Ferskur handboltaandblær í fótboltann.

Mikið óskaplega var gaman að horfa á leik Rússa í kvöld þegar þeir rassskeltu hugmyndasnauða Svía. Hraðaupphlaup Rússa minntu á hraðaupphlaup í handbolta og þau splundruðu ráðvilltri vörn Svía. Hvað eftir annað voru minntu þessar sóknir á hinar frægu sóknir gullaldarliðs Ungverja á árunum 1950-56 þar sem boltinn gekk ógnarhratt á milli framherja sem geystust upp í samfelldar og tafarlausar sóknir á ógnarhraða.

Maður var að vona að Svíar hefðu lært eitthvað í seinni hálfleik en það var öðru nær. Þegar þeir náðu boltanum léku þeir oftast upp vinstri kantinn og boltanum var þá hvað eftir annað eikið aftur á meðan verið var að stilla sókninni upp og sænsku framherjarnir að koma sér fyrir í teignum.  

Framherjar Svía hrúguðust þá í hnapp vinstra megin við miðju og oftast var enginn Svíi hægra megin við miðjuna. Rússar fengu nógan tíma til að stilla vörninni upp og réðu oftast auðveldlega við háu sendingarnar sem komu utan af vinstri kantinum inn á þéttan hóp leikmanna þar sem Svíarnir nánast hjálpuðu Rússunum við að mynda múr af mönnum sem ekki var hægt að koma boltanum í gegnum.

Í leik Rússa við lið eins og lið Hollendinga verður spennandi að sjá hvort slíkir andstæðingar muni refsa Rússunum fyrir að geysast svona margir fram með því að fara í óslitið og gagn-hraðaupphlaup þegar Rússar missa boltann í vítateig andstæðinganna.

Hraði Ungverjaboltinn er kominn aftur! Gaman! Gaman!

 

 

 

 


mbl.is Rússar komust í átta liða úrslit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

http://en.wikipedia.org/wiki/Golden_Team

Þorsteinn Briem, 18.6.2008 kl. 23:40

2 identicon

Sæll Ómar.  Alveg ótengt mál .  Tékkaðu á þessu. 

 http://teitur-teitur.blogspot.com/2008/06/rafmagnsblar-eru-lausnin.html

Teitur Atlason (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 19:57

3 identicon

Sæll Ómar. Mig langar að senda þér tölvupóst. Ég veit að þú ert önnum kafinn og hefur kannski ekki tíma til að lesa allt, það er ég líka. En hefur þú venjulegt netfang þannig að ég geti lagt fyrir þig spurningu án þess að það blasi við öllum, eða er betra að ég hringi í þig?

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband