13.5.2008 | 07:22
Grimmur heimur.
Eftir því sem fólki fjölgar á jörðinni hafa náttúruhamfarir æ meiri hörmungar í för með sér. "Eins dauði er annars brauð" segir máltækið og það er grimmd fólgin í þeirri staðreynd að olíuverð lækkaði á heimsmarkaði þegar fréttist um hinar miklu hörmungar í Kína. Við horfum fram á tröllaukin viðfangsefni á nýrri öld, sem getur orðið okkur Íslendingum hagfelldari en hugsanlega öllum öðrum þjóðum.
En þá verðum við að hugsa fyrir endalokum olíualdarinnar og eiga til ráðstöfunar jarðvarma og vatnsafl til þess að rafvæða samgöngur okkar og samfélag í stað þess að sóa orkunni í ósjálfbært bruðl á spottprís fyrir orkufrekasta iðnað, sem finnst á jarðríki og fórna til þess ómetanlegum náttúruverðmætum.
Versti jarðskjálfti í 30 ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Heyr heyr. Það fer samt hver að verða síðastur að gera ráðstafanir í tæka tíð fyrir endalok olíualdar, svo þaðe r ekki eftir neinu að bíða.
Vésteinn Valgarðsson, 13.5.2008 kl. 10:02
Sammála!
Oli (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 11:07
Í fjölmiðlum kom á dögunum að rafmagnið sem meðalstórt álver í Kína notar á viku nýtist 2 milljónum manna í heilt ár! Þarlendis eru menn á báðum áttum hvaða leiðir eiga að fara.
Hér á landi eru menn í Stjórnarráðinu og á Háaleitisbraut ekki í neinum vandræðum með þetta: Framleiða sem mest af rafmagin, ekki fyrir þjóðina því hún þarnfast ekki mjög mikillrar rafmagnsaukningar heldur fyrir álverin.
Hverjir skyldu stjórna landi og lýð? Við fáum að kjósa og erum með ráðin í hendi okkar aðeins einn dag á hverjum fjórum árum. En hina dagana er landinu stýrt meira og minna í þágu þeirra sem tilbúnir eru að greiða háar fjárhæðir í sjóði stjórnmálaflokkanna.
Af hverju voru vissir stjórnmálamenn á móti því að settar væru skynsamlegar reglur um að stjórnmálaflokkar yrðu að gera opinbera grein fyrir uppruna og notkun þess mikla fjár sem þeir hafa undir höndum? Skyldu vera maðkar í mysunni?
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 14.5.2008 kl. 13:19
Er ekki verið að leita að orku fyrir netþjónabú? Mér skilst að það megi virkja allt fyrir þau.
Gunnar Th. Gunnarsson, 15.5.2008 kl. 17:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.