30.6.2008 | 19:59
Hvað um okkur Íslendinga?
Mér finnst einkennilegt tómlæti hafa ríkt hér heima um símahleranir fyrr og nú, sérstaklega hleranir nú. Ekki virðist áhugi á að leita svara við spurningum eins og þeirri, hvernig það mátti vera að óeirðasveit lögreglu og tveir menn, sem sáust á vettvangi frá byrjun við upphaf aðgerða bílstjóra við Rauðavatn á dögunum, voru svona ótrúlega fljótir á vettvang.
Ég leitaði á sínum tíma svara símasérfræðinga við spurningum mínum um undarlegar truflanir í síma mínum og fleiri aðila síðsumars fyrir tveimur árum þegar ég var til skiptis á Kárahnjúkasvæðinu og í Reykjavík.
Þegar ég spurði síðasta sérfræðinginn, sem ég talaði við, hvort gæti hafa verið um að ræða fikt snjallra ungmenna líkt og gerðist í Vesturheimi þar sem komist var ínn í símtöl, fékk ég það svar, að í tilfelli mínu og þeirra sem flæktust saman í símkerfinu ásamt mér, gæti ekki hafa verið um slíkt að ræða vegna þess, eins og sérfræðingurinn orðaði það: "Til þess þarf aðstöðu, mannafla og fjármuni."
Hvers vegna kafar enginn rannsóknarblaðamaður ofan í þessi mál hérf? Eða er öllum nákvæmlega sama? Hvers vegna er ekki farin sama leið hér og í Noregi þar sem sæst var á rannsókn, þar sem í byrjun var tryggt að ekki yrði um nein eftirmál að ræða né að neinn yrði sakfelldur?
Svíar mótmæla hlerunarlögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Fáum, og jafnvel engum, dettur í hug að tala hér um leyndarmál í síma, hvað þá á árunum 1949-1968, þegar hægt var að hlera hér alla sveitasíma og símalínum var sífellt að "slá saman" í Reykjavík.
Þorsteinn Briem, 30.6.2008 kl. 20:44
Ekki nema það Ómar að "þögn sé sama og samþykki".
Ennfremur er um að gera að kanna þessi mál meira, en held með þér. Finnst eins og óvitund íslendinga um þessa þætti vera algjöra.
Ef Laxness var hleraður á sínum tíma, hvað heldurðu þá. Þannig er það, að ef að það hefur gengið án þess að nokkur hafi þurft að taka ábyrgð fyrir það, þá verður þetta kerfi gert sígilt, svona til að "tékka" á óþægum einstaklingum. Tala ekki ef að þeir eru eitthvað að ybba sig yfir umhverfi og þess háttar vitleysu.
Eins og hefur komið fram í fréttum í sambandi við hlerana og eftirlitslögin í Svíþjóð, þá hefur komið fram að þessi háttur hefur verið hafður á í 10 ár samkvæmt fréttum. En þar sem að það líka stendur í fréttum að hleranir er hægt að rekja aftur í tímann í fleiri áratugi, þá kom mér til hugar, að það hefur verið "auðvelt" að drepa Palme.
ee (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 22:23
Hér hefurðu ágætan þátt að horfa á hvernig málum var hagað í sambandi við morðið á JFK. Ágæt kennslustund fyrir íslendinga, svona til að átta sig við hverja er að eiga.
http://video.google.com/videoplay?docid=-4315024059102108031
Annars las ég eitthvað sem sjávarútvegsráðherra var að vitna til Glitnis á bloggi sinu. Hann notar orðið "sársaukafullt". Ætli hann hafi ekki nóg af peningum.
En auðvitað, einhver af sjálfstæðisflokknum virðast vera eitthvað svo mjög annt um Glitni. Þessi séráhugi sjálfstæðisforystumanna segir eitthvað um að þeir "hafi þekkingu" á hlutum. Þess vegna væri það spurning hvað þeir vita mikið um hleranir og "kontroll" á bankareikningum þeirra sem þeim er illa við.
ee (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 22:51
Heil og sæl Ómar
Þetta eru virðingarverðar pælingar hjá þér. Upplýsingar eins og svo marg oft hefur sannast eru verðmætar og einhvern tíman í boxheimum sagðir þú ef ég man rétt að sá hefði unnið hálfan sigur sem réði vígvellinum. Upplýsingar sem dæmi sem við gefum þegar sótt er um lán og sjálfsagt leyfi gefið til að kanna stöðu okkar í öðrum bönkum eru ekki litlar upplýsingar út af fyrir sig. Greiðlukortin okkar gefa upplýsingar um ca. tíunda hvert skref sem við tökum. Tölvuheimar, gsm símar og sms skilaboð geta verið aðgengileg fyrir yfirvöld ef þau þurfa þess með. Í þeim tækniheimi þar sem allt er í einhveri mynd útvarpsbylgjur þarf ekki annað ef maður notar rökhugsunina en nálægð með viðeigandi tíðnistillir og allt ætti að vera opið. Ég hef velt því fyrir mér hvort slík njósnatæki þar sem þú varst að tala um gsm síma og staðsett væru í bílum gæfi möguleika hér segi ég möguleika að fara framhjá eðlilegum dómara úrskurði um hleranir og nota tækin eftir hentisemi málið er og vísa ég þá til fáfræði minnar ég hef ekki séð til sölu slík tæki og hef ekki þekkingu á hvort slík tæki séu hugarburður eða ekki. Annað merkilegt með tækina í dag. Svo ótrúlegt sem það má virðast var boðið fólki að tengjast netinu í gegnum rafmagnsinnstungur fyrir stuttu og hváði margur. Ég held að Orkuveitan hafi boðið upp á þetta. Í dag getur þú fengið sent Word skjal sent inn í sjónvarpið þitt eða Tv kort sem útleggst sem textavarp okkar skilningi. Bíddu, erum við ekki að tala um sjónvarpsgeisla? Besta vörnin fyrir öllu þessu er að verða ekki talin svo málsmetandi að einhvert kveiki áhuga á viðkomandi persónu.Ef þetta er framtíðin að sópa öllum sem eiga að hafa eftirlit með umferðarhraða og öðru slíku að parkera slíku fólki við skrifborð í óskilgreindu húsi sem auðvitað væri í felulitunum og afhenda því fólkinu heyrnartól og Wordforrit segulbandstæki, cameru, stefnuvirka hjóðbyssu,bylgjustillir fyrir gsm og svo má áfram telja þá er illa komið fyrir almennri löggæslu.
Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ
B.N. (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 00:00
Lítið mál að setja GPS-staðsetningartæki á bílinn þinn og sjá nákvæmlega á korti hvar hann er staddur hverju sinni. Einnig að setja upp örsmáar vefmyndavélar og hljóðnema í öll herbergi á heimilinu og fylgjast þannig með öllu sem þar fer fram á Internetinu úti um allan heim.
Þorsteinn Briem, 1.7.2008 kl. 08:59
Svo er einfalt að sjá hvar fólk með gemsa er staðsett. Þetta hefur verið notað í sakamálum, en það er alveg eins auðvelt að fylgjast með "pirrandi" einstaklingum.
Villi Asgeirsson, 3.7.2008 kl. 15:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.