Slæmt, ef rétt er.

Það er erfitt að trúa því að Rússar ætli sér virkilega að fara með stríðið út fyrir mörk vopnahléssamkomulagsins. Þótt segja megi að forseti Georgíu hafi upphaflega komið atburðarásinni af stað og kannski vanmetið hörku Rússa, verður því ekki trúað að Rússar taki ekkert mark á gríðarfjölmennum fjöldamótmælum Georgíumanna.

Ef rússneskir skriðdrekar enda þennan hernað með því að fara inn í Tblisi eru þeir að endurtaka innreið skriðdrekanna inn í Prag 1968 og Búdapest 1956.


mbl.is Rússar halda í átt að Tbilisi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Það verður spennandi að fylgjast með því sem bandaríkjamenn gera á næstu dögum. Þeir hafa lofað aðstoð og herinn á að sjá um að hún komist til skila. Ég held að það sé engin tilviljun, því þar sem bandaríski herinn er, verða rússar að passa sig. Þetta er snjallt bragð, en það er líka nauðsynlegt, því vesturlönd eru með allt niður um sig í þessari deilu.

Villi Asgeirsson, 13.8.2008 kl. 20:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband