Óeirðavaldurinn íslenska krónan.

Fróðlegt væri að kafa ofan í undirliggjandi ástæður mótmæla vörubílstjóra. Þeir eru verktakar sem hafa boðið í flutninga í krónutölu og verða síðan fyrir því að krónan kolfellur um leið og eldsneytisverð hækkar í heiminum. Á meðan þeir eru bundnir við tilboð sín lepja þeir dauðann úr skel. Áhrif olíuverðhækkananna verða miklu meiri hér en í Evrópulöndum, því þegar evran styrkist miðað við dollar verða verðhækkanirnar minni í Evrópu en hér. Fall krónunnar ýtti hins vegar undir áhrif hækkunar eldsneytisverðsins hér.

En vöruflutningabílstjórar eru ekki þeir einu sem hafa lent í svona hremmingum og vandséð er hvernig hægt er að vísa kostnaðinum eða hluta hans á ríkissjóð. Tilvist íslensku krónunnar og efnahagsstjórnin er hins vegar á forræði ríkisvaldsins og Seðlabankans og þar liggur hundurinn grafinn.

Afar fróðleg skoðanskipti hafa farið fram í Morgunblaðinu milli gömlu vinanna og bekkjarfélaganna Styrmis Gunnarssonar og Jóns Baldvins Hannibalssonar. Grein Jóns Baldvins er frábær lesning enda er hann ekki aðeins einhver sjóaðasti og færasti sérfræðingur okkar á þessu sviði heldur virðist honum flestum öðrum frekar vera kleift að skoða hlutina upp á nýtt og vera ekki fastur í margra áratuga gömlu fari.

Þessu kynntist ég vel þegar hann lét til sín taka í umhverfismálaumræðunni í fyrravor. Að mínum dómi flutti hann í Bæjarbíói í Hafnarfirði bestu ræðuna sem flutt var það vor um virkjana- og stóriðjumál.

Á þessari æskudýrkunaröld eru menn á aldur við Jón Baldvin því miður afskrifaðir og gildir einu þótt hugurinn, fjörið, andinn, þekkingin og rökfestan taki fram því sem þekkist hjá 20 árum yngri mönnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll; Ómar !

O jæja; jæja. Jón Baldvin Hannibalsson laug því blákalt, að okkur 1988/1989 (afsakaðu skammtímaminni mitt, fremur bjagað Ómar), ásamt Þorsteini Pálssyni, þáverandi félaga sínum, í ríkis''stjórn'', að Bifreiðagjöld, einn þekktasti illyrmaskattur seinni tíma, yrði tímabundinn, eða til 1 - 1 1/2 árs, í mesta lagi.

Auk þess; munum við Ómar, vélabrögð þessa manns, gagnvart fullveldi okkar, allt til þessa dags, s.s., EES hörmungina, m.a.

Hugði; að hann hefði; einmitt, lært af langri reynslu, hvað þjóðinni væri fyrir beztu. Því fer víðs fjarri, Ómar minn. A.m.k., treysti ég ekki þessum krata skolla, fyrir nokkrum hlut - kötturinn minn (á 10. ári), sofandi 22 - 23 tíma sólarhrings er mun trúverðugri, til afreka.

Með beztu kveðjum, sem fyrr / Óskar Helgi Helgason

    

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 01:08

2 identicon

Skipulag mótmæla vörubílsstjóra hafa ekki verið góð, þeir hafa ekki komið kröfum sínum skilmerkilega fram í fjölmiðlum og útskýrt stöðu sína. Það hefur ekki komið nákvæm útlistun hvað þeir vilja nákvæmlega og hvað sé vandamálið (í ítarlegum hætti). Þeir fá minni samúð ef þeir ná ekki að sannfæra almenning og stjórnvöld um málstað sinn, við höfum nefnilega ekki fengið að "kafa" nóg í þeirra aðstæður. Slæm skipulagning frá byrjun.

ari (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 01:13

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sínum augum lítur hver silfrið. Mér fannst ræða JBH vera eintómir frasar, innihaldsrýrir, svona eins og þeir verða gjarnan þegar þeir eru notaðir í belg og biðu.

Morfís krakkarnir gætu etv. verið stolt af svona ræðumennsku, en þau þurfa líka oft að tala um eitthvert óttalegt bull sem þau hafa litla sannfæringu fyrir.

Gunnar Th. Gunnarsson, 25.4.2008 kl. 01:51

4 identicon

                               HEIMSYFIRLÝSING

UM

MANNRÉTTINDI

,,Heimsyfirlýsing um mannréttindi var samþykkt og birt á þriðja allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 10. desember 1948. Yfirlýsingin var samþykkt með 48 atkvæðum, ekkert land greiddi atkvæði á móti en 8 lönd sátu hjá.

Strax eftir þennan sögulega viðburð fór allsherjarþingið þess á leit við aðildarríkin, að þau birtu yfirlýsingunni í heild. Auk þess áttu þau>> að sjá til þess,að henni yrði dreift og hún lögð fram, lesin og útskýrð sérstaklega í skólum og öðrum menntastofnunum án tillits til pólitískra aðstæðna á Hverjum stað<<.

Opinber texti yfirlýsingarinnar er á þeim sex málum, sem Sameinuðu þjóðirnar nota opinberlega: arabísku, ensku, frönsku, kínversku, rússnesku og spönsku. Þar að auki hafa mörg aðildarríkjanna orðið við beiðni allsherjarþingsins og þýtt yfirlýsingunni á þeirra eigið mál. Þýðingin á íslensku er gerð að tilhlutun íslenska utanríkisráðuneytisins.

Inngangsorð

Það ber að viðurkenna, að hver maður sé jafnborinn til virðingar og réttinda, er eigi verði af honum tekin, og er þetta undirstaða frelsis, réttlætis og friðar í heiminum.

Hafi mannréttindi verið fyrir borð borin og lítilsvirt, hefur slíkt haft í för með sér siðlausar athafnir, er ofboðið hafa samvizku mannkynsins, enda hefur því verið yfir lýst, að æðsta markmið almennings um heim allan sé að skapa veröld, þar sem menn fái notið málfrelsis, trúfrelsis og óttaleysis um einkalíf og afkomu.

Mannréttindi á að vernda með lögum. Að öðrum kosti hljóta menn að grípa til þess örþrifaráðs að rísa upp gegn kúgun og ofbeldi.

Það er mikilsvert að efla vinsamleg samskipti þjóða í milli. Í stofnskrá sinni hafa Sameinuðu þjóðirnar lýst yfir trú sinni á grundvallaratriði mannréttinda á göfgi og gildi mannsins og jafnrétti karla og kverma enda munu þær beita sér fyrir félagslegum framförum og betri lífsafkomu með auknu frelsi manna.

Aðildarríkin hafa bundizt samtökum um að efla almenna virðingu fyrir og gæzlu hinna mikilsverðustu mannréttinda í samráði við Sameinuðu Þjóðirnar.

Til þess að slík samtök megi sem bezt takast, er það ákaflega mikilvægt,að almennur skilningur verði vakinn á eðli slíkra réttinda og frjálsræðis.

Fyrir því hefur allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna fallizt á mannréttindayfirlýsingu þá, sem hér með er birt öllum Þjáðum og ríkjum til fyrirmyndar. Skulu einstaklingar og yfirvöld jafnan hafa yfirlýsingu þessa í huga og kappkosta með fræðslu og uppeldi að efla virðingu fyrir réttindum þeim og frjálsræði sem hér er að stefnt. Ber og hverjum einum að stuðla að þeim framförum, innan ríkis og ríkja í milli, er að markmiðum yfirlýsingarinnar stefna tryggja almenna og virka viðurkenningu á grundvallaratriðum hennar og sjá um, að þau verði í heiðri höfð bæði meðal þjóða aðildarríkjanna sjálfra og meðal þjóða á landsvæðum þeim, er hlíta lögsögu aðildarríkja.

1. grein.

Hver maður er borinn frjáls og jafn öðrum að virðingu og réttindum. Menn eru gæddir vitsmunum og samvizku, og ber þeim að breyta bróðurlega hverjum við annan.

2. grein.

1) Hver maður skal eiga kröfu á réttindum þeim og því frjálsræði, sem fólgin eru í yfirlýsingu þessari, og skal þar engan greinarmun gera vegna kynþáttar, litarháttar, kynferðis, tungu, trúar, stjórnmálaskoðana eða annarra skoðana, þjóðernis, uppruna, eigna, ætternis eða annarra aðstæðna.

2) Eigi má heldur gera greinarmun á mönnum fyrir sakir stjórnskipulags lands þeirra eða landsvæðis, þjóðréttarstöðu þess eða lögsögu yfir því, hvort sem, landið er sjálfstætt ríki umráðasvæði, sjálfstjórnarlaust eða á annan hátt háð takmörkunum á fullveldi sínu.

3. grein.

Allir menn eiga rétt til lífs, frelsis og mannhelgi.

4. grein.

Engan mann skal hneppa í þrældóm né nauðungarvinnu. Þrælahald og þrælaverzlun, hverju nafni sem nefnist, skulu bönnuð.

5. grein

Enginn maður skal sæta pyndingum, grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu.

6. grein.

Allir menn skulu, hvar í heimi sem er, eiga kröfu á að vera viðurkenndir aðilar að lögum.

7. grein.

Allir menn skulu jafnir fyrir lögunum og eiga rétt á jafnri vernd þeirra, án manngreinarálits. Ber öllum mönnum réttur til verndar gegn hvers konar misrétti sem í bága brýtur við yfirlýsingu þessa, svo og gagnvart hvers konar áróðri til þess að skapa slíkt misrétti.

8. grein.

Nú sætir einhver maður meðferð, er brýtur í bága við grundvallarréttindi þau, sem tryggð eru í stjórnarskrá og lögum og skal hann þá eiga athvarf á dómstólum landsins til þess að fá hlut sinn réttan.

9. grein.

Ekki má eftir geðþótta taka menn fasta, hneppa þá í fangelsi eða varðhald né gera útlæga.

10. grein.

Nú leikur vafi á um réttindi þegns og skyldur, eða hann er borinn sökum um glæpsamlegt athæfi, og skal hann þá njóta fulls jafnréttis við aðra menn um réttláta opinbera rannsókn fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstóli.

11. grein.

1) Hvern þann mann, sem borinn er sökum fyrir refsivert athæfi, skal telja saklausan, unz sök hans er sönnuð lögfullri sönnun fyrir opinberum dómstóli, enda hafi tryggilega verið búið um vörn sakbornings

2) Engan skal telja sekan til refsingar, nema verknaður sá eða aðgerðaleysi, sem hann er borinn, varði refsingu að landslögum eða þjóðarétti á þeim tíma, er máli skiptir. Eigi má heldur dæma hann til þyngri refsingar en þeirrar, sem að lögum var leyfð, þegar verknaðurinn var framinn.

12. grein.

Eigi má eftir geðþótta raska heimilisfriði nokkurs manns, hnýsast í einkamál hans eða bréf, vanvirða hann eða spilla mannorði hans. Ber hverjum manni lagavernd gagnvart slíkum afskiptum eða árásum.

13. grein.

1) Frjálsir skulu menn vera ferða sinna og dvalar innan landamæra hvers ríkis.

2) Rétt skal mönnum vera að fara af landi burt, hvort sem

er af sínu landi eða öðru, og eiga afturkvæmt til heimalands síns.

14. grein.

1) Rétt skal mönnum vera að leita og njóta griðlands erlendis gegn ofsóknum.

2) Enginn má þó skírskota til slíkra réttinda, sem lögsóttur er með réttu fyrir ópólitísk afbrot eða atferli, er brýtur í bága við markmið og grundvallarreglur Sameinuðu þjóðanna.

15. grein.

1) Allir menn hafa rétt til rikisfangs.

2) Engan mann má eftir geðþótta svipta ríkisfangi né rétti til þess að skipta um ríkisfang.

16. grein.

1) Konum og körlum, sem hafa aldur til þess að lögum, skal heimilt að stofna til hjúskapar og fjölskyldu, án tillits til kynþáttar, þjóðernis eða trúarbragða. Þau skulu njóta jafnréttis um stofnun og slit hjúskapar, svo og í hjónabandinu.

2) Eigi má hjúskap binda, nema bæði hjónaefni samþykki fúsum vilja.

3) Fjölskyldan er í eðli sínu frumeining þjóðfélagsins, og ber þjóðfélagi og ríki að vernda hana.

17. grein.

1) Hverjum manni skal heimilt að eiga eignir, einum sér eða í félagi við aðra.

2) Engan má eftir geðþótta svipta eign sinni.

18. grein.

Allir menn skulu frjálsir hugsana sinna, sannfæringar og trúar. Í þessu felst frjálsræði til að skipta um trú eða játningu og enn fremur til að láta í ljós trú sína eða játningu, einir sér eða í félagi við aðra, opinberlega eða einslega, með kennslu, tilbeiðslu, guðsþjónustum og helgihaldi.

19. grein.

Hver maður skal frjáls skoðana sinna og að því að láta þær í ljós. Felur slíkt frjálsræði í sér réttindi til þess að leita, taka við og dreifa vitneskju og hugmyndum með hverjum hætti sem vera skal og án tillits til landamæra.

20. grein.

1) Hverjum manni skal frjálst að eiga þátt i friðsamlegum fundahöldum og félagsskap.

2) Engan mann má neyða til að vera í félagi.

21. grein.

1) Hverjum manni er heimilt að taka þátt í stjórn lands síns, beinlínis eða með því að kjósa til þess fulltrúa frjálsum kosningum.

2) Hver maður á jafnan rétt til þess að gegna opinberum störfum í landi sínu.

3) Vilji þjóðarinnar skal vera grundvöllur að valdi ríkisstjórnar. Skal hann látinn í ljós með reglubundnum, óháðum og almennum kosningum, enda sé kosningarréttur jafn og leynileg atkvæðagreiðsla viðhöfð eða jafngildi hennar að frjálsræði.

22. grein.

Hver þjóðfélagsþegn skal fyrir atbeina hins opinbera eða alþjóðasamtaka og í samræmi við skipulag og efnahag hvers ríkis eiga kröfu á félagslegu öryggi og þeim efnahagslegum, félagslegum og menningarlegum réttindum, sem honum eru nauðsynleg til þess að virðing hans og þroski fái notið sín.

23. grein.

1) Hver maður á rétt á atvinnu að frjálsu vali, á réttlátum og hagkvæmum vinnuskilyrðum og á vernd gegn atvinnuleysi.

2) Hverjum manni ber sama greiðsla fyrir sama verk, án manngreinarálits.

3) Allir menn, sem vinnu stunda, skulu bera úr býtum réttlátt og hagstætt endurgjald, er tryggi þeim og fjölskyldum þeirra mannsæm lífskjör. Þeim ber og önnur félagsleg vernd, ef þörf krefur.

4) Hver maður má stofna til stéttarsamtaka og ganga í þau til verndar hagsmunum sínum.

24. grein.

Hverjum manni ber réttur til hvíldar og tómstunda, og telst þar til hæfileg takmörkun vinnutíma og reglubundið orlof að óskertum launum.

25. grein.

1) Hver maður á kröfu til lífskjara, sem nauðsynleg eru til verndar heilsu og vellíðan hans sjálfs og fjölskyldu hans. Telst þar til matur, klæðnaður húsnæði, læknishjálp og nauðsynleg félagshjálp, svo og réttindi til öryggis gegn atvinnuleysi, veikindum, örorku, fyrirvinnumissi, elli eða öðrum áföllum, sem skorti valda og hann getur ekki við gert.

2) Mæðrum og börnum ber sérstök vernd og aðstoð. Öll börn, skilgetin sem óskilgetin, skulu njóta sömu félagsverndar.

26. grein.

1) Hver maður á rétt til menntunar. Skal hún veitt ókeypis, að minnsta kosti barnafræðsla og undirstöðumenntun. Börn skulu vera skólaskyld. Iðnaðar- og verknám skal öllum standa til boða og æðri menntun vera öllum jafnfrjáls, þeim er hæfileika hafa til að njóta hennar.

2) Menntun skal beina í þá átt að þroska persónuleika einstaklinganna og innræta þeim virðingu fyrir mannréttindum og mannhelgi. Hún skal miða að því að efla skilning, umburðarlyndi og vináttu meðal allra þjóða, kynþátta og trúarflokka og að efla starf Sameinuðu þjóðanna í þágu friðarins.

3) Foreldrar skulu fremur öðrum ráða, hverrar menntunar börn þeirra skuli njóta.

27. grein.

1) Hverjum manni ber réttur til þess að taka frjálsan þátt í menningarlífi þjóðfélagsins, njóta lista, eiga þátt í framförum á sviði vísinda og verða aðnjótandi þeirra gæða, er af þeim leiðir.

2) Hver maður skal njóta lögverndar þeirra hagsmuna, í andlegum og efnalegum skilningi, er leiðir af vísindaverki, ritverki eða listaverki, sem hann er höfundur að, hverju nafni sem nefnist.

28. grein.

Hverjum manni ber réttur til þess þjóðfélags- og milliþjóðaskipulags, er virði og framkvæmi að fullu mannréttindi þau, sem í yfirlýsingu þessari eru upp talin.

29. grein.

1) Hver maður hefur skyldur við þjóðfélagið, enda getur það eitt tryggt fullan og frjálsan persónuþroska einstaklingsins.

2) Þjóðfélagsþegnar skulu um réttindi og frjálsræði háðir þeim takmörkunum einum, sem settar eru með lögum í því skyni að tryggja viðurkenningu á og virðingu fyrir frelsi og réttindum annarra og til þess að fullnægja réttlátum kröfum um siðgæði, reglu og velferð almennings í lýðfrjálsu þjóðfélagi.

3) Þessi mannréttindi má aldrei framkvæma svo, að í bága fari við markmið og grundvallarreglur Sameinuðu þjóðanna.

30. grein.

Ekkert atriði þessarar yfirlýsingar má túlka á þann veg, að nokkru ríki, flokki manna eða einstaklingi sé heimilt að aðhafast nokkuð það, er stefni að því að gera að engu nokkur þeirra mannréttinda, sem hér hafa verið upp talin.&#39;&#39;

Universal Declaration of Human Rights (Icelandic)

DPI/15 UNIC Copenhagen&#39;&#39;

Leyfði mér að setja þessa yfirlýsingu hérna inn að gefnu tilefni. Orð eru til alls fyrst. 

Baldvin Nielsen,Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 08:54

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það sem mér finnst merkilegast við grein Jóns Baldvins er lýsing og greining hans á því hvernig efnahagsstjórn síðustu sex ára hefur leikið krónuna og hvernig sífelld hækkun stýrivaxta hefur valdið því að eigendur erlendra vogunarsjóða hafa ráð þjóðarinnar í hendi sér með því að veifa yfir henni 800 milljarða sverði.

Með því að gefa þessum fjárfestum á annað hundrað milljarða króna hagnað á ári eða jafnvel meira og láta þá standa yfir okkur eins og menn með byssur höfum við í raun afsalað okkur miklum réttindum.

Við erum komin í öngstræti þar sem ekki er hægt að snúa til baka, getum ekki notað stýrivaxtalækkun til að draga úr áhrifum kreppunnar eins og erlendir seðlabankar gera.

Ómar Ragnarsson, 25.4.2008 kl. 09:40

6 identicon

100% sammála Ómar að við erum komin í öngstræti. Þegar grant er skoðað er EES samningurinn lykilinn að svo sé. Það var framboð sem bauð fram fyrir alþingiskosningarnar 1991 sem sem hétu Heimastjórnarsamtökin. Þetta framboð m.a. var sérstaklega komið á koppinn til að berjast fyrir því að Íslendingar afsöluðu sér ekki fullveldinu með því að skrifa undir slíkan samning sem þá lág í loftinu. Undirritaður fékk þann heiður að vera í framboði fyrir þetta framboð í Reykjaneskjördæminu sem þá var. Heimastjórnarsamstökin fengu 0,3% á landsvísu í þessum kosningum og í framhaldinu varð Jón Baldvin utanríkisráðherra og varð svo frægur fyrir sín fleygu orð eftir hann skrifaði undir EES samningin ,,Við fengum allt fyrir ekkert&#39;&#39; Núna í dag er komið að skuldadögunum og vegna getuleysis okkar til að standa skil á þeim er hætt við að við Íslendingar verðum dæmdir inn í Evrópusambandið (ESB) því miður. Ég er þess fullviss í dag að þetta er eitt af framsýnustu framboðum Íslandssögunar sem hafa litið dagsins ljós.

Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ 

B.N. (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 10:28

7 identicon

Heill og sæll; á ný, Ómar og aðrir skrifarar !

Tómas Örn ! Rof; á tiltölulega kyrrlátu samfélagi, meðfram opnun á fjárplógsstarfsemi frjálshyggju kapítalista.

Jafnframt; stóraukin undiralda hóps manna hér, hver vilja ganga Ný-nazista veldinu, suður á Brussel völlum, á hönd, og kasta þar með, á glæ, nýendurheimtu sjálfstæði okkar (mundu, 1262 - 1944, Tómas).

Það er okkar sjálfra, að taka til, í okkar garði. Þurfum ekki þýzku rummungana til þess. 

Hygg; að tæpast þurfi að hafa fleirri orð, þar um, Tómas minn.

Með beztu kveðjum, á ný / Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 13:33

8 identicon

Ég er nú sammála Gunnari að mér finnst JBH oft hálfgeður bullukollur og fullur af tilbúnum frösum en mér finnst stundum sannast á honum máltækið að &#147;oft ratast kjöftugum satt á munn&#148;, held samt þetta sé besti kall í sjálfu sér.   En eitt er víst að hið svokallaða bifreiðagjald (tímabundna) er einhver óréttlátasti skattur sem er á landinu, hvaða réttlæti er í því að borga sömu upphæð í skatt af verðlitlum 17 ára gömlum bíl og af t.d. nýjum 14 milljón króna jeppa, ekki eftir notkun eða verðmæti.  Þeir eru jafn þungir á bílastæðinu. Hvað varðar evruna þá held ég þetta sé spurning um hvenær en ekki hvort og mér finnst það ansi hart að árum saman hefur ekki mátt ræða þetta mál í alvöru.  Ef við undurbúum málið og sækjum um aðild kemur í ljós hvaða kjör við fáum og ef það er ekki ásættnalegt þá má fresta málinu. Þetta er langur formáli að mótmælum vörubílstjóra og eftir að hafa hlusta á Sturlu forsvarsmann þeirra í kastljósinu þá skil ég betur af hverju ekkert gengur og ég vorkenni vörubílstjórum að hafa slíkan talsmann.   Það var raunar ljóst eftir greinina sem hann skrifaði í eitt dagblaðið en þar kom fram að hann hefur ekki skilið þær reglur sem gilda um hvíldartíma og það er auðvitað mjög slæmt.   

Ef almenningur hefur einhverntíma haft samúð með þeim þá held ég að það sé löngu liðið.  Það er hlutverk lögreglunnar að koma í veg fyrir lögbrot og halda uppi almannareglu en það virðist vera í gangi sú skoðun að það megi allir ráðast að lögreglunni í orði og í verki og er skemmst að minnast sýknudóms yfir erlendum glæpamönnum sem réðust á lögreglumenn að störfum.  Það verður fróðlegt að sjá hvernig dómarar líta á grjótkast að lögreglunni sem hefði getað leitt til örkumla eða dauða og eins hvernig þeim líst á það þegar lögregluþjónn er barinn í andlitið.  Ætli þeir segi ekki að þetta hafi verið óvart. Hvað varðar atburðina við Rauðavatn þá voru það einfaldlega skrílslæti.

Varðandi Káranhjúkavirkjun held ég við Ómar séum sammála og höfum alltaf verið það.  Það var líka skríll sem eyðilagði bíl hans af því þeir höfu engin rök í deilunni.

Hjálmtýr Guðmundsson (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 13:56

9 identicon

fallega og góða, graða sem vill mikið&#148; sagði úlfurinn og glennti upp hið ógurlega gin og óð að henni til þess að gleypa hana í sig. Nokkru á eftir klofnaði jörðin fyrir fótum hans og upp kom svartflekkóttur köttur með úfið hár og emjaði ofboðslega.
Elti hann úlfinn og kvaldi hann án afláts.
......
Kapítalisminn er ægileg ófreskja, það vitum við og höfum lengi vitað. Og þá alveg sérstaklega &#132;síðkapítalisminn&#147; sem sumir hafa miklar áhyggjur af, jafnvel mun meiri áhyggjur en af &#132;síðkommúnismanum&#147; sem þeir tala af einhverjum sökum minna um. Kapítalisminn breytir þrælum sínum í litlar ófreskjur, villidýr, fáguð á ytra borði, en undir niðri eigingjörn og ófyrirleitin, gráðug og grimm. Villidýr sem hugsa um það eitt að græða sem mest og hafa það sjálf best.
Í heimi þessara villidýra eru peningar og kynlíf það sem mestu skiptir. Peningar veita völd, kynlífið ánægju; í raun og veru þarf maður ekkert annað til að eiga góða daga. Endalausa peninga, endalaust sex. Sannir síðkapítalistískir nútímamenn hlusta ekki á gamaldags raus um að góð tengsl við aðra menn eða þekking á sjálfum sér séu einhver atriði í lífinu. Nei, nei, sannir síðkapítalistar hlusta alls ekki á predikanir, þeir hugsa um það eitt að lifa lífinu í botn á meðan það endist.

Útkoman verður að sjálfsögðu veröld á barmi brjálæðisins, ef ekki veröld sem er endanlega farin yfrum. Fólk sem líkist fremur geggjuðum vampýrum en eðlilegum manneskjum. Fólk sem dýrkar fegurð yfirborðsins, af því að það er sú fegurð ein sem selur. Og ef þú hættir að geta selt, ertu búinn að vera. Rétt eins og Willy Loman í hinu fræga leikriti Millers um dauða sölumannsins. Það hjálpar manni enginn, ef maður gerir það ekki sjálfur. Samkeppnin er án minnstu miskunnar; ef þú stendur þig ekki í henni ertu ósköp einfaldlega troðinn undir. Og þú mátt bóka að öllum stendur nákvæmlega á sama &#150; á sama hátt og þér er sjálfum sama um hina sem troðast undir

Ævar oddur Honkanen (IP-tala skráð) 26.4.2008 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband