Að hafa aðgang að kerfinu.

Það virðist ekki sama hver í hlut á þegar leitað er til ríkisins vegna hinna skyndilegu og ófyrirséðu eldsneytishækkana. Þannig hafa verktakar nú náð hljómgrunni hjá Vegagerðinni um verðtryggingu á tilboðum í verk. Hins vegar voru flutningabílstjórar ekki virtir viðlits af ráðamönnum þegar þeir leituðu ásjár hjá þeim vegna þess að þeir fóru miklu verr út úr hækkununum en aðrir.

Þeir voru bundnir við samninga um flutningsverð sem miðaðist við miklu lægra eldsneytisverð en skyndilega var komið upp.

Í erlendum fréttaskeytum um mótmæli flutningabílstjóra er aðstöðu einyrkjanna meðal flutningabílstjóranna gerð góð skil strax í upphafi. Á það skorti í upphafi fréttaflutnings hér heima af mótmælum flutningabílstjóra.


mbl.is Eldsneyti hækkar um 6-7 krónur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég var að skoða verð og verðþróun frá síðustu áramótum hjá Q8 í Danmörk. Það kom til að ég var að lesa dv.is rétt í þessu og þar kom fram í frétt að eldneytisverð hér á landi hafi hækkað um tæp 36% frá áramótum. 1. janúar kostaði líterinn af 95 okt. bensíni í sjálfsafgreiðlu hjá Q8 í D.K. 10.61 danskar krónur en í dag 9. júni 2008 kostar sami líter 11.39 danskar krónur. Hvað hefur líterinn þá hækkað í prósentum frá áramótum í Danmörk?

Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ 

P.S. Að gefnu tilefni er umhverfisgjaldið  22 aurar danskar pr.líter í Danmörk og það gjald er að finna í góðri sundurliðun hver fær hvað úr hverjum lítra sem seldur er þar á bæ. Jafnframt  má sjá verðþróun sundurliðaða á eldneyti sem nær eitt ár aftur í tíman hvern dag fyrir sig. Gott dæmi hvernig heimasíða á að vera til .þess að neytandinn geti fylgst vel með þróun mála og til að sjá hver fær hvað úr hverjum lítra er gott og hollt að skoða heimasíðuna q8.dk

B.N. (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 00:00

2 identicon

Líterinn af 95 okt bensíni hjá Q8 í Danmörk hækkaði úr 11.39 dkk í 11.75 dkk í dag eða um 36 aura danskar. Afhverju þurftu íslensku olifélögin að hækka degi fyrr en danir???

Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 09:21

3 Smámynd: XXL Cranium

Ég skora á þig Ómar að kenna íslendingum að taka á bensíneyðslu og útblæstri með því að aka skynsamlega og sparlega.  Mér eru ógleymanlegir umferðarfræðsluþættirnir þínir, hvernig þú kenndir okkur að aka í rennilás og svo framvegis.  Það eru mörg trikk sem hægt er að nota til að ná sem mestu út úr olíulítranum (www.hypermiling.com) og þér er manna best treystandi til að sýna það á skemmtilegan og fræðandi hátt.  Örugglega hægt að fá  fyrirtæki eins og t.d Toyota eða OR til að styrkja gerð svoleiðis efnis.

XXL Cranium, 10.6.2008 kl. 11:37

4 identicon

Sæll Vilhjálmur minn.

Ég vil þakka þér fyrir þetta innlegg sem líka segir hvað netið er mikill talsmaður fyrir líðandi stund. Íslenska krónan á líka að vera viðmiðunarhæf þegar kemur að útreikningum á neysluvöru almennings því að viðmiðið er það sama hvort heldur er dönsk króna eða íslensk þ.a.s. laun almennings fyrir vinnu sína. Í þessu fellst sá stóri munur í útreikningum þínum og skekkir myndina. Þú veist að þetta er rétt hjá mér og dugir að benda á blaðburðarfólkið í Danmörku með sína 32 tíma í viku og var ósátt við mánaðar laun sín sem námu aðeins 240 þúsund krónum íslenskum. En okkar milli sagt og segi ég þér Vilhjámur minn í þó nokkrum trúnaði að ég er ekki vanur að offra meiri hagsmunum fyrir minni og leyfa mér þar með að hafa skoðanir á einu og öðru. Mínir hagsmunir eru mér og mínu of dýrmætir til þess. En eins og ég sagði áðan er þetta sagt í trúnaði.

Baldvin Nielsen, Reykjanebæ

B.N. (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 12:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband