Veldur hver á heldur.

Margar af merkustu uppgötvunum mannsins hafa falið í möguleika til góðra nota og illra. Eldurinn, púðrið, dínamitið, sprengihreyfillinn, skriðdrekinn, flugvélin, þotan, eldflaugin og kjarnorkan eru góð dæmi. Ófullkominn maðurinn hefur oft staðið álíka gagnvart þessu og barnið sem kemst yfir hníf, rakvélablað eða skæri í fyrsta sinn.

Ekki er við vísindamennina eða þá sem vildu nýta þessar uppgötvanir til góðs að sakast og Nobel, Oppenheimer og Hofman höfðu mikla andlega raun af því að sjá hvernig farið var með verk þeirra. Nobel reyndi friðþægingu verðlauna sinna og Oppenheimer kom sér í ónáð hjá ráðamönnum. Hofman grunaði ekki afleiðingar LSD-neyslu og hefði varla geta látið sig óra fyrir öllm þem órum og róti sem uppgötvun hans færði mannkyninu.

Til framtíðar verður "sýrð" tónlist sjöunda og áttunda áratugar síðustu aldar minnisvarði um tíma barnaskaparins varðandi LSD, sem glyttir víða í, oft í tvíræðum dulbúningi eins og nafni plötu Stuðmanna "Sumar á Sýrlandi."


mbl.is Maðurinn sem fann upp LSD látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Oppenheimer mátti nú vita af þessu.

Sýran, sem eiturlyf, er frekar ofmetin, held ég.  Ég er náttúrlega ekki að segja að allir eigi að taka sýru og hoppa svo upp í bíl - áhrifin eru bara ýkt.

LSD veldur ekki geðveiki - amk ekki til frambúðar - og ekki heldur sérlegu líkamstjóni - þó neytendur hafi átt til að fjarlægja af sér parta af og til.  (Að borða sveppinn sem inniheldur sýruna hinsvegar, það getur haft verulega slæmar afleiðingar.  Það stöff er eitur.)

Ásgrímur Hartmannsson, 30.4.2008 kl. 15:10

2 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Hofmann skrifaði reyndar bók um uppgötvun sína, þar sem það kemur fram að hann sá aldrei eftir þessu. Hún heitir LSD: My Problem Child, og hægt er að lesa hana á netinu.

Elías Halldór Ágústsson, 30.4.2008 kl. 15:19

3 identicon

Hvaða afleiðingar LSD ertu að tala um?

LSD (svo og virka efni töfrasveppana)var rannsakað sem lyf með góðum árangri áður enn það var bannað í USA.  Lyf gegn geðklofa, migreni, áfengissýki etc.....

Til eru dæmi um slæm eftirköst LSD, en þau eru mjög ýkt. Þetta eru dæmi um fólk sem tók jafnvel mörg hundruðfalda skammta, og það jafnvel samfleytt í nokkrar vikur.  En það var ma. leyniþjónusta USA, CIA, sem stóð fyrir tilraunum þar sem fólki var byrlað LSD. CIA gerði ma. tilraunir á eigin njósnurum, skólafólki, stjórnmálamönnum og svo bara almennum borgurum(brutu þar með stríðsglæpalög frá Nurenberg). Einn CIA starfsmaður (amk) lést eftir að hafa verið byrlað LSD í tilraunaskyni. Hann hét Frank Olson, og á að hafa stokkið út um glugga í New York....

Tilraun þessi hjá CIA hét MK ULTRA. Wikipedia-greinin er nokkuð góð. Í henni eru ýmsir menn nefndir, td. Frank Olson og svo Dr. Ewen Cameron sem var geðlæknir í Kanada er vann með CIA.  Til eru mjög svæsin dæmi þar sem þessar tilraunir fóru út í hreinar pyntingar á saklausu fólki, og voru tilraunir Dr. Cameron þar á meðal.

Athugaðu þessar greinar, flettu upp mk-ultra, ewen cameron og frank olson. Þetta hljómar svo brjálæðislega að auðvelt er að halda þetta bara eitthvert rugl.  En staðreyndirnar tala sýnu máli og eru mörg gögnin í dag opinber....

Stríð USA gegn "eiturlyfjum" gerir það að verkum að fjölmiðlar gleypa við eintómum áróðri  gegn hinum og þessum lyfjum, og eru lygarnar margar. Það er annsi langt gengið þegar rannsóknir á meintum "eiturlyjum" fá ekki aðgang að fjölmiðlum. Sem dæmi má nefna að rannsóknir á Cannabis hafa lengi sýnt fram á að jurtin getur unnið á mörgum kvillum, þar á meðal krabbameini (nýjasta rannsóknin fór fram í Barcelóna þar sem virka efnið í Cannabis (THC) var sprautað beint í krabbaæxli í rottum).

Það vantar fréttamenn sem eru til í að kynna sér málið á eigin vegum, hint hint nudge nudge.......

PS. Þegar rætt er um sýru má ekki gleyma því að mennirnir er uppgötvuðu DNA voru undir áhrifum LSD. 

Símon (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 20:12

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Mér þykir þið mæra "óhefðbundnu" vímuefnin helst til mikið. Vissulega er sumt ýkt um skaðsemi þeirra, eða öllu heldur einblínt á og magnaðir upp hlutir sem eiga ekki endilega við rök að styðjast.

Við vitum það að ekki verða allir háðir áfengi sem það smakka, en þó held ég að nokkuð margir séu háðir því án þess að gera sér grein fyrir því. Líf mjög stórs hóps fólks væri töluvert innihaldsríkara ef það léti þessi efni eiga sig.

Fylgikvillar vímuefnanotkunnar eru oft lúmskir og ekki endilega augljósir og þá er ég að sjálfsögðu ekki að tala um neytendur sem drekka sig og dópa til óbóta.

Gunnar Th. Gunnarsson, 1.5.2008 kl. 02:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband