Sólarmegin í lífinu.

Að undanförnu hef ég átt nokkrum sinnum leið vestur Laugaveg, Bankastræti og Austurstræti og virt mannlífið fyrir mér. Sjá má augljós áhrif tveggja staðreynda.

1. Sólin er þessa dagana hæst í aðeins 34 gráðu hæð á hádegi í Reykjavík í stað 45 - 55 gráðu hæðar í borgum Evrópu. Síðdegis er munurinn meiri því að það munar meira um að sólin lækki úr t.d. 34 í 24 gráður en hún lækki niður í 35-45 gráður.
Upp úr miðjum september er mesti sólarhæð í Reykjavík komin niður í aðeins 25 gráður og síðdegis lekur nún niður fyrir 20 gráðurnar.

2. Meðalhiti miðdags í Reykjavík er sjö stigum lægri en í höfuðborgum hinna Norðurlandanna og munurinn enn meiri hvað snertir borgir sunnar í álfunni.

Af þessu tvennu leiðir það sem blasir við á ferð um miðborgina: Fólk sest í björtu og góðu veðri við borð úti á stéttunum sólarmegin þar sem húsin sunnanmegin skyggja ekki á sólina.

Fjölmennast er þar sem húsin skyggja síst á sól, t.d. efst í Bankastræti, Við Vallarstræti og Austurvöll og vestast í Hafnarstræti.

Ef menn segja að það sé vegna þess að veitingastaðir séu fyrir tilviljun á þessum stöðum held ég að það sé þveröfugt.
Veitingarstaðir eiga betri sóknarfæri ef þeir hafa möguleika fyrir viðskiptavinina til að sitja úti við á góðviðrisdögum.

Þeir eiga meiri möguleika til að vera "sólarmegin í lífinu" eða "on the sunny side of the street."

Niðurstaða: Hærri hús og meiri skuggar minnka möguleika á útilífi og aðlaðandi mannlífi í þeim bæjum og borgum þar sem eru köldustu sumur í Evrópu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Deiliskipulag sem gert var fyrir Laugaveginn og er enn í gildi - formlega séð - gerir ráð fyrir hærri húsum norðanmegin götunar en lægri byggingum sunnanmegin hennar. Hið fyrirhugaða Listaháskólahús er norðanmegin.

Egill (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 14:43

3 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Sæll Ómar

Þetta birti ég á bloggi mínu 10. ágúst:

Sól og vindur

Þegar ég geng um miðbæ Reykjavíkur (ég bæði bý og starfa þar) í góðviðrinu sem ríkt hefur í sumar þá sé ég að það er mikil eftirspurn eftir sólskini hér. Allstaðar þar sem hola má niður stól og borði á gangstétt eru veitinga- og kaffihús búin að stilla þeim upp og allt fyllist jafnóðum af innlendum sem erlendum gestum. En á sumum stöðum er þetta ekki gerlegt þar sem búið er að byggja 3-5 hæða hús sunnan megin við Laugaveg eða Austurstræti. Eldri og jafnframt lægri húsin hleypa sólinni niður til fólksins á gangstéttinni en þau stóru skyggja á. Og þar sem stærri hús hafa verið byggð beggja vegna götunnar, líkt og í vesturenda Austurstrætis, þar ríkir skugginn. Og þar nær vindurinn sér líka á strik. Það er búið að byggja nokkur skuggahús sunnanmegin við Laugaveginn og það eru fleiri í undirbúningi. Hótelið sem átti að byggja á reitnum sem R-borg keypti neðst við Laugaveg hefði orðið skuggahús.

Sem betur fer er búið að stöðva þau áform. Sólin er forsenda lífsins á jörðu - og hún er líka lífgjafi miðborgarinnar eins og dæmin sanna. Vonandi skilja íslenskir húsahönnuðir og byggingameistarar þetta fyrr en síðar.

Hjálmtýr V Heiðdal, 14.8.2008 kl. 19:11

4 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

"Skuggahús"! Þetta er frábært hugtak um há hús sem verða byggð á ohentugum stað og skyggja á mannlífið.

Úrsúla Jünemann, 14.8.2008 kl. 21:00

5 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Hið nýja hótel sem fyrirhugað er að byggja sunnan við Ingólfstorg mun væntanlega skyggja á það sem eftir verður af torginu.

Lára Hanna Einarsdóttir, 15.8.2008 kl. 00:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband