30.4.2008 | 04:23
Ekki sjálfsagt mál.
Ef forsendur og útkoma könnunar á fjölmiðlafrelsi í mismunandi löndum standast getum við Íslendingar þakkað okkar sæla fyrir hana. Það leiðir hugann að því að fyrir fjórum árum gerði Davíð Oddsson hatramma atlögu að því ástandi sem nú ríkir í íslenskri fjölmiðlun. Þessari atlögu hans var sem betur fer hrundið.
Þetta ástand hefur ekki ríkt alla tíð. Davíð vildi vafalaust koma aftur á því ástandi sem ríkti nokkrum árum fyrr þegar Morgunblaðið og DV réðu ríkjum undir forystu afla, sem voru handgengin þáverandi ríkisstjórn.
Sagnfræðinga framtíðarinnar munu vafalaust undrast sá munur sem var á stjórnarháttum Davíðs sem borgarstjóra og forsætisráðherra á árunum 1982-1999 og síðan á tímabilinu 2000-2005. En sú dæmalausa 17 ára sigurganga hans á fyrra tímabilinu virtist verða honum um megn.
Þetta er þekkt fyrirbrigði. Völd spilla jafnvel afburðamönnum og það er ekki að ástæðulausu sem forseti Bandaríkjanna hverju sinni fær ekki að sitja nema í átta ár.
Mesta fjölmiðlafrelsið á Íslandi og Finnlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Auðvitað grín að þjóð eins og Ísland upp á 300.000 sálir sé miðað við land eins og tildæmis Ítalíu. Hvað þarf marga "mafíósa" á Íslandi til þess að við sláum þeim við miðað við fólksfjölda? Ísland er ekki land eins og önnur lýðræðisríki, meira fjölskyldufyrirtæki og sumir meira í fjölskyldunni.
Fáránlegt að hafa Ísland á þessum lista, ætti i mesta lagi að vera innan sviga, eða á lista yfir örþjóðir þar sem önnur lögmál gilda í fjölmiðlun.
Til dæmis, þú veist hver ég er og hvaða stöðu fjölskylda mín hefur í þessari fjölskyldu okkar, íslensku þjóðinni. Hræddur um að þegar íslenska þjóðin missir allt sitt úr landi, orkuna, fiskikvótann, verslunina, flutninga, fjölmiðla og núna réttarkerfið, að það renni upp fyrir okkur að 300.000 sálir komast fyrir í einu fátækrahverfi. Mínus auðvitað yfirstéttina sem mun búa í betra hverfi.
Það eina sem réttlætir sjálfstæði örþjóðar er að hún fari að lögum og sé réttarríki. Ef að hún gerir það ekki, hefur hún fyrirgert þeim rétti og getur ekki varið hann með hervaldi, Ísland ekki Norður Kórea með milljón manns undir vopnum.
Og nú er ég ekki að tala um réttarmorðið á fjölskyldu minni heldur kvótann sem er þegar dæmdur sem mannréttindabrot á alþjóðavettvangi. Hvað þolir íslenska þjóðin marga slíka dóma? Kv. Ingimundur Kjarval
Ingimundur Kjarval (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 11:36
Sömu lögmál í grundvallaratriðum gilda um stórar og litlar þjóðir, bæði varðandi hagfræði og fjölmiðla, og reyndar margt fleira.
Það er þverpólitískt álit allra íslensku stjórnmálaflokkanna að koma þurfi lögum yfir fjölmiðlun á Íslandi. Fyrst og fremst um eignarhaldið, en mönnum greinir á um útfærsluna í smáatriðum.
Gunnar Th. Gunnarsson, 1.5.2008 kl. 02:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.