"Þú komst í hlaðið á hvítum birni..."

Þetta endar með því að ljóð Davíðs verður sungið á ofangreindan veg. Og líka verður frétt um það að hvítur björn hafi sést á ferli í Elliðaárdal, en í ljós hafi komið að þetta hafi verið Björn Bjarnason í sólbaði.

Annars er nafnið Björn handhægt. Björn heitinn Þórhallsson gerði mér eitt sinn greiða og fékk þessa limru að launum, þar sem ensku og íslensku er blandað saman:

Víst ertu snjall og vís, Björn /

og vin engan betri ég kýs, Björn. /

You solve my case /

and save my face /

so sweetly with grace and ease, Björn.


mbl.is Bjarndýrsútkall í Langadal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hólmdís Hjartardóttir, 25.6.2008 kl. 11:22

2 identicon

Meira um nafnið Björn.

Ég heyrði vísu fyrir mörgum árum, sem ég vona að ég muni nokkurn veginn. Bóndi einn úti á landi, Stefán að nafni,  var ákaflega hallur undir einn stjornmálaflokkinn, og þó sérstaklega einn frambjóðandann, sem hét Björn.  Þá var ort:

Ef hann Stefán eignast börn

öll þau heita lætur

Björn, Björn, Björn, Björn, Björn, Björn, Björn,

bæði syni og dætur.

Það fylgdi sögunni að þetta væri ofstuðlaðasta vísa Íslandssögunnar.

Hörður

Hörður Björgvinsson (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 13:46

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Smellin vísa Ómar, eins og vænta mátti -ein af mörgum.

Hinsvegar átta ég mig ekki alveg á tilefninu og gáskatengdri fyrirsögn nema að þar sé vísað til "tilefnislausra" ábendinga um fleiri ísbirni en þá tvo sem felldir voru. Og það er tilefnið að þessari athugasemd.

Ég er nefnilega orðinn svolítið argur vegna þrálátra færslna á þessum miðli um bjarnadráp og skyld tíðindi þar sem hvatvísin hefur farið um síðurnar þeysireið á heimskunni einni. Allir þeir sem komu að aldurtila ísbjarnanna áttu að hafa verið valdir eftir keppni í heimsku, kjarkleysi og ráðleysi. Útkoman skoplegt en jafnframt raunalegt þjóðarhneyksli. Mín skoðun er sú, eftirá að hyggja að kannski hafi það verið mistök að fella dýrin ekki tafarlaust eftir að þeirra varð vart. Fjölmiðlarnir brugðust skjótt við og bjuggu til áhrifaríkt drama úr öllu ferlinu sem dróst á langinn vegna hugsnlegra aðgerða til að fanga dýrin lifandi. Samfélagið tók próf í þessu máli og kolféll auðvitað.

Framhald: Óttinn er öllum dýrum, þ.m.t. manninum meðfæddur, enda lífsnauðsinlegur þáttur frumeðlisns. Án óttatilfinningar værum við flest ef ekki öll dauðadæmd á afar skammri ævi. Varkárnin er skyld óttanum og vaxin af honum. Stundum er vont að greina þarna á milli enda í flestum tilfellum óþarfi.

Að bregðast við fregnum-jafnvel furðulegum, af hugsanlegu rölti bjarndýra núna undangengna daga var bæði rétt og skylt af lögreglu viðkomandi svæða. Skyldur lögreglunnar í því efni að gæta öryggis borgaranna af fremsta megni eru afar skýrar og afdráttarlausar. Enda slæmt ef svo væri ekki. Skyldur okkar borgaranna eru nokkrar líka! Teljum við okkur verða vör við eitthvað það í umhverfinu sem fólki gæti stafað af ógn eða beinlínis hætta, þá ber okkur afdráttarlaus skylda til að tilkynna það til lögreglu.

Konurnar tvær, systir Eyjólfs Sverrissonar og vinkona hennar sem röltu upp í hagana ofan við Skefilsstaði, gamla stórbýlið þar sem þau Eyjólfur og kona hans, Anna Pála hafa byggt sér bústað til afþreyingar töldu sig hafa séð hvítabjörn í allmikilli fjarlægð og tóku af því mynd. Þær sýndu af sér´þá sjálfsögðu ábyrgð að tilkynna lögreglunni atvikið og fela henni að taka næstu ákvörðun.  Báðar eiga þær það sameiginlegt að vera trúverðugar, enda var tekið fullt mark á sögu þeirra. Öllum getur missýnst um greiningu á hvítri skepnu og varkárni gerir vart við sig þegar hún ber fyrir augu á þeim slóðum sem ísbirnir hafa sannanlega verið á nýlega. Einn ágætur bloggritari tók sig til á gær og hafði þetta atvik mjög að skopi. Vitnaði m.a. til þeirrar eigin visku að bjarndýr hefðu þófa en sauðfé klofna hófa.

Niðurstaða ályktunar: Auðvitað áttu konurnar að byrja á að gaumgæfa þetta atriði áður en þær hlupu svona kjánalega á sig!  

En þarna ofhasaði mér.

B.kv. 

Árni Gunnarsson, 25.6.2008 kl. 16:54

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ath. Orðið: lífsnauðsinlegur hefur áhrifaríkari merkingu ef ypsiloni er sleppt!

Svona ámóta og gjeimsla er miklu plássmeiri en geymsla.

Árni Gunnarsson, 25.6.2008 kl. 17:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband