"Finndu Finn!"

Skemmtilegur vinur minn sagði mér nýlega að hann og fleiri væru búnir að finna íslensku aðferðina fyrir rannsóknarblaðamenn við að þefa uppi lykilatriði í athyglisverðum, vafasömum "skúbb"málum. Í Ameríku felst leiðbeiningin í setningunni: "Follow the money!" "Fylgdu peningunum." Í Frakklandi er leiðbeiningin fólgin í setningunni: "Cherches la famme!" Leitaðu að konunni í málinu.

Á Íslandi er leiðbeiningin hins vegar þessi: "Finndu Finn!" Leitaðu að Finni Ingólfssyni.

Ótrúlega oft er þetta raunin hér, nú síðast í ungmennafélagsmálinu í fréttum Sjónvarpins í kvöld. 

Fyrsta málið, sem var af tagi REI-málsins fyrir ári þegar hlutur í Hitaveitu Suðurnesja var seldur, var dæmi um þetta ("Finndu Finn!"), og á eftir fylgdu fleiri mál sem ekki sér fyrir endann á.

Ég minnist margra fleiri mála sem renna stoðum undir það að þessi aðferð svínvirki hér á landi síðustu ári og það kæmi mér ekki á óvart að sjónvarpsfréttamaðurinn í Finnsfréttinni í kvöld hafi haft það að leiðarljósi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Sæll 'Omar minn,

Þetta er nokkuð snjallt og skondið.

Gaman að sjá að loksins skuli vera komin þjóðleg, íslensk útfærsla á þessum tveimur  klassíkerum  -sem reyndar geta nú líka átt við hér hjá okkur.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 12.5.2008 kl. 07:36

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Finnland?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 12.5.2008 kl. 08:28

3 identicon

Er þá nokkuð álitamál að við tökum ekki upp Evru heldur "Finnmörk"

Friðrik Sigurðsson (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 13:26

4 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

...og meðan allir kettirnir eru svona uppteknir af Finni greyinu þá leika mýsnar sér.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 12.5.2008 kl. 15:04

5 Smámynd: Sverrir Einarsson

Ísland í dag = Finnur og fátæklingarnir . Ekki lengur nafnið á gönguklúbbnum hans Finns.

Sverrir Einarsson, 12.5.2008 kl. 17:20

6 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Hvað ætli búi margir í þessu Finn-landi?

Ólafur Þórðarson, 12.5.2008 kl. 18:32

7 identicon

Er það ekki Árni Snævarr sem á þessa skemmtilegu útfærslu? Mig minnir að hann hafi sett þetta fram í Kastljósþætti í vetur þar sem hann og Andrés Magnússon voru viðmælendur kastljósstjórnandans.

Helga (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 20:31

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Líklegast er það rétt að Árni Snævarr, minn gamli góði samstarfsmaður, hafi sagt þetta fyrstur. Glöggur maður, Árni.

Ómar Ragnarsson, 12.5.2008 kl. 21:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband