Enn dæmi um viðhorfsmismun.

Enn og aftur koma þær sérkennilegu hnýsniskröfur Bandaríkjamanna upp á yfirborðið, að einkalíf fólks skipti svo miklu höfuðmáli að máli að það verði að vera uppi á hvers manns borði.Það er ástæðan fyrir því að menn í stöðu Edwards leiðast út í það að ljúga opinberlega um mál sem ættu að vera þeirra einkamál.

Ég rifja því upp góða sögu af Mitterand Frakklandsforseta. Ungur og óreyndur blaðamaður kallar upp á blaðamannafundi: "Er það rétt, herra forseti, að þú hafir átt og eigir jafnvel enn hjákonu?" Og hver voru viðbrögð forsetans? Jú, hann svaraði umsvifalaust: "Já það er rétt. Næsta spurning, gjörið svo vel." Málið dautt enda svona blaðamannafundir settir upp til að ræða stór og knýjandi póltísk mál en ekki það í hvaða rúmi hver svæfi.

Í Faðirvorinu er þessi setning (sem sumir segja raunar að sé ekki rétt þýdd): "Eigi leið þú oss í freistni." Með fráleitum kröfum Bandaríkjamanna um upplýsingagjöf um einkamál er verið að leiða þá í freistni sem krafist er að svari hnýsnisspurningum. Edwards hefði getað svarað upphaflega á þann veg að þetta væri einkamál og kæmi engum við en þá hefði slíkt svar verið túlkað sem viðurkenning á hneykslanlegu athæfi.


mbl.is Edwards viðurkennir framhjáhald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er ánægjulegt að geta verið sammála þér stöku sinnum Ómar

Gunnar Th. Gunnarsson, 9.8.2008 kl. 17:11

2 identicon

Ég heyrði það sagt að frakkar gátu aldrei átt nýlendur lengi á nýlendutímanum, því þeir blönduðust svo hratt innfæddum, öfugt við breta.

Gisli Gislason (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 13:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband