2.7.2008 | 17:46
Gott að Náttúrutónleikarnir sluppu.
Oft fylgja góðar fréttir slæmum fréttum. Slæmu fréttirnar eru að Björk þurfi að aflýsa tónleikum erlendis en góðu fréttirnar voru þær að hún þurfti ekki að aflýsa Náttúrutónleikunum frábæru í Laugardal og verður henni, Sigurrós og öðrum, sem stóðu að þeim, seint fullþakkað fyrir það stórkostlega framtak.
Ég þekki vandamálið með röddina vel eftir hálfrar aldar feril í skemmtibransanum. Síðustu árin hafa raddbandasérfræðingar reynt að nota meðöl og meðferðir til að halda röddinni gangandi en ævinlega hafa síðustu orð þeirra verið: Það er alveg sama hvað við hömumust, - eina aðferðin sem dugar er að hvíla röddina, helst í nokkrar vikur, - líkaminn og náttúran sjálf eru bestu læknarnir.
Svo fékk ég loksins röddina í vor. Það voru góðu fréttirnar en slæmu fréttirnar voru þær að ég neyddist til að halda nokkurn veginn kjafti í þessar vikur, sem þurfti til að raddböndin jöfnuðu sig, vegna sjúkrahúsdvalar og veikinda, sem nú eru afstaðin.
Góðu fréttirnar við veikindin voru líka þær að ég léttist um 15 kíló, - hafði lengi stefnt að því að létta mig um 7-8 kíló en ekki tekist. Ég hefði samt frekar viljað sleppa því að léttingin fengist á þennan hátt.
Björk aflýsir tónleikum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sennilega er gott að náttúrutónleikarnir sluppu,en er ekki dálítið skrítið að með þessum öllum náttúruunnendum skuli sóðaskapurinn vera þvílíkur að annað eins hefur ekki séðst.Tvískinningurinn í þessum svo kölluðum nátturuunnendum er þvílíkur að manni setur hljóðann.Mest af þessu fólki hefur ekki farið út af mölinni og veit ekkert um hvað málið snýst eða hvað er að ske.Bara mótmæla af því að það er flott því það gerir líðið í 101.
Mbk
Sigurður Pálsson (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 17:58
Sigurður. Ef "liðið í 101" fer aldrei út á land mengar það nú ekki mikið úti á landi. Liðið úti á landi kemur hins vegar mikið i 101, mígur þar margt utan í veggi, gengur örna sinna á Laugaveginum og kemur með hafnaboltakylfur í bæinn til að stofna þar til slagsmála. Og árið 1991 var ráðinn sérfræðingur af landsbyggðinni, Geir Jón Þórisson, til að reyna að stemma stigu við þessum ófögnuði, landsbyggðarskrílnum.
Stór hluti þeirra sem búa í 101 Reykjavík hefur flust þangað af landsbyggðinni, eða eiga foreldra sem hafa búið úti á landi. Og hvergi eru skapaðar meiri gjaldeyristekjur hérlendis á hvern starfandi mann en einmitt í 101 Reykjavík. Fábjánahátturinn og minnimáttarkenndin er því með ólíkindum hjá sumu fólki sem býr úti á landi.
Þorsteinn Briem, 2.7.2008 kl. 19:01
Fyrir utan það að ég efast um að allir sem fóru á hljómleikana séu náttúruverndarsinnar.
Villi Asgeirsson, 2.7.2008 kl. 19:31
Og svo er það þetta með 101 liðið. Björk ólst upp í Breiðholtinu, allavega að hluta til. Sigur Rós var með aðsetur í Mosfellsbæ síðast þegar ég vissi. Annars skiptir það engu máli. Einhvern tíma var ég sálgreindur hér að blogginu hans Ómars. Ég man þetta ekki í smáatriðum, en ég var akkúrat svona kaffihúsaskáld eða álíka, sennilega með stílabók með mér öllum stundum svo ég gæti skrifað niður hugmyndir að ljóðum. Eitthvað svoleiðis, og allt af því ég var að pirrast yfir stóriðju.
Villi Asgeirsson, 2.7.2008 kl. 19:41
Er ekki málið með ruslið eftir tónleikana að það var allt saman þrifið upp innan sólarhrings. Er það ekki sama og ætlast er til út í náttúrunni. Þ.e. "Láttu ekki þitt - eftir ligggja"
Held að menn ættu að finna sér eitthvað annað til að nöldra yfir. Það fer engin út í náttúrunna án þess að vera með umbúðir og annað með. Það er svo spurningin um að skilja það ekki eftir sig út í náttúrunni. Og það var séð fyrir því í Laguadal.
Magnús Helgi Björgvinsson, 2.7.2008 kl. 20:10
Ég skil ekki þessa umræðu um rusl eftir tónleikana. Er það svo að þeir sem vilja virkjanir og álver gangi um og hendir drasli út um allt og hinir sem vilja ekki fleiri álver gangi svona rosalega vel um. Eða öfugt.
Auðvitað er þetta ekki svona og ótrúlegt að umræðan sé á þessu plani.
Varðandi þessa tónleika þá var ég þar og það var ca. 1 ruslatunna við hvert sölutjald sem er allt of lítð og það var hreinlega ekki hægt að ganga að tunnunum vísum þar sem þær voru ekki áberandi. Þetta hefði mátt bæta.
Því miður er umgengni oft slæm, í bíósölum, miðbænum, á 17. júní og á fleiri uppákomum, en við getum ekki sorterað fólk í einhverja flokka og skoðanir eftir því hvort það hendir rusli. Það þarf hins vegar vitundarvakningu í þjóðfélaginu um þetta rusl og drasl út um allt. Kannski sektir og viðurlög.
Andrea (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 22:45
Vonandi heyrist rödd þín áfram Ómar. Tónleikarnir voru frábært framtak. Og ég tek undir með Andreu.
Hólmdís Hjartardóttir, 3.7.2008 kl. 03:28
Gott að heyra að þú ert að hressast Ómar minn.
Þessir tónleikar voru auðvitað bara snilld og þýðir ekkert að agnúast út í einhverja sóða, þeir finnast því miður allsstaðar. Umræðan um þá er bara notuð til að draga úr aðalatriðinu: Þetta voru frábærir tónleikar haldnir í hinum besta tilgangi.
Bestu kveðjur og hafðu það gott Ómar
Ragnhildur Jónsdóttir, 3.7.2008 kl. 12:40
Mesta kaffihúsaalið Íslandssögunnar voru Jón Sigurðsson og Fjölnismenn, sem þræddu kaffishús stórborgarinnar á sama tíma og landar þeirra voru í torfkofum. Fer þetta ekki að verða leiðigjarnt og fráleitt að nota 101 Reykjavík og kaffihús sem stimpil yfir eitthvað neikvætt?
Sjálfur tek ég það ekki til mín, hvernig sem menn hamast. Ég hef ekki átt heima í 101 Reykjavík síðan ég var þriggja ára og ólst upp til skiptis í sveit og á Rauðarárholtiinu, sem þá var nokkurs konar þorp umlukið auðum svæðum á alla vegu. Er ekki hægt að lyfta þessari umræðu á örlítið hærra plan?
Ómar Ragnarsson, 3.7.2008 kl. 21:52
Þegar rökin eru þrotin...
Villi Asgeirsson, 4.7.2008 kl. 08:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.