28.5.2008 | 22:41
Svipuð rök og fyrir almenningssamgöngum.
Á fundum Íslandshreyfingarinnar fyrir síðustu kosningar vörpuðum við frambjóðendurniar fram hugmyndum um að rannsaka þjóðhagslegt gildi einfaldra strandsiglinga með því að bera saman þann kostnað sem þjóðfélagið ber vegna gríðarlegs og kostnaðarsams slits, sem stórir flutningabíla valda á vegakerfiunu og bera þennan kostnað og annan kostnað vegna landflutninganna saman við kostnaðinn af strandsiglingunum. Erfitt er að reikna dæmið, vegna þess að þeirra yfirburða sem landflutningarnir hafa yfir strandsiglingarnar hvað varðar hraðann og þann möguleika að flytja varninginn beint í hlað hjá kaupanda. Sjóflutningar geta aldrei orðið nema hluti af landflutningunum en geta létt álagið af landflutningunum á vegakerfið og dregið úr slysahættu. Ég hef aðeins einu sinni þurft að flytja varning innanlands. Það var þegar fluttur var inn ódýrasti bíll landsins frá Póllandi til Neskaupstaðar og þaðan til Reykjavíkur, fyrst með flutningabíl til Egilsstaða og síðan suður. Mér var nákvæmlega sama hve fljótt þetta gengi fyrir sig og veit að svo getur verið um marga fleiri hluti. Að sjálfsögðu á að athuga svona mál í ljósi hækkaðs eldsneytisverðs og annarra sviptinga í efnahagsmálum. |
Strandsiglingar skoðaðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það sem fór með strandsiglingarnar á sínum tíma var að menn vildu ekki bíða í 10 daga eftir vötunni og fá hana svo oft á tíðum skemmda og svarið var þegar einhver kvartaði iss þetta er enginn skemmd bara lykt.
Einar Þór Strand, 29.5.2008 kl. 08:12
Strandflutningarnir eru bráðnauðsynlegir. Verst hvað hagkvæmnin hefur reynst erfið. Langmest af frystivöru og þungavöru ætti að fara með strandsiglingum eins og forðum, enda eru afhendingar gjarnan skipulagðar langt fram í tímann. Hafnirnar eru fínar og mest af framleiðslu fer fram steinsnar frá höfninni. En gæta þarf jafnræðis ef reynt verður að stýra vöru meir í gegn um hafnirnar.
Nýtum kosti hafna og vega: Meirihluti magnsins á sjó en hraðsendingar með bílum. Slysum hlýtur að fækka og vegirnir að batna.
Ívar Pálsson, 29.5.2008 kl. 10:29
Hugsa stórt og leggja spor hringinn, enginn mengun ,örugt ,hraðvirkt, nýr og spennandi kafli í íslandssögunni. Við skulum átta okkur á því að flutningar í allri þeirri mynd sem við þekkjum í dag eiga undir högg að sækja og ég held að menn verði bara að átta sig á því.
Níels Steinar Jónsson, 29.5.2008 kl. 11:10
Það verður bullandi tap á strandflutningunum. Hvað er þjóðhagslega hagkvæmt við það?
Gunnar Th. Gunnarsson, 29.5.2008 kl. 14:28
Stefna ber að því, að skipa öllum vörum frá Evrópu upp á Reyðarfirði. Íslandshringurinn er jafnlangur hvort sem hann byrjar í Reykjavík eða á Reyðarfirði . Strandsiglingaskipin fengju þá einnig flutning seinni helminginn af leiðinni í stað þess að sigla þá leið hálftóm. Það yrði hagræðing af slíku fyrirkomulagi.
Sama má segja um skipaútflugning frá Austur- og Norðurlandi á afurðum til Evrópu. Hann ætti allur að vera með skipum frá Reyðarfirði (Mjóeyrarhöfn) og ferskur fiskur ætti að fara með flugi út frá Egilsstaðaflugvelli, - besta flugvelli á landsbyggðinni.
Með þessum hugmyndum væri hægt að hámarka nýtingu allra flutningatækja (skipa, bíla og flugvéla).
Benedikt V. Warén, 29.5.2008 kl. 16:53
Almenningssamgöngur eru yfirleitt reknar með tapi. Hvað er svona þjóðhagslega hagkvæmt við það? Jú, ef þær eru vel heppnaðar verður heildarkostnaður við flutning fólksins minni ef ef þær væru ekki vegna þess hve miklu minni eldsneytis-og viðhaldskostnaður er á hvern farþega en ef allir færu alltaf með einkabíl.
Þar að auki sparast stórar fjárhæðir vegna minni þarfar á vegaframkvæmdum.
Ómar Ragnarsson, 29.5.2008 kl. 21:59
Vissulega sparast í viðhaldi vega, en ekki í nýframkvæmdum.... vonandi.
Ef þetta er raunhæft,þá mæli ég að sjálfsögðu með þessu. Ég hef þó miklar efasemdir um það.
Gunnar Th. Gunnarsson, 30.5.2008 kl. 08:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.