25.4.2008 | 00:31
Endalaus Ást.
Í kvöld var síðasta sýningin og sú 85. og síðasta á söngleiknum Ást í Borgarleikhúsinu fyrir fullum sal. Nú fer Pálmi Sigurhjartarson, tónlistarstjóri sýningarinnar, til London til að stjórna tónlistinni í söngleiknum þar, sem verður frumsýndur 2.júní. Þess vegna stóð til að hætta hér heima í kvöld.
En síminn hefur ekki stoppað síðustu daga í miðasölunni og því tilkynntu forráðamenn leikhússins okkur eftir sýningu í kvöld að reynt yrði að hafa tvær aukasýningar í maí. Pálmi mun þá væntanlega fljúga heim og til baka fyrir þær sýningar.
Það hefur verið mjög gefandi að fá að taka þátt í þessari sýningu ásamt leikhúsgestum, sem hafa tekið henni afar vel. Sýningar á Ást hafa oft verið sömu kvöldin og hin frábæra sýning Ladda, sem líka stefnir upp undir 100 sýningar og ekki ónýtt að vinna í slíku leikhúsi.
Athugasemdir
Stórkostleg sýning, segir svo margt og gefur svo mikið. Ég vann á öldrunarheimili og kannaðist vel við aðstæður. Grét og hló - eins og leikhús gerist best.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 25.4.2008 kl. 00:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.