Jakob Frímann var efstur í Suðvesturkjördæmi.

Í athugasemd á bloggsíðu við fréttinni af ráðningu Jakobs Frímanns Magnússonar sem framkvæmdastjóra miðborgarmála er fullyrt að hann hafi verið efstur á lista Íslandshreyfingarinnar í norðausturkjördæmi og bölsótast yfir því að utanbæjarmanni skuli falinn þessi starfi. Hið rétta er að Jakob Frímann var efstur á lista Íslandshreyfingarinnar í Suðvesturkjördæmi, sem hefur meðal annars innan sinna vébanda Kópavog og Seltjarnarnes.

Jakob hefur lengst af ævi sinni átt heima í Reykjavík og býr í hjarta borgarinnar. Áskorun bloggpistilshöfund um rannsóknarblaðamennsku hittir hann fyrir sjálfan.


mbl.is Gengið frá ráðningu Jakobs Frímanns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er sorglegt að þú skulir vera að hafa fyrir því að svara þessum bloggara. Hvað er að því þótt Jakob hefði verið 1 í norðausturkjördæmi, gerir það hann eitthvað verri fyrir það.

Hann er komin af góðu kyni norðan frá Akureyri. Er það nógu gott ?

ÞJ (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 19:28

2 Smámynd: Skarfurinn

Því miður er hann flokkamella sem þvælist milli flokka eftir því hvernig vindurinn blæs.

Skarfurinn, 7.5.2008 kl. 20:45

3 identicon

Stundum kemur fyrir að minnið brestur Ómar, enda var JFM af einhverjum ástæðum fulltrúi Íslandshreyfingarinnar hér á Akureyri áður en framboðið var dregið til baka. Beðist er velvirðingar á þessu misminni. Málefnalegur ertu Ómar, þó annað verði ekki sagt um IP-hugrakka. JFM telst ótrúlegt en satt Akureyringur enda af Brekkunni ættaður sem teljast akureyskar aðalsættir.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 21:26

4 identicon

Það er furðulegt hvað sumir gæðingar geta náð góðum spretti án þess að hafa nokkuð fyrir því. Ég athafnajálkur hef oft látið svo skeifur glymja á klettum að menn hafa fengið hellur fyrir eyrun. Árangur langsoltinn og er enn að bíða eftir mínum bita. Vil taka fram þó ekki væri nema 700 þúsund krónur í mánaðalaun þá skildi ég feginn þyggja og vel við una.

Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ 

B.N. (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 22:17

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Get svosem alveg tekið undir orð Skarfsins hér að ofan, en mér finnst það sjálfsagt þegar ráðið er í svona verkefni að Borgarstjóri velji persónu sem rímar við hugmyndir hans sjálfs um verkefnið. Gagnrýni á það er bara dæmigert stjórnarandstöðupíp. Og þessar 660 þús. kr. sem hann fær í mánaðarlaun er ekki óeðlilega hátt kaup, nema hann ætli sér að vera blýantanagari.

Gunnar Th. Gunnarsson, 7.5.2008 kl. 22:40

6 Smámynd: Theódór Norðkvist

Mér finnst nú frekar aumt að lesa þessa færslu Ómars. Vonarstjarna margra í stjónmálum undirlögðum af spillingarseggjum að velta sér upp úr því að hinn ágæti tónlistarmaður Jakob Frímann skyldi vera bendlaður við rangt kjördæmi í framapoti sínu.

Aðalatriði málsins virðist ekki skipta neinu máli, eða hvað? Sem eru auðvitað að Ólafur F(lokkaflakkari) borgarstjóri skuli ráða í mikilvæga stöðu eftir flokksskírteini, án undangenginnar auglýsingar og að auki í annarri stöðu sem skapar hagsmunaárekstra, formaður hverfisráðs í borginni.

Borgarstjórnarmeirihlutanum tekst sífellt að ná nýjum og nýjum hæðum í spillingu og var hann ekki beysinn fyrir. Ég samgleðst Ómari yfir að hans fólk skuli komast til valda, en samtímis hryggist ég yfir því að það sé fólk með svo til ekkert fylgi á bak við sig, skipuð af borgarstjóra með líklega enn minni fylgi á bak við sig.

Theódór Norðkvist, 7.5.2008 kl. 23:59

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Nú heyri ég að miðborgarstjóri R-listans á sinni tíð hafi haft svipuð laun og Jakob Frímann á að fá nú. Minnist ég þess þó ekki að það hafi orðið að fyrstu frétt hjá Sjónvarpinu.

Ómar Ragnarsson, 8.5.2008 kl. 18:28

9 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Til að hafa þetta alveg rétt: Jakob Frímann var aldrei auglýstur sem efsti maður á lista Íslandshreyfingarinnar í norðausturkjördæmi og framboð hans því aldrei dregið til baka.

Mér var boðið að vera fulltrúi Íslandshreyfingarinnar í skíðakeppni í Hlíðarfjalli vegna þess að þá lá ekki fyrir framboðslisti hreyfingarinnnar þar.

Ég átti ég ekki heimangengt og Jakob Frímann hljóp í skarðið. Það er nýtt fyrir mér að skíðakeppni teljist jafngilda framboðið til Alþingis mörgum vikum áður en framboðsfrestur er útrunninn.

Ómar Ragnarsson, 8.5.2008 kl. 18:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband