Kjarnorkuúrganginn næst?

Í útvarpsfrétt um olíuhreinsistöðvar á dögunum benti talsmaður olíufélags á að engin ný stöð hefði risið síðustu tuttugu ár vegna þess, eins og hann orðaði það "að það vill enginn hafa slíka stöð í bakgarðinum hjá sér." Í olíuríkinu Noregi eru aðeins tvær stöðvar, önnur hjá Bergen en hin fyrir sunnan Osló, en engin í ótal byggðarlögum norður eftir öllu þessu langa landi, þar sem byggðavandamálin eru hin sömu og hér á landi.

Talsmenn kjarnorkuendurvinnslustöðva fullyrða að þær séu ekkert óöruggari en olíuhreinsistöðvar og mengunarslys fátíðari en í olíuflutningunum sem fylgja olíuhreinsistöðvunum. Þeir sem vilja gera íslenskt dreifbýli að athvarfi fyrir olíuhreinsistöðvar geta alveg eins reynt að lokka til sín starfsemi sem tengist "hreinsun", varðveislu og úrvinnslu úr kjarnorkuúrgangi.

Eftir situr spurningin: Af hverju vilja Norðmenn ekki leysa byggðavanda sinn með því að fara þá leið sem sagt er að 99,9% líkur séu á að verði farin fyrir vestan? Ég fékk svarið á ferð þar í landi. Stöðvarnar tvær hjá okkur fylgdu á sínum tíma með olíuvinnslunni. Fleiri reisum við ekki vegna hættu á olíuslysi og neikvæðrar ímyndir fyrir landið og hinar dreifðu byggðir þess sem fylgja myndi slíkum stöðvum.

Sem hreinust og óspilltust ímynd Noregs skapar okkur velvilja, viðskiptavild og ferðamannatekjur sem við viljum ekki hætta á að skemma.


mbl.is Olíuhreinsistöð: Umhverfismat er næsta skref
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einhverntíman lagði rugludallurinn Vladimir Zhirinovsky það til að Ísland yrði gert að fanganýlendu fyrir Rússland og Evrópu. Það er kannski eins gott að hann er valdalaus, ef þetta tilboð hefði borist Íslendingum formlega þá hefði því eflaust verið tekið enda um frábært atvinnutækifæri að ræða fyrir hinar dreifðu byggðir...

Bjarki S (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 14:00

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég efast ekki um Ómar að skoðanabræður þínir í Noregi setja dæmið svona upp. En getur verið að ástæðan sé allt önnur? Nefnilega sú að Norðmenn hafi ekki orku fyrir slíkan iðnað? Að þeir hafi ekki losunarheimildir fyrir slíkum iðnaði?

Gunnar Th. Gunnarsson, 7.8.2008 kl. 14:01

3 identicon

Ég var að horfa á fréttirnar MBL.IS áðan þar sem Ragnheiður Björnsdóttir  formaður Félags íslenska leiðsögumanna og Ólöf Ýr Atladóttir ferðamálastjóri tala um mikla aukningu ferðamanna sem skilja eftir sig fótum troðið land og kaupa sáralitla vöru og þjónustu á ferðum sínum.

Ef við viljum ekki virkjanir, iðnað og áframhaldandi framþróun í þessu landi á hverju á hverju á þjóðin að lifa. Ekki lifir þjóðin til eilífðar á fiski og ferðamönnum. Ekki af eftirfarandi fréttum að dæma.

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/08/07/uppselt_a_ferdamannastadi/

Þórður Sigurðsson (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 16:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband