Skrifaðu leikvöll.

Tvennt er aldrei nefnt í sambandi við komu erlendra orrustuþotna til Íslands. Annars vegar það að mest allt árið verða eftir sem áður engar slíkar þotur við Ísland og að Rússar fá nákvæmar upplýsingar hvenær þeir geta verið í friði. Hitt er svo það að loftherir Evrópu fá að fara út úr þrengslunum yfir meginlandinu til að leika sér við Ísland.

Rússnesku birnirnir eru það hægfleygir að vel væri hægt að fylgjast með þeim með því að nota hraðskreiðar skrúfuþotur sem væru hér á landi allt árið. Orrustuþoturnar koma ekki skipum í neyð tl hjálpar.

Ég dreg ekki í efa að gott sé að eiga góða að við varnir landsins, ef til kæmi, en set spurningu við það að þetta sé rétta aðferðin. Ég kalla á könnun á öðrum valkostum sem veita betra öryggi fyrir minni peninga.


mbl.is Koma Frakka liður í Evrópuvæðingu öryggismála Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nokkuð athyglisverð hugmyndin um að nota skrúfuþotur til að fylgjast með rússneskum sprengjuflugvélum. Nú þurfa þær bæði að vera nógu hraðskreiðar til að geta dregið þær uppi, sem og tiltölulega langdrægar. Hvaða tegundir hefur þú í huga?

Svo er spurning með valdbeitingargetu slíkra skrúfuþotna, hvaða aðilar sæu um rekstur þeirra og hvort þær teldust nægilega ,,borgaralegar.''

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 15:27

2 identicon

Sæll Ómar.

Að kalla þetta loftrýmis eftirlit he he. Þetta er þvílíkt gagnleysi og sýndarmennska og geir ekki nokkurt gagn. Hvurslags hernaðar nostalgíja er þetta eiginlega. Þetta hernaðarbröltsdekur er með öllu ólíðandi og óþolandi. 

Uppá þetta skrifar formaður Samfylkingarinnar með stolti, takið eftir því.

Kanski er þetta enn einn leikur hennar í því að reyna að þröngva okkur inní Evrópusambandið með góðu eða illu. Nú með hervaldi !  

Hún skirrist í engu við þá vinnu sína og það hefur marg sýnt sig að hún er til í að leika hvaða leik sem er til þess. Því hjá henni í þessu máli helgar tilgangurinn meðalið.

Svei þessu ! 

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 16:04

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Hefurðu tekið eftir þessu orði sem notað er um þetta Ómar: "loftrýmisgæsla". Manni dettur helst í hug eitthvað afmarkað rými. Þá gæti loftrými t.d. verið háaloft í húsi, jafnvel eitthvert rými í kafbáti, eða etthvert lofthólf í björgunarbátum. - Yfirleitt hefur nú verið talað um lofthelgi í þessu sambandi, svona svipað og landhelgi. - Líklega hefur þetta orðskrípi verið sett á þetta til að fegra hlutina. Ég er með tvær orðabækur hérna og finn ýmislegt tengt við rými en ekki loft.

Haraldur Bjarnason, 6.5.2008 kl. 21:17

4 identicon

Góð hugmynd með skrúfuþoturnar. Ég er fylgjandi þeirri hugmynd að reyna að ná einhliða vopnasamningi á milli kína og íslands. Þá fá þeir mjög sterka valdastöðu í heimsvopnataflinu. Eru komnir með landamæri að bandaríkjunum, evrópu og þar með talið rússum og japan. Láta reyna á þetta. NATO eða bandaríkjamenn munu aldrei leyfa þennan samning og munu gera allt sem við Íslendingar biðjum þá um til þess að við gerum þetta ekki. Þannig munum við fá varnir frá NATO á silfurfati.

jón Eggert (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 12:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband