Stolt stórþjóðar.

Enginn skyldi vanmeta stolt stórþjóðar. Harðstjórn Stalíns kostaði milljónir manna lífið en þegar stolt þjóðarinnar var að veði í innrás Þjóðverja, tókst Stalín að fylkja kúguðum þegnum sínum að baki sér með því að höfða til þess að verið væri að verja "móður Rússland."

Setningarhátíð og framkvæmd Ólympíuleikanna í Kína ber það strax með sér að Kínverjar líta svo á að stolt þeirra og sómi sem fjölmennustu þjóðar heims sé að veði. Þeir virðast hafa ásett sér að allt, bókstaflega allt verði stærra, betra og mikilfenglegra en á nokkrum öðrum Ólympíuleikum.

"Hvar er þín fornaldar frægð...?" orti Jónas um Íslendinga og Kínverjum er greinilega mikið í mun að sýna, að niðurlægingartímabili síðustu alda sé lokið og þeir séu á góðri leið með að endurheimta hinn forna sess sinn þegar þjóðin stóð framar flestum öðrum. 

Vesturlandsbúum er því vandi á höndum með það hve langt á að ganga í því að blanda gagnrýni á einræði og mannréttinabrot í landinu inn í þessa leika. Ef ráðist er um á stolt þjóðarinnar og varpað skugga á leikana getur það virkað öfugt við það sem ætlunin er og þjappað þjóðinni að baki einræðisherrunum, hversu gagnrýniverðir sem þeir eru. 

Bush Bandaríkjaforseti fór þá leið að lesa kínverskum ráðamönnum gagnrýnispistil áður en hann fór á leikana. Með því undirstrikaði hann að vera hans á griðávettvangi fremsta íþróttafólks heims væri til heiðurs kínversku þjóðinni fyrst og fremst.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Jónsson

Skiptir í raun hvar harðstjón ríkir, Suður Ameríka, Mið Amerika, Afrika.

Að vísu er Kína eina "total" reum ríki sem hægt er að taka mark á

þessvegna sameinast BNA og RUS, vonum samt að það verði seinna heldur en fyrr.

Mannréttindabrot og sérstaklega mannsmorð eru tekinn léttvæg.

Mannslífið er léttvægt.

Kristinn Jónsson, 9.8.2008 kl. 05:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband