Ekki fyrsta tilraunin.

Siglingarnar milli lands og Eyja, sem nú er verið að rannsaka, minna mig á tilraun sem við gerðum fyrir mörgum árum, Ragnar Bjarnason og ég, til að komast til Eyja til að skemmta þar, með því að sigla frá ströndinni út í Eyjar á vélbáti frá Eyjum. Ekki var um aðra möguleika að ræða vegna veðurs, ófært til flugs og áætlun Herjólfs passaði okkur ekki.

Gera átti tilraun til að sigla bátnum upp í ós Hólsár fyrir austan Þykkvabæ. Báturinn var með fullkomlega löglegan björgunarbúnað fyrir okkur og sjávaraldan komst ekki inn í ósinn. Skemmst er frá því að segja að þessi tilraun mistókst algerlega og báturinn komst ekki til okkar inn ósinn. 

Hann sigldi því til Þorlákshafnar ef ég man rétt (eða var það Stokkseyri eða Eyrarbakki?) og síðan var siglt til Eyja.

Mig grunar að menn hafi leitað margra ráða í gegnum tíðina til að komast þessa leið og að það hafi ekki alltaf verið gæfulegar aðferðir sem mönnum datt í hug. Ég segir frá þessu til að vara menn við því að reyna að framkvæma svona tilraun aftur. Hér gildir hið fornkveðna að kóngur vill sigla en byr verður að ráða. 


mbl.is Lögregla rannsakar siglingar til Eyja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það að fara úr fjörunni við Landeyjarsand til vers í eyjum er þekkt frá því land byggðist,og hafa orðið slys við það.

En það hafa verið farnar ferðir á slöngubátum þarna bæði í fjörurnar og ósana sem eru þarna og engvar sagnir um alvarleg slys við þá iðju,hins vegar hafa menn blotnað rækilega í brimsköflum við fjöruna og þykir ekki tiltökumál.

Ég hefði gaman af því ef eitthver talnaglöggur reiknaði út slysatíðnina miðaða við fjölda lendinga og brottfara þarna og td umferðar bíla,flugvéla,hesta,mótorhjóla og sennilega er nú þessi listi nægur en af nógu er að taka,og eru td lendingar við Surtsey frá því hún kom til gott dæmi um svona lendingar.

Mér finnst það einfaldlega bara allt í lagi þó að Bubbi vökni svolítið í fæturnar og fái saltbragð í munninn,mér finnst einfaldlega ekki allt sem hann gerir eða segir vera neitt merkilegra en annara upplifanir á tilverunni og ekkert sérstaklega frásagnarvert,þótt Bubbi svo vitnað sé í hann sjálfann,sé alltaf að selja sig og sína opinberu persónu með frásögnum á tökkum bíls síns og fl. 

Klakinn (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 08:14

2 identicon

Klaki, þú gast ekki hitt naglann betur á höfuðið, algjörlega sammála þér.

Gunni Ella P (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 09:50

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þetta minnir mig líka á það að ég fór hér um árið me' Árna Johnsen á slöngubáti frá Heimaey út í Surtsey og til baka aftur. Ýmsar kaldhúmors-athugasemdir féllu í þessum leiðangri. Þegar ég kom niður að höfn og spurðist fyrir um björgunarvesti í bátnum sagði Árni: Öryggismálin eru í góðu lagi, - hafðu ekki áhyggjur, - Guðlaugur Friðþórsson fer með okkur.

Á heimleiðinnni var farið að ýfa báru og vind og pusaði svolítið yfir okkur. Það var skítkalt. Guðlaugur sat fremst í bátnum á skyrtunni og þegar ég var búinn að fara í hlífðarfatnað sem ég hafði meðferðis í svonefndum hrakfarapoka bauð ég honum fatnað líka úr pokanum.

Hann svaraði fyrst engu eng þegar ég ítrekaði hvort hann þyrfti að klæða sig betur vegna kuldans og vætunnar svaraði hann: "Þess þarf ekki, - ég hef lent í svipuðu áður."

Ómar Ragnarsson, 7.8.2008 kl. 13:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband