Stefnuljósaleysi og öruggur hægagangur.

Um daginn þótti það tíðindum sæta að lögregla sektaði menn fyrir nota ekki stefnuljós,  nokkuð sem eldur töfum og vandræðum á hverjum degi, til dæmis á gatnamótum Grensásvegar og Fellsmúla-Skeifunnar. Líklega mun líð svo langt þar til þetta verður næst gert, að það teljist þá aftur til frétta, hvað þá að nokkur verði sektaður fyrir of hægan akstur.

Eitt sinn var ég farþegi í bíl á Hellisheiði, sem haldið var ásamt röð af bílum fyrir aftan fremsta bíl á um 70 kílómetra hraða við ágæt akstursskilyrði. Í hvert sinn sem bíllinn sem ég var í reyndi að komast fram úr þessum sleða, gaf hann í til þess að koma í veg fyrir framúrakstur og í lokin fór hann upp í 120 kílómetra hraða í þessu skyni!  

Allir þekkja viðbrögð margra íslenskra bílstjóra við því ef einhver reynir að skipta um akrein. Þá er gefið í til þess að koma í veg fyrir akreinaskipti!

Einnig fannst mér gaman að því þegar ungur maður sem ég þekki ók aftan á bíl sem beið eftir því að fara inn á aðalbraut en stöðvaði tvisvar og sagðist hafa það fyrir öyrggisreglu. Hann sagðist vera með viðurkenningu upp á 30 ára öruggan akstur en hins vegar væru aðrir sífellt að aka aftan á sig þegar hann stöðvaði í annað sinn til að vera öruggur um að aksturinn væri öruggur inn á aðalbrautina.

Alls höfðu sjö ökumenn ekið aftan á hann á nokkrum árum!  


mbl.is Sektaðir fyrir að keyra of hægt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Sæll Ómar og þakka þér fyrir síðast.

Þó svo aðalfundur Landverndar hafi þótt nokkuð rýr í roðinu að þessu sinni þá voru þarna tvö erindi sem athygli vöktu: Annars vegar varnaðarorð Stefáns Arnórssonar mikils reynslubolta í íslenskri jarðhitanýtingu en hann lýsti áhyggjum sínum yfir því að Íslendingar kynnu ekki að ráða ferðinni í orkumálum og vék hann sérstaklega að nýtingu jarðhita.

Hins vegar var erindi annars mikils reynslubolta Gísla Más Gíslasonar sem hóf mál sitt af tilefni um veg milli Þingvallarþjóðgarðs og Laugavatns en ýmsar hugmyndir hafa komið þar upp. Í erindi hans sagði hann frá upplýsingum varðandi fyrirhugaða veikingu nokkurra stíflna á Tungnár-Þjórsársvæðinu með því að beina gusunni í Þjórsárverin ef eldgos undir vestanverðum Vatnajökli myndi leiða til jökulvatnshlaups í vestur. Ljóst er að þessi hætta er fyrir hendi því ekki er víst að þær milljónir tonna jökulvatns komi endilega undan Skeiðarárjökli eða í Dyngjujökli eða Kverkfjöllum.

Þú nefnir aksturinn og hvimleiðar akstursvenjur sumra samborgara okkar. Skil þig vel. Eiginlega skil eg ekkert í þeim mikla sæg ökumanna sem enn aka á nöglunum. S.l. laugardag átti eg erindi á Laugaveginn og þar var þvílíkur fjöldi nagladekkjaökumanna á ferðinni að um tíma varð eg orðlaus. Kemur það ekki oft en þar sem um kjörið tækifæri var að skoða þetta mál nánar bloggaði eg smávegis um það. Væri fróðlegt að heyra þitt álit, sjá : http://mosi.blog.is/blog/mosi/entry/527863/

Varðandi notkun stefnuljósa þá sagði einn besti kunningi minn, eldri borgari í Kópavogi að yfirleitt noti sumir Íslendingar stefnuljósin ekki nema þegar þau koma þeim sjálfum að gagni! En sennilega hefur ökukennsla e-ð batnað en auðvitað betur má ef duga skal! Stefnuljós á ætíð að nota þegar fyrirhugað er að breyta um stefnu eða akrein og einnig þegar ekið er inn á aðalveg frá hliðarvegi.

Með bestu kveðjum og óskum í þínum góða praxís!

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 6.5.2008 kl. 14:40

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það hefur undanfarið virkað svona þegar maður gefur ljós: það er tekið sem merki um að nú megi aka frammúr.  Sem þýðir að þegar ég beygi, þá er einhvert fífl alltaf í blinda blettinum, og fyllist heilagri reiði þegar ég beygi eins og ég hef gefið til kynna.

Sumt fólk skilur ekki öryggi þó það fái það ítrekað í hausinn.

Ásgrímur Hartmannsson, 6.5.2008 kl. 14:45

3 identicon

Já satt er það dýragarðurinn fyrir aftan mann verður snarvitlaus þegar maður kveikir  þetta  gula blikkljós

lelli (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 15:45

4 identicon

Tvö komment hef ég heyrt sem farþegi í bíl þegar ég gerði athugasemd við að ekki voru notuð stefnuljós í akstri og hljóða svo í drottins nafni:

1. Það kemur engum við hvert ég er að fara.

2. Ég er að spara rafmagnið og hlífa rafgeyminum.

amen

Þorsteinn Úlfar Björnsson (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 18:34

5 identicon

Mikið hefur maður oft pirrað sig á samferðalöngum sínum í umferðinni.  En það að fólk t.d. keyri of hægt á vinstri akrein, gefi ekki stefnuljós, hleypi ekki öðrum inn á "sína" akrein, stöðvi bifreið sína á langri aðrein í stað þess að gefa í til að ná upp umferðarhraða og líða þannig án vandkvæða inni í umferðina og svo mætti lengi telja hefur á hinn bóginn hjálpað manni að rækta með sér þolinmæði og jafnaðargeð sem annars myndi á skorta.  Lengi lifi villimennskan og heimskan í umferðinni í borg óttans!

...désú (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 20:14

6 identicon

Það þarf að hækka hámarkshraðann í svona 120 á flestum vegum landssins og meira sumsstaðar, einnig þarf að nota þá peninga sem að við greiðum í formi allskyns skatta til vegamála til að gera vegina hérna á íslandi sambærilega því sem að er t.d í evrópu svo að það sé hægt að keyra hraðar um landið, einnig þarf að kenna landanum kurteisi á vegum og almennar skynsemis reglur, einsog t.d að ef að þú ætlar ekki að taka fram úr bíl þá skal ekið á hægri akrein svo að þeir sem að keyra hraðar en þú komist framhjá þér en þurfi ekki að vera valsandi á milli akreina til að þræða framhjá fíflunum sem að keyra hægt á vinstri akrein, þetta er stórhættulegt og ætti lögreglan að beita sér meira fyrir því að laga þetta heldur en að vera að eltast við ýmisskona tittlingaskít og gasa grey vörubílsstjórana.

Með vinsemd og virðingu, Garðar

Garðar (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 00:40

7 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Eitt er það sem þeir sem vilja hækka hámarkshraða verða að gera sér grein fyrir: Hönnun vega miðast við hraðatakmarkanir og ef hraði á að verða meiri en 90 þá þarf að vanda mun betur til undirlagsins (burðarlagsins). Þetta er heil fræðigrein og ekki er auðhlaupið að finna nægjanlega endingargott efni á Íslandi í það verkefni! Það sama gildir um slitlagið. Allar rökræðurnar um nagladekkin eru oft ekki nægjanlega ígrundaðar og þar falla margir í ótrúlegar gryfjur án þess að hafa kynnt sér málin nægjanlega vel.

Verkfræðingur sem vinnur við að hanna vegi, gerir sér fyllilega grein fyrir gerð og eiginleikum þeirra jarðefna sem hér eru fyrir hendi sem unnt er að nota við vegagerð.

Ekki þekkist sú aðferð að hanna veg með þeim jarðefnum sem við höfum þar sem þung ökutæki geti farið með yfir 100 km hraða. Þekkt er að þungaflutningabílarnir eyðileggja auðveldlega burðarlag veganna og sömuleiðis jaðra veganna. Því er mjög mikilvægt að halda hraðanum sem mest niðri af þessum ástæðum. Því er tómt mál að ræða um meiri hraða á vegunum enda umferðaröryggi víða ekki upp á marga fiska.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 7.5.2008 kl. 09:44

8 identicon

Já, það er einkennandi fyrir okkur Íslendinga hve háleynileg för okkar er jafnan.  Engin má vita hvað við ætlumst fyrir næst og allar okkar fyrirætlanir í umferðinni eru sveipaðar leyndarhjúp. 

Ég hef aðeins fylgst með því hvernig lögreglan notar stefnuljóst.  Það virðist vera mjög fjölbreytilegt, allt frá því að þau séu alls ekki notuð, þau séu kveikt um leið og beygt er og til þess að þau séu notuð rétt og tímanlega eins og til er ætlast.  Þetta er eiginlega jafnfjölbreytilegt og hvernig lögreglubílar virða stöðvunarskyldu.

Um daginn þegar ég var að athuga þetta, fylgdi ég eftir lögreglubíl sem ók inn á hringtorg, síðan út af því og svo hægri beygju skömmu síðar.  Mér til mikillar ánægju sá ég að stefnuljósin voru notuð rétt.  Ég var að tala um þetta við son minn meðan við ókum í humátt eftir lögreglubílnum út götuna.  Þá sagði stráksi:  "En er ekki 30 km hámrkshraði hérna??". Jú, mikið rétt.  Hann hafði rétt fyrir sér.  En hraðamælirinn hjá mér sýndi tæplega 60 km hraða og ég var rétt á eftir lögreglubílnum.  Ég hafði áður séð að í lögreglubílnum voru tveir einkennisklæddir lögreglumenn og annar óeinkennisklæddur lögreglumaður í aftursæti, sennilega var verið að keyra hann heim.

Þarna ók lögreglan nærri helmingi hraðar en lög leyfa.  Ég velti því fyrir mér hvort ég hefði verið kærður og sektaður ef ég hefði verið að aka þarna á þessum hraða og sömu lögreglumenn hefðu verið þarna við hraðamælingu.  Á nær tvöföldum leyfilegum hámarkshraða - tvímælalaust.

Það er auðvelt að hafa 50 lögreglumenn uppi við Rauðavatn til að berja á almennum borgurum.  Það er virðist hins vegar ómögulegt að halda uppi almennilegri umfeðrarlöggæslu né tekst lögreglunni að stemma stigu við handrukkun og fjárkúgunum.  Enda er auðveldara að berja almenning.

Ég velti því fyrir mér af hverju Hilmir Snær og Benedikt voru ekki barðir og gasaðir í gærkvöldið þegar þeir töfðu umferð með því að fara ríðandi um götur og stíga í Reykjavík í mótmælaskyni.  Maður spyr sig. :)

hehe (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 09:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband