimsins færi nú að þverra og aðalatriðið væri því ekki hlýnun lofthjúpsins heldur alvarlegri ógn sem fælist í stjórnlausri sókn eftir orku sem væri takmörkuð auðlind.

Í stað þess að treina þessa auðlind og vinna tíma fyrir nýjar lausnir stefnir mannkynið nú rakleiðis með þessi mál í þrot. Jarðefnabrennsluöld mannkyns stefnir í að vera aðeins um 250 ár, og þar af verður olíuöldin vart mikið lengri en 150 ár og síðari hluti hennar sársaukafull hnignun.

Stórfróðleg og góð heimidarmynd um þetta var sýnd í Sjónvarpinu í kvöld á tíma, þegar flestir eru farnir að sofa. Það ber að þakka Sjónvarpinu fyrir að sýna þessa mynd en var táknrænt, að jafn merkilegt viðfangsefni, sem mannkynið sefur frammi fyrir, skyldi vera á dagskrá á tíma þegar flestir eru sofandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ketill Sigurjónsson

Verðið á olíunni "treinar" hana sjálfkrafa. Hátt olíuverð mun hraða tilkomu nýrra orkugjafa:

http://askja.blog.is/blog/askja/entry/512672/

Kveðja,

Ketilll.

Ketill Sigurjónsson, 24.4.2008 kl. 09:37

2 identicon

Sæll Ómar og gleðilegt sumar...

Horfði á þessa mynd í gær- er enn hugsi yfir því sem þar kom fram.Þó helmingur væri dreginn af því er ljóst að núverandi lífsmáti okkar mun taka stórfelldum breytingum á næstu tveimur-þremur áratugum. Nú er að koma fram margt sem sagt var;s.s.hækkandi heimsmarkaðsverð á olíu, minni framleiðsla og meiri eftirspurn. Svo annar fylgifiskur...matvælaskorturinn og hækkandi verð á matvöru.Hrædd um að þessu verði illa snúið við.

Þakka þér fyrir góða pistla.

Guðrún 

Guðrún Garðarsd. (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 10:17

3 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Í þá gömlu góðu daga þegar lögreglan hrópaði "GAS GAS" út af olíuslagsmálum. Í framtíðinni mun lögreglan eða öllu heldur herinn skjóta orðalaust.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 24.4.2008 kl. 12:23

4 identicon

Ekki slæm mynd en það þarf að passa sig á mörgum "heimildarmyndunum," því pólitíkin er allsráðandi.

Það er lítilega talað um Venezuela en þó vantaði mikið upp á, þetta hafa greinilega verið gömul viðtöl. Í dag er talið að þar finnist álíka mikil olía og er til í miðausturlöndum.

Það sama á við um Mexíkó-flóa, þar er talið að leynist meiri olía en er til í miðausturlöndum. Ég spái því hinsvegar að verði ekki gert opinbert fyrr en nýja Ameríkubandalagið er komið á fót.

Það er vitað um mikla olíu í Alaska, ég veit ekki hversu mikla. 

Rússarnir vita af olíulindum í hafinu allt í kring um Rússland og stefnir allt í olíveldi mikið þar.

Það eru nokkur lönd í Afríku sem eiga miklar olíulindir sem eru lítið kannaðar, aðalega norðurhluti Afríku, svo sem Nigería og Súdan(Darfur) og einhver lönd þar í kring. 

Þessi heimildarmynd var mjög einhliða, kannski meira "propoganda" en heimildarmynd.

ÞAð þýðir víst lítið að tjá sig um hin nýju trúarbrögð hnattrænar hlýnunar, en kannski væri allt í lagi að kíkja á þau gögn sem "trúvillumennirnir" hafa undir höndum....... 

Það er engin tilviljun að heimildarmyndir sem þessar og svo "global warming" já-kórinn hjálpa til við að halda uppi verðinu á olíu, alveg eins og olíufyrirtækin vilja. Það eru nú engin smávægileg völd sem þessi fyrirtæki hafa, með öllum peningunum.

Símon (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 18:29

5 identicon

Ég sá því miður ekki þessa heimildamynd. Ég held að það sé nokkuð langt í það að síðasti olíudropinn verði kreistur úr jörðinni. Það sem er hinsvegar ljóst er að tími ódýrrar olíu er liðinn. Nýjar lindir finnast reglulega en þær verða sífellt erfiðari og dýrari í vinnslu og það mun ganga sífellt erfiðlegar að halda framleiðslunni uppi á sama hraða. Samtímis eykst eftirspurnin gríðarlega í Kína, Indlandi og víðar. Í framleiðslunni á unnum olíuafurðum eins og bensíni og díselolíu er svo annar flöskuháls þegar kemur að framleiðslugetu olíuhreinsunarstöðva. Þessar fremur ógeðfelldu risaverksmiðjur ráða ekki við eftirspurnina í dag og það er orðið fullkomnlega ómögulegt að reisa nýjar stöðvar á vesturlöndum (sem skýrir áhuga Rússa á að tortíma Vestfjörðum í þessu skyni).

Gott og vel ef menn vilja ekki leggja trúnað á kenningar um hlýnun lofthjúpsins af mannavöldum. Það eru góðar og gildar efnahagslegar ástæður til þess að þróa og innleiða nýja orkugjafa.

Bjarki (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 19:19

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Nákvæmlega sömu ástæður, þ.e. þverrandi olía og mikil eftirspurn voru hafðar fyrir olíukreppunni miklu 1976. Þá var sagt að olíulindirnar dygðu í örfáa áratugi.

Gunnar Th. Gunnarsson, 24.4.2008 kl. 20:49

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Samkvæmt úttekt virtra tímarita á borð við Economist er það rétt sem kom fram í myndinni í gærkvöldi að miðausturlönd með Saudi-Arabíu efsta á blaði eru enn með langbestu olíulindirnar en lönd eins og Rússland, Alaska og Brasiliía koma langt þar á eftir.

Tölurnar frá Kína eru ógnvænlegar. Kínverjar verða innan nokkurra ára mesta bílaframleiðsluþjóð heims og eru þegar með næst stærsta bílamarkaðinn. Aukningin er 10-25% á ári. Bandaríkjamenn nota 25% af olíu heimsins en ef Kínverjar komast á sama nýtingarstig fyrir hvern íbúa dygði öll heimsframleiðslan ekki fyrir þá eina.

Tölurnar um orkunotkun og útblástur eru enn á uppleið. Hjá okkur Íslendingum stefna þær til dæmis hraðar upp á við en búist var við, enda þarf ekki annað en að sjá pallbílaflotann á götunum til að átta sig á því.

Í fornöld var þetta táknað með orðunum mene mene tekel, "skriftin á veggnum."

Ómar Ragnarsson, 25.4.2008 kl. 00:13

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þegar ég var krakki heyrði ég að Kínverjar skeindu sér ekki með klósettpappír, slíkt þekktist ekki þar. En ef þeir myndu gera það, þá myndi það ganga fljótlega frá regnskógunum  Sel það ekki dýrara en ég keypti það.

Gunnar Th. Gunnarsson, 25.4.2008 kl. 00:24

9 identicon

Ómar! Hvernig finnst þér fréttamennskan vera svona almennt í heiminum? Fer mikið fyrir alvöru rannsóknarblaðamennsku í heiminum í dag? Virtir vísindamenn eru útskúfaðir fyrir að fylgja ekki þeim skoðunum er koma fram í helstu fjölmiðlum....

Virt tímarit eins og hvað? Virt tímarit og sjónvarpstöðvar segja bara það sem eigendur þeirra vilja. Hagkerfi okkar heimshluta er drifið áfram af olíu, og því eru engin smávegis völd sem þessi olíufyrirtæki hafa. Til þess að halda uppi olíuverði þarf að þagga niður allt tal um nýjar olíulindir, alveg eins og það þarf að viðhalda skorti á hreinsunarstöðvum.

Ég las mikið um þetta "peak oil" dæmi á sínum tíma og trúði því. Fór að athuga málið betur eftir að hafa kynnst olíujarðfræðing frá Rússlandi sem talaði um olíulindir í sjónum. 

Virt tímarit eru troðfull af kjaftaði til þess að villa fyrir sauðsvörtum almúganum.

Það sem var rétt í þessari mynd er það að olían veldur stríðum, en það var hinsvegar lítið rætt um það. Dollarinn hafði lengi þá sérstöðu að alla olíu þurfti að versla fyrir dollara, samkvæmt alþjóðlegum samning frá 1945(að mig minnir) sem heitir Bretton Woods,og því var dollarinn varagjaldeyrisforði nr 1 lengi vel. Á síðustu árum hefur þessum samningi verið ógnað af þremur löndum, Saddam Hussein byrjaði á því í írak og svo fylgdu eftir Hugo Chavez í Venezuela og svo (gettu þrisvar) íran. Saddam karlinn komst nú ekki upp með þetta lengi og hinir tveir karlarnir (hugo og amanjed í Íran) hafa verið útmálaðir sem hryðjuverkamenn í vestrænum fjölmiðlum upp á síðkastið.......

Flettu upp "iran oil bursary" á google  

Kær kveðja  

Símon (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 17:45

10 identicon

Bandaríska Jarðfræðistofnunin (U.S. Geology Survey www.usgs.gov) tilkynnti fyrir tveimur vikum um nýjar olíulindir (sem hafa þó verið vel þekktar lengi) í Norður Dakóta og Montana á svæði sem kallast Bakken.  Stofnunin metur að á Bakken svæðinu verði hægt að fá 3 - 4 milljarð fata af olíu með núverandi tækni.  Sjá nánar: http://www.usgs.gov/newsroom/article.asp?ID=1911

Þetta er einn mesti olíufundur í Bandaríkjunum í langan tíma.  Sumir sérfræðingar telja hins vegar að með nýrri tækni á sviði láréttrar borunar verði jafnvel hægt að vinna 200 - 500 milljarða fata af olíu á Bakken svæðinu og það á mun lægra verði Bandaríkjamenn þurfa nú að flytja inn.   http://www.nextenergynews.com/news1/next-energy-news2.13s.html

Ef þetta reynist rétt, að hægt verði að vinna 200 milljaðra fata á Bakken svæðinu með nýrri tækni, verða Bandaríkjamenn óháðir olíuinnflutningi 3 - 4 áratugi miða við núverandi innflutning sem er um 15 milljón föt af olíu á dag og að núverandi framleiðsla haldist óbreytt.

Geir Guðmundsson (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 18:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband