Á "Fagra Ísland" að vera "Farga Íslandi"?

Var það kannski stafavíxl sem ruglaði ráðherra SF í ríminu? Annars er of lítið gert af því að benda á að það er rangt að stilla málum þannig upp að annað hvort verði að virkja vatns- eða jarðvarmaorku á Íslandi eða að virkja jafn mikið með kolum erlendis. Með því er gefið í skyn að óbeisluð vatns- og jarðvarmaorka sé hvergi til nema á Íslandi.

Hið rétta er að slík orka á Íslandi er langt innan við eitt prósent af samsvarandi orku í öðrum heimsálfum og öll orka Íslands er svo lítið brot af einu prósenti af orkuþaörf mannkyns, að það tekur því ekki að nefna það.

Vel er ef Þórunn Sveinbjarnardóttir stendur við þau stóru orð á Umhverfisþingi í haust að hún ætlaði að vera andófsmaður í ríkisstjórn. En miklu betur má ef duga skal.


mbl.is Umhverfisráðherra vill ekki fleiri álver
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Magnússon

Samfylkingunni lá svo mikið á að komast í ríkisstjórn að gengið var frá stjórnarsáttmála með miklum hraða og þá hafði þingflokkur Samfylkingarinnar ekki miklar áhyggjur af "Fagra Ísland"  Að afnema gjafakvótakerfið sem þeir hafa kallað "Mesta rán Íslandssögunnar" eða fá ákvæði um Ísland og Evrópusambandið. Samfylkingin hefur því hamskipti eftir því hvort hún er í ríkisstjórn eða stjórnarandstöðu. Það væri e.t.v. betra Ómar að kalla Samfylkinguna "Hamfylkinguna".

Annars á umhverfisráðherra þann einan leik í stöðunni að taka ábyrgð á sínum pólitísku skoðunum og segja af sér sem ráðherra fyrst hún er komin í stjórnarandstöðu innan ríkisstjórnarinnar í þeim málalflokki sem heyrir undir hana. Þannig mundu stjórnmálamenn á Skandinavíu og Bretlandi fara að þegar eins væri ástatt.

Jón Magnússon, 28.6.2008 kl. 18:40

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Faðir iðnaðarráðherra seldi mixað ket á Laugaveginum við góðan orðstír og svo mixað var ketið að iðnaðarráðherrasteinbíturinn trúir á ál en steinbítsbróðirinn trúir hins vegar á álfa.

Allar ríkisstjórnir á Íslandi eru mixað ket.

Þorsteinn Briem, 28.6.2008 kl. 19:04

3 identicon

Úrdráttur úr grein ,,Á ferð um fagra Ísland'' Greinin í heild birtist í Fréttablaðinu, mars 2004. 

Verðmæt auglýsing
Sem dæmi um hversu mikilvægt það er að vel til takist í samskiptum við þessa erlenda gesti okkar sem koma til að skoða landið, að í einni tjaldferðinni þar sem greinarhöfundur var bæði bílstjóri og fararstjóri kynntist ég heimsþekktum ljósmyndara Heinz Zak sem fór fyrir hóp ljósmyndara í þessari ferð, sérhæfir hann sig í myndatökum m.a af fjallaklifi og landslagi. Hann hyggur á útgáfu ljósmyndabókar um Ísland. Þessi bók yrði ígildi verðmætrar auglýsingar um land okkar og þjóð.

Ferðamennirnir í þessari ferð voru sammála að Ísland væri paradís ljósmyndarans, var einhugur þeirra allra að koma aftur til landsins við fyrsta tækifæri.

Baldvin Nielsen,Reykjanesbæ.

P.S. Það eru myndir úr þessari tjaldferð af Skógafoss a.m.k. á www.heinzzak.com

Ég hitti einn úr þessari ferð fyrir hreina tilviljun 4 arum seinna eða í febrúar 2006 í Hveragerði. Sá aðili var hér með tvo aðra einstaklinga með sér hérna á Fróni í vikuferð til þess að mynda Gullfoss í vetrarbúningi. Í þetta sinn skiftust við á símanúmerum svo þegar og ef við hittumst næst verður væntanlega ekki tilviljun.

B.N. (IP-tala skráð) 28.6.2008 kl. 19:14

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er afskaplega bjánalegt að segja að öll virkjanleg vatnsorka á Íslandi sé svo lítil að hún skipti ekki máli á heimsvísu. Já, einstaklega grunnt hjá þér Ómar minn.

Eigum við þá ekki bara að taka sama pól í hæðina og segja að öll losun gróðurhúsalofttegunda sé svo lítil á Íslandi að hún skipti engu máli?

Kyoto-bókunin... iss... hún kemur okkur ekkert við.

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.6.2008 kl. 20:33

5 identicon

Sæll Gunnar

Ert þú ekki inn á því að þjóð standi við þá samninga sem hún skrifar undir úti hinum stóra heimi? Er ekki betra að vera maður fyrir sínum hatti?

Samkvæmt útdrætti úr Kyoto-bókuninni og útfærslu hennar gagnvart Íslandi eru útstreymisheimildir Íslands tvíþættar: Í fyrsta lagi skal almennt útstreymi gróðurhúsalofttegunda frá Íslandi ekki aukast meira en sem nemur 10% frá árinu 1990, það er innan við 3.100 þúsund tonn koltvíoxíðígilda árlega að meðaltali 2008 til 2012. Í öðru lagi skal koltvíoxíðútstreymi frá nýrri stóriðju eftir árið 1990 ekki vera meiri en 1.600 þúsund tonn árlega að meðaltali árin 2008-2012. Ísland fullgilti Kyoto-bókunina 23. maí 2002.''

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 28.6.2008 kl. 21:26

6 Smámynd: Bjarni G. P. Hjarðar

Mannvitið dugaði til að fá 16% stýrivexti og 16% verðbólgu ásamt 35% falli krónunnar miðað við Evru.

Kannski þarf að gera eitthvað annað en að halda fría tónleika...

Kyoto-bókunin er brandari þangað til USA tekur þátt og þar sögðu menn í vikunni að OLÍUVERÐ væri meira vandamál en hlýnun jarðar!

Bjarni G. P. Hjarðar, 28.6.2008 kl. 22:06

7 Smámynd: Örvar Þór Kristjánsson

Þórunn á að segja af sérþ  Gjörsamlega óhæfur politíkus sem spilar ekki með liðinu sem hún er í. Hver vill svona rotið epli í ríkisstjórn?  Hún á að sjá sóma sinn í að hætta, veit að margur innan samfylkingarinnar vill ekki sjá hana þarna enda eiga sjónarmið hennar heima á meðal VG.  Sú er ekki að skora mörg stig núna og í raun sannar það hversu slakur stjórnmálamaður hún er, siglir undir fölsku flaggi

Örvar Þór Kristjánsson, 28.6.2008 kl. 23:18

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Bjarni P. Hjarðar: Stóriðjustefnan hér er fyrir löngu komin í algjört þrot.

Björk
hefur selt um 15 milljón plötur, Sykurmolarnir seldu 2,5 milljónir platna og Sigur Rós hefur selt vel yfir milljón plötur. Gus Gus seldi um 400 þúsund plötur, Emiliana Torrini 350 þúsund, Quarashi 300 þúsund og Mezzoforte 300 þúsund plötur. Samtals að minnsta kosti 20 milljónir platna og miðað við 1.300 króna útsöluverð fyrir hverja plötu á núvirði nemur heildarsala á plötum þessara íslensku tónlistarmanna um 30 milljörðum króna.

Þar að auki hafa framangreindir og margir aðrir íslenskir tónlistarmenn, til dæmis Sinfóníuhljómsveit Íslands, haldið fjöldann allan af tónleikum erlendis, þar sem samtals hafa verið seldar margar milljónir aðgöngumiða.

http://www.visir.is/ExternalData/pdf/dvpdf/DV060228.pdf

Doktor Ágúst Einarsson hagfræðiprófessor árið 2004: "Framlag menningar til landsframleiðslunnar er 4%, sem er meira en öll starfsemi raf-, hita- og vatnsveitna og nær þrefalt meira en landbúnaður eða ál- og kísiljárnsframleiðsla. Um 5.000 manns starfa við menningu hérlendis, sem er álíka fjöldi og starfar í útgerð eða í hótel- og veitingarekstri. Hinar skapandi atvinnugreinar verða sífellt mikilvægari í hagkerfinu.

Um 1.200 manns vinna við tónlistariðnað, sem er tæplega 1% af íslenskum vinnumarkaði. Fyrirtæki í tónlistargeiranum velta um 6,5 milljörðum kr. á ári og framlag tónlistar til landsframleiðslunnar er um 1%. Um 43 milljörðum kr. var varið af einkaneyslu árið 2003 í menningu og er hlutur tónlistar þar af um 8,5 milljarðar kr.

Tónleikum hefur fjölgað verulega undanfarin ár, sérstaklega á landsbyggðinni, og er klassísk tónlist langalgengust. Fjöldi tónlistarskóla hefur nær sexfaldast síðustu fjóra áratugi og eru þeir nú 80 talsins. Nemendafjöldi í tónlistarskólum hefur ellefufaldast síðustu fjóra áratugi og nemendur eru nú 12.000 talsins. Tugir kóra starfa á landinu og eru kórfélagar yfir 3.000 talsins."

http://skonrokk.blogspot.com/2004/11/n-bk-eftir-dr-gst-einarsson-prfessor.html

Þorsteinn Briem, 29.6.2008 kl. 00:44

9 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Það er skammt öfganna á milli Ómar, einhvern tímann sagði í enskum dægurlagatexta,

" you can see black and white, but you never seems notice the grey "

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 29.6.2008 kl. 00:51

10 Smámynd: Theódór Norðkvist

Greint hefur verið frá því að stefnuskrá Samfylkingarinnar sé týnd. Málið er í rannsókn og henni miðar lítt áfram. Talið er að á eftirfarandi mynd sé að finna vísbendingar um lausn málsins, en hún var tekin inni á salerni í höfuðstöðvum flokksins:

Stefna Samfylkingarinnar

Theódór Norðkvist, 29.6.2008 kl. 02:01

11 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

B.N. : Að sjálfsögðu eigum við að standa við undirskrifaða samninga en samkvæmt hugmyndafræði Ómars Ragnarssonar þá erum við svo fá og smá að losun okkar skiptir engu máli, frekar en hreina orkan okkar.

Gunnar Th. Gunnarsson, 29.6.2008 kl. 04:20

12 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þegar framkvæmdirnar fyrir austan voru að komast á fullt skrið, þá komu bankarnir inn á húsnæðslánakerfið með allt að 100% lán til íbúðakaupa, sem var afar óheppileg tímasetning. Framkvæmdirnar fyrir austan var innspýting í hagkerfið upp á 200 miljarða. Húsnæðislánainnspýtingin var upp á 1.400 miljarða, eða sjöfallt meira og stór hluti af þessu fjármagni fór í einkaneyslu þegar fólk endurfjármagnaði gömul lán með nýjum. Svo berja virkjana og stóriðjuandstæðingar sér á brjóst í dag og kenna Kárahnjúkum um ástandið í efnahagsmálum, sem er auðvitað alrangt.

Gunnar Th. Gunnarsson, 29.6.2008 kl. 05:11

13 Smámynd: Jón V Viðarsson

 Ég bjó í Danmörk og sá þar stærsta kúlu gróðurhús í Evrópu. Þetta er Tropykal regnskógur undir þaki. Þarna koma þúsundir túrista að skoða ár hvert. Mér datt í hug þegar ég horfði yfir Laugardalinn í gær að þarna gætum við byggt stærsta og hæsta kúluhús í Evrópu og nýtt okkur þann jarðvarma sem þar er fyrir hendi. Svo væri einnig hægt að setja upp slík hús á fleirri stöðum á landinu. Þurfum að nýta þann jarðvarma sem við höfum á skinsamlegri hátt en að byggja eintóm Álver.

Jón V Viðarsson, 29.6.2008 kl. 11:40

14 Smámynd: Benedikt V. Warén

Steini Briem.  Hvar eru diskarnir framleiddir sem músikin er skrifuð á??  Hvað kosta þeir??  Hvar eru hulstrin framleidd utan um diskana og hvað kosta þau?  Hvar er tónlistin tekin upp?? Hverju skilar heildardæmið í þjóðarbúið?? 

Það er skemmtileg þessi umræða í svart/hvítu, eða hitt þó heldur.  Menn eru að belgja sig upp og taka dæmi um hitt og þetta sem gæti vel komið í staðinn fyrir álver.  Öll starfsemi getur átt saman, svo sem virkjanir og ferðaþjónusta, álver og tónlist, hvalveiðar og hvalaskoðun, mjólkurbú og nautgripasláturhús.  Svona mætti áfram telja.  Mismunandi starfsemi þarf ekki endilega að vera á sama fermetrinum.  Ísland er stórt og rúmar vel ýmsa starfssemi og ekki veitir af fjölbreytileikanum.

Þegar farið er yfir bloggið og skoðað hvað bloggarar eru sumir hverjir með ansi einhæfa skoðunum á mörgum málum og stilla hlutunum upp á sérkennilega þröngan hátt, - er ekki laust við að maður verði hugsi. 

Svo er verið að blöskrast á einstrengingshætti trúarbragðanna eins og t.d. Islam og viðkvæmninni í kringum teikningarnar af spámanninum Múhameð.  Það eru til fleiri trúarbrögð í heiminum, sem hafa fullan rétt á sér. Hver er svo munurinn hér á bloggi Ómars og fleiri sjálfskipaðra rétttrúarsinna í náttúruvernd? 

Er bara hægt að hafa eina skoðun á þeim málaflokki??

Benedikt V. Warén, 29.6.2008 kl. 13:20

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Benedikt. Öll framleiðsla þarf aðföng. Virðisaukinn skiptir hér mestu máli og hversu mikilli mengun og umhverfisspjöllum hann veldur hérlendis, til dæmis með virkjunum, raflínum og fyrirferðarmiklum raflínustaurum úti um allar koppagrundir.

Húsvíkingar eiga ekki landið einir og það er ekkert atvinnuleysi á Húsavík. Hvaðan á þá vinnuaflið að koma í álver þar? Úr frystihúsinu á Húsavík eða ætla Jóna Ingibjörg kynlífsráðgjafi og Jónína Benediktsdóttir kannski að vinna í þessu ímyndaða álveri? Væri nú ekki frekar að ímynda sér hvítabirni? Þeir hafa vit á því í Skagafirðinum og hafa af því góðar tekjur.

Arnaldur Indriðason rithöfundur skrifar sínar metsölubækur á tölvu, sem hann keypti að öllum líkindum í verslun, sem Íslendingar eiga og starfa í. En tölvan er framleidd erlendis og væntanlega flutt hingað af Eimskipum.

Pappírinn í bækurnar, sem hér eru seldar á íslensku, kemur erlendis frá. Við sköpum verðmæti úr aðföngum og slíkt veldur yfirleitt alltaf einhverri mengun, til dæmis að búa til pappírinn og flytja hann hingað til lands.

Margir hafa af því góðan starfa að flytja hingað pappír, búa hér til bækur í prentsmiðjum, skrifa bækur og selja þær í íslenskum verslunum, einnig til útlendinga, til dæmis í Eymundsson í Austurstræti, Iðu í Lækjargötu og Máli og menningu á Laugaveginum.

Það er útflutningur og virðisauki, rétt eins og að selja útlendingum gistingu í Aðalstræti í Reykjavík eða mat og drykk á Laugaveginum, fisk úr Faxaflóanum, sem íslenskir sjómenn veiddu, og nautaket úr Kjósinni, sem íslenskir bændur framleiddu. Og þar væri einnig um útflutning og virðisauka að ræða, enda þótt allt ketið og fiskurinn kæmi erlendis frá.

Hljóðfærin, sem íslenskir tónlistarmenn leika á, eru yfirleitt framleidd erlendis en tónlistarmennirnir skapa virðisaukann. Hljóðfæri væru ekki smíðuð ef engir væru hljóðfæraleikararnir. Um 30 íslenskir tónlistarmenn áttu stærstan þátt í að skapa ofangreind 30 milljarða króna söluverðmæti í verslunum erlendis, og sköpuðu þannig góðan starfa og tekjur fyrir þúsundir annarra manna, erlendra og innlendra.

Arnaldur Indriðason, og margir aðrir íslenskir rithöfundar, hafa selt milljónir bóka erlendis og þar hefur verið sýndur fjöldinn allur af íslenskum kvikmyndum. Slík sala er einnig landkynning og erlendir ferðamenn eyða hér um 50 milljörðum króna í ár, sem við getum meðal annars notað til að bæta hér vegina, okkur sjálfum til hagsbóta. Og vegirnir eru hér nú þegar.

Aukinn ferðamannastraumur veldur aukinni mengun, meðan við notum ennþá olíu á bílana okkar. En á móti kemur að fleiri jarðgöng og betri vegir valda minni mengun, kosta minna viðhald á bílum, minni endurnýjun þeirra og minna bensín á hvern bíl til að aka vegina.

Báxít, sem notað er hér í álframleiðslu, er erlend aðföng, ítem fiskiskipin og dráttarvélarnar okkar, en við komumst ekki hjá því að eiga hér fiskiskip.

Við erum ekki Bjartur í Sumarhúsum sem lifði eingöngu á kindaketi og elskaði rollurnar sínar meira en konuna sína. Hvaða erlendu aðföng þurfti hann í sínum vaðmálsbrókum og hvað skilur hann eftir sig fyrir heiminn, utan eina bók sem Halldór Laxness skrifaði um hann?

Þorsteinn Briem, 29.6.2008 kl. 15:18

16 Smámynd: Benedikt V. Warén

Það er fínt að slá fram innustæðulausri áróðursávísun upp á 30 milljarða króna og svara svo í löngu máli án þess að komast að kjarnanum.  Alþingismenn eru sérlega lagnir við að drepa málum á dreyf, en hefðiuekki getað skautað jafn ljúft fram hjá framkomnum spurningum, eins og Steina Briem tekst.

Benedikt V. Warén, 29.6.2008 kl. 17:42

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

Benedikt. Ég fjallaði hér einmitt um kjarna málsins, enda var ég blaðamaður á Morgunblaðinu í mörg ár og þurfti aldrei að leiðrétta þar frétt sem ég skrifaði. Hægt að fá þetta allt staðfest og aldrei hef ég verið stjórnmálamaður. En þér er náttúrlega velkomið að væla eins og finnskur grís.

Samtök iðnaðarins í fyrra:

Mikilvægi hátækniiðnaðar fyrir atvinnulíf framtíðarinnar speglast í því að fimmtungur allra nýrra starfa sem urðu til í landinu á árunum 1990 til 2004 sköpuðust vegna hátækni. Á sama tíma fjölgaði aðeins um 500 störf í stóriðju og fækkaði um 4 þúsund í sjávarútvegi. Í lok tímabilsins störfuðu 5% vinnuaflsins, 6.500 manns, við hátækni, 900 við stóriðju (0,7%) og ríflega 10 þúsund í sjávarútvegi.

Í hátækni eru 40% starfsfólks með háskólamenntun og um 60% með háskóla- og iðnmenntun.
Ef borinn er saman virðisauki Íslendinga af stóriðju og hátækni sést að virðisauki framleiðslunnar í hátækni er rúmlega þrefalt meiri en í stóriðju. Þetta skýrist af því að hátæknigeirinn er vinnuaflsfrekur og í innlendri eigu, einungis þriðjungur virðisaukans í stóriðju verður eftir í landinu en 70% flyst úr landi.

http://www.si.is/starfsgreinahopar/sprotafyrirtaeki/frettir-og-greinar/nr/2825

Þorsteinn Briem, 29.6.2008 kl. 19:53

18 Smámynd: Benedikt V. Warén

Steini Briem.  Ég er bara ekki vitund ósammála þér í mörgum þeim störfum sem þú nefnir, þau fara einmitt vel með öðrum störfum s.s. í álverum.  Ég vildi bara vita um virðisaukann í þrátíumilljarða dæminu sem þú nefnir hér að ofan. 

Í framhjáhlaupi værir þú ef til vill tilbúinn að upplýsa hve margar milljónir aðgöngumiða Sinfóníuhljómsveitin hefur selt erlendis og svara því þá í leiðinni hvers vegna sú ágæta sveit þarf að vera á framfæri hins opinbera, ef þeir eru að gera það svona gott í útlöndum.

Eitt sinn var ég spurður um það af fullum íslendingi, hvernig það væri að vera hálfur finni.  Svar mitt var: Það er betra að vera hálfur finni en fullur íslendingur. 

Ég get allt eins breytt þessu lítilsháttar á eftirfarandi hátt vegna skrifa þinna hér að ofar: Það er betra að vera hálfur finni en hrokafullur íslendingur.

Benedikt V. Warén, 29.6.2008 kl. 22:41

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

Benedikt. Mér er nokk sama þó þú sért hálffullur Finni og íslenskur hálfviti.

Nokia í Finnlandi hefur framleitt gúmmístígvél og hugbúnað í farsíma, sem sagðir eru finnskir, enda eru þeir það. Hins vegar er ódýrara að framleiða símana sjálfa annars staðar en í Finnlandi.

Akureyri og íslensk sjávarþorp voru byggð á Stalín og hans sporgöngumönnum, rétt eins og Finnland. Árlega stóðu hundrað þúsund tunnur af íslenskri saltsíld út úr eyrunum á Rússum. Álafoss í Mosfellssveit og verksmiðjurnar á Akureyri framleiddu á hverju herrans ári hundrað þúsund trefla og tugi þúsunda lopapeysa handa gerskum mönnum, enda getur orðið kalt á vetrin þar eystra. Frosnar buxur fóru sjálfar út í búð að kaupa frystan íslenskan þorsk og karfa og þótti engum tíðindi í þeim ranni.

Árið 1991 hrundi hins vegar heila batteríið þar austurfrá út af vondu fólki í útlöndum og hvað gerðist þá á ísa köldu landi og í Finlandia? Fóru menn þá að framleiða finnska gúmmískó sem aldrei fyrr, hvort sem heimsbyggðin vildi ganga í gúmmítúttum eður ei? Og hvað gerðu Akureyringar? Framleiða hundrað þúsund trefla á hverju herrans ári handa Ísfirðingum? Eða reisa álver á Gásum í samkeppni við fátækt fólk í Kasakstan?

Nei, Akureyringar reistu háskóla, sem veitir fjölda fólks góðan starfa og á Akureyri býr fjöldinn allur af nemendum úr öllum landsfjórðungum. Og jafnvel frá Finnlandi. Á Akureyri eru veltiár og ekki endilega vegna þess að kennararnir og nemendurnir séu svo gáfaðir. Til að mynda heldur Trausti Þorsteinsson, yfirstrumpur í Háskólanum á Akureyri, að "labba" sé útlenska, sem er tóm steypa hjá honum.

Sinfóníuhljómsveit Íslands getur að sjálfsögðu selt geisladiska og haldið hljómleika, bæði hérlendis og erlendis, enda þótt hún fái fé frá hinu opinbera. Af sölunni er greiddur virðisaukaskattur og meðlimir sveitarinnar greiða hér að sjálfsögðu tekjuskatt til ríkis og sveitarfélaga, rétt eins og háskólakennarar á Akureyri, enda þótt Háskólinn á Akureyri fái fé frá hinu opinbera.

Og virðisaukinn er alls staðar í þjóðfélaginu, eins og ég hef bent þér á nú þegar, og þú getur lesið hér að ofan í grein Ágústs Einarssonar, sem er doktor í vestrænni hagfræði, menntaður í Vestur-Þýskalandi.

Hins vegar hefur framkvæmdastjóri Sinfóníunnar, Þröstur Ólafsson, ekki endilega mikið vit á vestrænni hagfræði, frekar en íslenski iðnaðarráðherrann, sem hefur meira vit á fiski en fé, enda er Þröstur hagfræðimenntaður Húsvíkingur í kommúnistaríki. Hefur sjálfsagt lært að hagkvæmast væri að framleiða vinstri gúmmískó í Austur-Þýskalandi en þann hægri í Armeníu.

Þorsteinn Briem, 30.6.2008 kl. 01:25

20 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég sé hér í bloggheimum marga andstæðinga álvers og stóriðju, halda því fram að ekki fáist íslendingar í störfin í álverunum. Það væri gaman að sjá einhvern rökstuðning fyrir þeirri fullyrðingu, einhver dæmi.

Einhver sagði að ekki væri atvinnuleysi á Húsavík og þess vegna þyrftu þeir ekki álver. Þetta er auðvitað málflutningur sem dæmir sig sjálfur. Ekkert atvinnuleysi hefur verið á Reyðarfirði frá því ég flutti þangað frá Reykjavík fyrir 19 árum síðan. Var þá ástæðulaust að byggja álver þar? Nei, auðvitað ekki, því málið hefur aldrei snúist um atvinnuleysi, heldur fleiri atvinnutækifæri, m.a. fyrir háskólamenntað fólk og iðnaðarmenn.

Gunnar Th. Gunnarsson, 30.6.2008 kl. 13:01

21 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gunnar. Ef reisa ætti álver á Húsavík þyrftu nokkur hundruð manns að starfa þar og þar sem ekkert atvinnuleysi er á Húsavík þyrfti að taka allt það vinnuafl annars staðar frá, til dæmis úr frystihúsinu á Húsavík. Og langt frá því allir brottfluttir Húsvíkingar hefðu áhuga á að vinna í álveri á Húsavík.

Í Norðurþingi búa nú um þrjú þúsund manns (áður Húsavíkurbæ, Kelduneshreppi, Öxarfjarðarhreppi og Raufarhafnarhreppi), þar af um 2.300 á Húsavík, og engin sérstök ástæða er til að hafa Húsavík stærri en hún er nú, eða nokkurt annað sveitarfélag yfirhöfuð. Sumir vilja búa í litlu sjávarþorpi, aðrir í Reykjavík og enn aðrir í útlöndum, þar sem nú búa um fimmtíu þúsund Íslendingar, samkvæmt Lánstrausti.

Íslensk sjávarþorp fóru að byggjast upp að einhverju marki þegar vélbátaútgerðin hófst fyrir einni öld. Þetta voru litlir bátar sem sóttu á mið skammt undan landi, þorpin byggðust upp í kringum útgerð bátanna og verkun á þeim fiski sem þeir veiddu.

Á áttunda áratugnum komu hér skuttogarar í stórum stíl og viðkvæðið var "skuttogara í hvert þorp". Skuttogarar frá Akureyri fara til dæmis á veiðar á Halamiðum út af Vestfjörðum, þannig að skuttogari er ekki endilega gerður út þaðan sem styst er á miðin, líkt og til dæmis smábátaútgerð í vestfirsku þorpi byggist á.

Nú fást allt að 40% fleiri krónur en í fyrra fyrir hvert útflutt kíló af fiski og þar af leiðandi ættu íslensk sjávarútvegsfyrirtæki að geta greitt sjómönnum og fiskverkafólki hærri laun nú en áður. En á móti kemur hækkað verð á olíu. Og sömu sögu er að segja um ferðaþjónustuna hér.

Hvalaskoðun er nýleg atvinnugrein sem hefur skilað Norður-Siglingu á Húsavík samtals um 700 milljónum króna í tekjur á núvirði, mest frá útlendingum, síðastliðin 13 ár, miðað við þrjú þúsund króna tekjur af hverjum farþega, og mun meiri tekjum undanfarin ár en í upphafi.

Kísilgúrverksmiðjan í Mývatnssveit hefur verið lögð niður en jarðböðin þar eru ný atvinnugrein, þangað komu um 62.500 þúsund gestir árið 2006 og fer fjölgandi. Og miðað við eitt þúsund króna tekjur á mann voru heildartekjurnar af jarðböðunum það ár um 63 milljónir króna:

http://www.jardbodin.is/Um_bodin/Sagan/

Um 80 skemmtiferðaskip koma til landsins árlega með hátt í 100 þúsund ferðamenn. Nú geta skemmtiferðaskip lagst að bryggju á Húsavík og brátt verður hægt að aka á vegum með bundnu slitlagi frá Húsavík bæði að Dettifossi og Ásbyrgi.

Sjóstangaveiði er einnig tiltölulega ný atvinnugrein hér og reiknað er með um þrjú þúsund erlendum ferðamönnum til Vestfjarða í sumar til að stunda þar sjóstangaveiði:

http://www.talknafjordur.is/talknafjordur/?ew_news_onlyarea=CenterNews&ew_news_onlyposition=12&cat_id=1683&ew_12_a_id=5234

Hver erlendur ferðamaður dvelur hérlendis að meðaltali í viku og eyðir hér um 100 þúsund krónum, þannig að reikna má með að þessir þrjú þúsund sjóstangaveiðimenn eyði hér samtals um 300 milljónum króna.

Komið er Síldarminjasafn á Siglufirði, verbúð í Ósvör í Bolungarvík, Selasetur á Hvammstanga, Saltfiskssetur í Grindavík og Draugasetur á Stokkseyri. Auk þess er hér höfðað til sjávartengdrar arfleifðar með hátíðum, til dæmis Fiskideginum mikla á Dalvík og Hátíð hafsins í Reykjavík, sem er stærsta útgerðarhöfn landsins.

Jarðgangagerð á milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar lýkur fljótlega og grafin verða jarðgöng undir Vaðlaheiðina. Fjöldi manns vinnur við þessar framkvæmdir og mun vinna við þær á næstunni. Og þegar þeim er lokið verður mun hagstæðara að flytja fólk og vörur á milli Siglufjarðar og Akureyrar annars vegar og Akureyrar og Húsavíkur hins vegar en nú er.

Heildartekjur Bláa lónsins voru um 1,3 milljarðar króna árið 2006. Þangað komu um 380 þúsund gestir það ár og þeim fjölgar ár frá ári. Langstærsti hluti þeirra er erlendir ferðamenn og þar vinna vel á annað hundrað manns.

Tillaga um aðgang að hinum gríðarstóra Þríhnúkagíg, sem er í Reykjanesfólkvangi í lögsögu Kópavogs, birtist í grein í Morgunblaðinu 4. janúar 2004. Þar er lagt til að aðgengi að gígnum verði um 200 metra löng göng inn á svalir í gígnum. Svalirnar stæðu út í rýmið í miðjum gígnum á 64 metra dýpi og í 56 metra hæð frá gígbotninum. Útsýni niður í gígpottinn yrði æði mikilfenglegt og tvö 20 hæða hús myndu til dæmis komast fyrir neðan svalanna. Miklar tekjur er hægt að hafa af slíkum framkvæmdum.

Ísland var í fyrra fjórða samkeppnishæfasta land í heimi í ferðaþjónustu og hlutfall hennar í vergri landsframleiðslu var þá 6,3%. Landsframleiðslan eykst hins vegar um allt að 1,2% þegar álframleiðsla Alcoa Fjarðaáls er komin í fullan gang, þannig að ferðaþjónustan hér er því á við fimm slík álver.

Þorsteinn Briem, 30.6.2008 kl. 16:32

22 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Er ekki ástæða til að spyrja Húsvíkinga frekar að því hvort þeir vilji álver, frekar en að Steini Briem segi þeim að þeir þurfi ekkert á slíkri atvinnustarfsemi að halda?

Gunnar Th. Gunnarsson, 30.6.2008 kl. 17:28

23 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gunnar. Húsvíkingar geta ekki ráðið því einir hvort álver yrði reist á Bakka við Húsavík, því þeir eiga ekki einir orkuna sem slíkt álver þarf, heldur Landsvirkjun, sem allir Íslendingar eiga, þar á meðal undirritaður.

Þar að auki þyrfti að leggja raflínur og reisa fyrirferðarmikla raflínustaura frá virkjunarstöðum að Bakka og álverið með tilheyrandi virkjunum myndi valda mjög mikilli mengun hérlendis á hvern mann sem þar myndi starfa.

Þar af leiðandi kemur öllum Íslendingum við hvort álver yrði reist á Húsavík eða ekki.

Og við getum fengið hér miklar útflutningstekjur með mun minni mengun, eins og ég hef nú þegar bent hér á. Við Íslendingar höfum því akkúrat ekkert með slíkt álver að gera og ekki heldur Húsvíkingar einir og sér.

http://www.lv.is/category.asp?catID=101

"Miðað við 250 þúsund tonna ársframleiðslu af áli þarf að reisa 550 MW virkjanir, sem framleiða um 3700 GWst á ári. Við undirritun viljayfirlýsingar um álver á Húsavík tilkynnti forstjóri ALCOA um áform sín að byggja strax 300 þúsund tonna álver (sem þarf 660 MW ), en Þingeyingar mega samt gera ráð fyrir að fyrirtækið geri kröfur um að minnsta kosti 500 þúsund tonna álver áður en yfir lýkur. Samkvæmt staðarvalsskýrslu Alcoa hyggst fyrirtækið ná orku frá:

1)Þeistareykjum (80 MW),
2)Kröflu I (100 MW),
3)Kröflu II (120 MW),
4)Bjarnarflagi (80MW),
5)Gjástykki (80 MW) og
6)Hrafnabjörgum (90 MW)."

Þorsteinn Briem, 30.6.2008 kl. 19:50

24 Smámynd: Benedikt V. Warén

Það er gleðilegt að Steini Briem hafi góðan tíma til að "skrolla" um netið og koma með allskonar fróðleik. 

Ekki tekst honum samt að færa rök fyrir 30 milljörðunum sem hann var að gaspra um hér að ofan um tónlistarmennina.

Benedikt V. Warén, 30.6.2008 kl. 20:56

25 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Steini: Landsvirkjun ber samkvæmt lögum að selja rafmagn með hagnaði, vilt þú sem eigandi LV, breyta þeim lögum?

Gunnar Th. Gunnarsson, 30.6.2008 kl. 21:11

26 Smámynd: Þorsteinn Briem

Benedikt. Ég sagði að ofangreindir 30 íslenskir tónlistarmenn hefðu selt alls um 20 milljónir platna erlendis fyrir samtals um 30 milljarða íslenskra króna á núvirði. Þar að auki hefði framleiðsla og sala á þessum plötum skapað störf fyrir þúsundir manna, bæði hérlendis og erlendis. Og sama er hægt að segja um tónleika þessara íslensku tónlistarmanna.

Margt fólk vinnur við tónlistarflutning, smíði og viðgerðir á hljóðfærum, í plötufyrirtækjum, við tónleikhald, skrif um tónlist, innflutning og útflutning á tónlist, spilun á tónlist í útvarpi og sjónvarpi og plötusölu í verslunum.

Hollywood í Bandaríkjunum skapar þúsundum manna störf og við horfum ekki ókeypis á bandarískar bíómyndir hér, hvorki í kvikmyndahúsum né sjónvarpi. Þannig skapa bandarískar bíómyndir mörg hundruð þúsund, ef ekki margar milljónir, starfa úti um allan heim og bandarískar kvikmyndastjörnur eru ekki svona efnaðar vegna þess að þær fái há laun frá ríkinu. Hvað þá Rolling Stones eða Bob Dylan.

Og stór hluti af þeirra tekjum hefur komið frá öðrum löndum en Bandaríkjunum og Bretlandi. Um 90% af bíómyndum, sem hér eru sýndar í kvikmyndahúsum, eru bandarískar og því innflutningur frá Bandaríkjunum. Mjög stór hluti af sjónvarpsefni hér er bandarískt og breskt og sömu sögu er að segja um sölu á plötum hér.

Margt mjög vel efnað fólk er tónlistarmenn, rithöfundar og kvikmyndastjörnur.

Árlega þarf að greiða erlendum tónlistarmönnum háar upphæðir fyrir tónlist sem hér er seld á geisladiskum og spiluð í útvarpi. Og íslenskir tónlistarmenn fá tekjur af plötusölu, STEF-gjöld vegna spilunar í útvarpi og tónleikahaldi, bæði hérlendis og erlendis. Íslenskir rithöfundar fá tekjur af sölu bóka sinna og íslenskir kvikmyndaframleiðendur fá tekjur af sýningum á kvikmyndum, bæði hérlendis og erlendis.

Mörgum sinnum fleiri spila í sinfóníuhljómsveit en "venjulegri" hljómsveit og því er mun meira og dýrara fyrirtæki að reka þá fyrrnefndu. Hins vegar fær Sinfóníuhljómsveit Íslands tekjur af sölu geisladiska og tónleikahaldi, bæði hérlendis og erlendis. Hvorki diskarnir né tónleikarnir eru ókeypis. Greiddur er virðisaukaskattur af hvoru tveggja til ríkisins og ágóðinn af sölunni rennur að öðru leyti til rekstrar sveitarinnar.

Meðlimir Sinfóníunnar greiða einnig tekjuskatt til ríkisins og kaupa hér alls kyns vörur og þjónustu, sem greiddur er virðisaukaskattur af til ríkisins.

Gunnar. Á árinu 2007 var hagnaður af rekstri samstæðu Landsvirkjunar 28,5 milljarðar króna. Í árslok námu heildareignir fyrirtækisins 318,8 milljörðum króna en eigið fé nam 99,2 milljörðum króna og jókst á árinu um 28,4 milljarða króna. Og eiginfjárhlutfall var 31,1% í árslok 2007.

Þorsteinn Briem, 30.6.2008 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband