7.5.2008 | 18:24
Varnir Akureyrar æfðar.
Í 13 stiga hita, sólskini og sunnanþey flugu frönsku orrustuþoturnar fram og til baka út Eyjafjörð í dag og létu Akrureyringa vita af því að þeir yrðu vel varðir í framtíðinni. Í Reykjavík var þoka og því lítið hægt að gera í varnarmálum höfuðborgarbúa á þessum drottins degi.
Úr því að danska kóngafólkinu var boðið að fara til Stykkishólms til að skoða danskan bæ á Íslandi hefði verið við hæfi að láta Frakkana vita af Fáskrúðsfirði svo að þeir gætu heimsótt hinn forðum franska bæ með glæsibrag.
Raunar var talað um að Akureyri hefði verið danskur bær á sinni tíð og að magni til meira danskt þar en í Hólminum. Örlygur Sigurðsson nefndi minningar sínar Bolsjör frá bernskutíð. Enn heyrir maður Akureyringar segja að eitthvað sé vanskillegt og að hlutir séu spilaðir af.
En punkteringarar heyrast varla nefndar. Hingað kom Margrét Danadrottning í frægri ferð 1972 og þá fékk Drottningarbrautin nafn sitt.
Athugasemdir
Akureyringar eru einmitt búnir að vera loftvarnarlausir í langan tíma eins og við öll. Vondu Rússarnir hefðu nefnilega getað komið og bombað okkur. En nú er þetta allt breytt og loftin eru örugg f. óvininum. Húrra! Vive le France!
ari (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 02:35
Hér á Húsavík er talað um punkteringar og mæru! (Veit reyndar ekki hvaðan mæra er kominn!)
Friðrik Sigurðsson (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 09:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.