Stóriðjan stýrir för.

Sjálstæðiflokkurinn er við stjórnvölinn á stóriðjuhraðlestinni og fær til sín annað hvort "sætustu stelpuna á ballinu" eða "næstsætustu stelpuna á ballinu" til að fara með sér heim. Í ríkisstjórn gegnir Samfylkingin þessu hlutverki og leiðari Þorsteins Pálssonar byggðist á því að æsa Sjálfstæðismenn í borginni til að krækja sér aftur í stóriðjustelpuna sem fór frá þeim síðastliðið haust.

Í leiðaranum var þungamiðjan sú sem dregur stóriðjusinnana saman, þ. e. hin gamla síbylja um það að eina ráðið til að verjast samdrætti í þjóðarbúskapnum sé að herða á virkjanaframkvæmdum.

Í orði kveðnu heitir þetta "rástafanir í atvinnumálum" en er í raun hin skefjalausa stóriðjustefna sem engu eirir. Einkennin eru hin sömu og hjá fíklum. Eftir að farið var af stað með það að spenna hér þenslu upp úr öllu valdi 2003 með framkvæmdunum fyrir austan svo að efnahagslífið var í svipuðu ástandi og alki á blindfyllerí, geta þeir sem að því stóðu ekki horfst í augu við timburmennina heldur verða að fá sér eins sterkan afréttara og hægt er.

Á ofþenslutímabilinu fóru til dæmis húsbyggingar langt fram úr þörfum og afleiðingin er stórfelldur samdráttur, sem hefði ekki orðið ef hér hefði verið efnahagsstjórn byggð á framsýni.

Línurnar í borgarstjórn ráðast undir niðri og í raun af afstöðu flokkanna til stóriðjufyllerísins. Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur skera sig úr sem hreinir stóriðjuflokkar. Samfylkingin er beggja blands en Vinstri grænir og fullrúar F-listans, sem eru reyndar félagar í Íslandshreyfingunni, eru andvígir því offari sem stórðjusinnar vilja fara og þess vegna á móti Bitruvirkjun.

Ég held að það þurfi ekki sérstaka glöggskyggni til að sjá að Sjálfstæðismenn og Framsókn myndu fyrr eða síðar ná aftur saman í borgarstjórn á þessu kjörtímabili, hvattir af forystumönnum flokka sinna.

Óskar Bergsson hefur ekki farið dult með það að hann vill þessa Bitruvirkjun og allir farsarnir undanfarna mánuði hafa aðeins verið millileikir í refskák fyrir Sjálfstæðismenn og Framsókn, Það þurfti næði til að skipta út mönnum til að minnka lyktina af REI-klúðrinu, stokka forystuna í borginni upp, og bæta við Bitruvirkjunarmálið öðrum ágreiningsefnum til að fá átyllu til gera það, sem hugurinn stóð alltaf til undir niðri.

Já, stóðiðjan stýrir för og tekur sinn toll. Á Hellisheiði stendur til að kreista svo mikla orku úr jörðu að hún endist aðeins í nokkra áratugi og láta síðan afkomendum okkar eftir að finna 600 megavött annars staðar. EKki á að hika við að taka ákvarðanir sem bitna á yfirgnæfandi meirihluta kjósenda, þeim sem eru ófæddir.

Þessi stefna samsvarar því að Ólafur Thors, Bjarni Ben, Emil Jónsson og Gylfi Þ. hefðu virkjað fyrir álverið í Straumsvík á þann hátt að orkan væri búin núna og við sætum uppi með afleiðingarnar af svona siðlausri ákvörðun.

Aðeins af þessum ástæðum einum er Bitruvirkjun framkvæmd, sem er okkur ekki sæmandi, burtséð frá öllum umhverfisspjöllunum, sem hún veldur.


mbl.is Bitruvirkjun á kortið á ný?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fiskurinn

Virkjun jarðhita og vatnsfall eftir áratugi getur verið á alla vegu, þar sem t.d. jarðhræringar valda breytingum og jöklar bráðna eða djúpborun eða önnur tækni hefur tekið við. Við tölum um fugl í hendi, þar sem Bitruvirkjun sannarlega er, ekki fugla í skógi eftir áratugi. Ekkert okkar hefur hugmynd um það hvernig aðstæður verða eftir áratugi og verðum því að horfa á raunhæfustu kostina í dag. D+B gera það saman, á meðan aðrir halda í ídealismann fram í rauðan dauðann.

Fiskurinn, 15.8.2008 kl. 18:08

2 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Þú hittir nákvæmlega í mark með þennan pistil.

Úrsúla Jünemann, 15.8.2008 kl. 20:11

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"Ekkert okkar hefur hugmynd um það hvernig aðstæður verða eftir áratugi..." Þetta er helsta réttlætingin fyrir því að við getum hagað okkur eins og okkur sýnist án tillits til afkomenda okkar. Þessi röksemdafærsla er siðlaus því að með henni er hægt að réttlæta hvað sem er.

Enginn veit til dæmis hvort eldsumbrot á Þingvallasvæðinu geti gerbreytt því. Væri þá í ljósi þessarar óvissu hægt að gera þar hvað sem er, t. d. hækka stífluna við suðurenda vatnsins til að auka fallhæðina í Steingrímsstöð og hækka vatnsborðið og sökkva Völlunum vegna þess að vatn gangi þar smám saman á land hvort eð er samkvæmt rannsóknum vísindamanna?

Það er hægt að teygja þessa afsökun að enginn viti hvernig aðstæður verða í framtíðinni svo langt að óþarfi sé að eyða peningum til að bjarga lífi manns með uppskurði því að "enginn hefur hugmynd um það hvernig aðstæður hans verði eftir áratugi, - hann gæti þess vegna drepist úr einhverju öðru hvenær sem er.

Ómar Ragnarsson, 15.8.2008 kl. 20:37

4 Smámynd: Jón V Viðarsson

Það eru mörg tækifæri þegar góðæri ríkir eins og verið hefur frá árinu 2003 . Fólk getur safnað peningum , fjárfest og gert marga góða hluti þegar svona árar . Þeir sem hafa verið skinsamir mæta nú kreppunni með bros á vör . Stóriðja fer vel saman við ferðamannaþjónustuna eins og tildæmis Bláa Lónið sem er alltaf yfirfullt af ferðamönnum og Íslendingum þó svo að miðinn kosti 2500 kr . Þarna buslar fólkið í nágrenni við gufuaflstöð og ekur framhjá Álverinu í Straumsvík skæl brosandi og hlakkar til að sjá meira af hinu fagra íslandi . Ferðamenn sem híngað koma skilja ekkert í því hverng við getum framleitt alla þessa orku án þess að menga lanið hið minnsta og á sama hátt hitað húsin með öllu þessu heita vatni sem kemur úr sömu holum . Ég hef komið til Tenerífe og þar er stór Olíuhreynsistöð í höfuðborginni Santa cruz. Það er megn Dísel Olíu stibba yfir borginni en samt þikir þetta ekkert stór mál fyrir túristann því hann kemur afur og aftur að sóla sig . Í Danmörk og víða annarstaðar eru að spretta upp vindmillur í þúsunda tali sem framleiða raforku og er það mikið lýti fyrir þessi lönd . Nei við meigum vera stolt af þessari grænu orku sem skapar hér vinnu og á eftir að skapa enn meiri atvinnuvinnu og framleiðni í framtíðinni .

Þegar Grafarholtið fór að byggjast var talað um að þessi hús og íbúðir myndu alldrei seljast , en hvað kom á daginn , íbúð sem kostaði 15 miljónir kostar í dag 30 miljónir . Fólkið sem fjárfesti á þeim tíma situr nú í helmingi verðmætari eignum . Auðvitað er fullt af fólki sem hefur misnotað þessar hækkanir og skuldbreitt lánum hjá sér og komið sér í miklar skuldir sem það ræður varla við í dag , En það er ekki góðærinu um að kenna . 

Jón V Viðarsson, 15.8.2008 kl. 21:21

5 identicon

Til að skilja þig verð ég að fá skýringu á eftirfarandi texta í blogginu:

„Á ofþenslutímabilinu fóru til dæmis húsbyggingar langt fram úr þörfum og afleiðingin er stórfelldur samdráttur, sem hefði ekki orðið ef hér hefði verið efnahagsstjórn byggð á framsýni.“

Hver á til dæmis að meta „þörfina“? Hvenær á að meta þessa „þörf“?

Sigurdur Sigurdarson (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 22:42

6 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Jaja Ómar,

ekki hef ég kynnt mér Bitruvirkjun í þaula. Aftur á móti er ég þeirrar skoðunar að við verðum að vinna okkur út úr þessari virkjunarstefnu fyrr eða síðar. Að sjálfsögðu verðum við að finna aðrar lausnir. Meðan þær lausnir hafa ekki verið virkjaðar höfum við ekki marga valkosti. 

Gunnar Skúli Ármannsson, 15.8.2008 kl. 23:31

7 identicon

Síðastliðinn fimmtudag fór ég á fyrirlestur hjá bandaríska ljósmyndaranum Vincent Versace. Þetta ku vera fjarska virtur maður í sínu fagi þar vestra. En það var athyglisvert hvernig hann byrjaði fyrirlesturinn. „You are a nation bored by beauty.“ (Þessi þjóð er leið á fegurð) og hann hefur farið víða um lönd og álfur. Það kom fram í næstu setningu á eftir, frá námskeiðshaldaranum, að Versace hafði bara verið á vallasvæðinu í Keflavík. Hann átti eftir að skoða landið! Og átti ekki orð yfir fegurð þess sem hann sá!

Við Íslendingar rústum fegurð ef hún er einhvers staðar finnanleg.

Þorsteinn Úlfar Björnsson (IP-tala skráð) 16.8.2008 kl. 02:48

8 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Hvað svo sem segja mátti um fráfarandi borgarstjórnarmeirihluta, þá er myndun þess nýja dauðadómur yfir Bitru -ekki satt ?

Hildur Helga Sigurðardóttir, 16.8.2008 kl. 08:05

9 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Stóriðjustefnan er falin í umræðu um „ráðstafanir í atvinnumálum“. En er í raun árás á komandi kynslóðir. Hver verða mestu verðmætin á Íslandi eftir 100 ár? Stórbrotin náttúra eða yfirgefnar verksmiðjur? Yfirgefin olíuhreinsunarstöð fyrir vestan? Verður hún, líkt og verksmiðjurnar í Djúpavík og Hjalteyri, nothæf fyrir leikshús og málverkasýningar?

Eigendur jarðvinnsluvéla og byggingakrana geta nú glaðst yfir nýjum meirihluta í Reykjavík. Fleiri gömul hús verða rifin og stórbyggingar byggðar í viðkvæmum miðbæ. Og fleiri náttúruperlur fara undir ýtutönn.

Hjálmtýr V Heiðdal, 16.8.2008 kl. 10:48

10 Smámynd: Jón V Viðarsson

Það verður gaman fyrir komandi kinslóðir að ferðast um landið og skoða gömul mannvirki . Fólk dáist af gömlu síldar plönunum og verksmiðjunum sem komnar eru í eyði . Ömmur og afar sína börnum sínum með stolti þá staði sem þau ólust upp í en eru nú kanski komnir í eyði . Íslenskir Gædar fræða erlenda gesti um þessa staði með stolti . Svona verður þetta í framtíðinni . Allar þessar stóryðjur og mannvirki verða stolt Íslendinga í komandi framtíð .

Hálendið verður alltaf til staðar fyrir þá sem vilja ferðast um landið og það sem þar ber við sjónir finnst þér kanski ljótt en öðrum fallegt . Kröfluvirkjun og það svæði er einn vinsælasti ferðamannastaðurinn í dag þrátt fyrir allt . Olíuhreynsistöð verður einn að áfangastöðum barna okkar í framtíðinni og mynningar þeirra barna verða ekki síðri en barna okkar í dag .  

Jón V Viðarsson, 16.8.2008 kl. 12:11

11 identicon

Dauðu hafsvæðin stækka

atlii@24stundir.is

,,Súrefnisskortur hrjáir sífellt fleiri

strandsvæði í heiminum og er

ástandið á hafsbotninum víða svo

slæmt að hann getur vart viðhaldið

nokkru lífi.

Í nýjasta hefti vísindatímaritsins

Science segir að helsti orsakavaldur

þessarar þróunar séu efni í áburði,

rík af köfnunarefnum, sem enda á

hafsbotni við strendur eftir að hafa

borist með ám og straumföllum.

Tvöfaldast sérhvern áratug

Á vef New York Times segir að

fjöldi þessara „dauðu svæða“ hafi

tvöfaldast á hverjum tíu árum allt

frá sjöunda áratug síðustu aldar.

Súrefnisskortur hrjáir nú hafsbotninn

á um 400 skilgreindum strandsvæðum

og fer þeim bæði fjölgandi

og þau stækka.

Umrædd strandsvæði eru nú

samanlagt um 250 þúsund ferkílómetrar

að stærð, eða rúmlega tvisvar

sinnum stærri en Ísland.

Ástandið er sagt vera einna verst í

Eystrasalti, Mexíkóflóa, við austurströnd

Bandaríkjanna og vesturströnd

Evrópu.

Gömul og góð fiskimið

Robert J. Diaz, prófessor við Háskólann

í Virginíu og sá sem fór

fyrir rannsókninni, segir að

„dauðu svæðin“ séu flest á strandsvæðum

sem áður töldust góð

fiskimið og segir hann þróunina

uggvænlega. „Það sem hefur gerst

síðustu 40 til 50 árin er að mannanna

verk hafa leitt til versnandi

lífsskilyrða í hafinu.“

Diaz segir mikilvægt að bregðast

við þróuninni sem fyrst og hvetur

til ábyrgari áburðarnotkunar jarðarbúa.

Áburðurinn verði að haldast

á landi og megi ekki skolast út á

sjó.

Samdráttur í sjávarútvegi

Í rannsókninni er bent á að verið

sé að skemma lífsskilyrði lífvera

sem eru æti fyrir lífverur ofar í

fæðukeðjunni. Þannig hefur

Eystrasalt, stærsta „dauða svæði“

heims, misst 30 prósent fæðuorku

sinnar, sem hefur leitt til verulegs

samdráttar í sjávarútvegi.

Einnig er bent á að súrefnisskorturinn

neyði fiskinn til að

sækja í heitari sjó, nær yfirborðinu,

sem gerir hann næmari fyrir sjúkdómum.

Fiskveiðar Mikill samdráttur

hefur verið í sjávarútvegi

í Eystrasalti.''

Athyglisverð frétt í 24 stundum í dag 16.ágúst 2008 um súrefnisskort í hafinu. Hvenær fáum  við svona frétt um lofthjúpinn sem við fáum súrefnið okkar frá til að getað lifað hér á Jörðinni?

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 16.8.2008 kl. 12:30

12 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég nenni ekki einu sinni enn að telja upp langa röð af virkjunum sem ég og aðrir umhverfisverndarsinnar hafa samþykkt og gera ummæli þín marklaus.

Við viljum hins vegar að orku okkar kaupi fleiri og smærri fyrirtæki, sem þurfa minni orku fyrir hvert veitt starf, menga nær ekkert og sækjast eftir þeim gæðastimpli sem það veitir að hafa gott og ítarlegt umhverfismat og fórna ekki einstæðum náttúruverðmætum.

Þessi fyrirtæki bíða í röðum, en eiga ekki eftir að komast að, hvað þá orkuöflun fyrir bíla okkar og skip, vegna þess að hin hrikastóru álver gleypa allt og krefjast svo stórra og/eða margra virkjana hvert, að umhverfisspjöllin verða miklu meiri en þörf er á.

Ómar Ragnarsson, 16.8.2008 kl. 15:41

13 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Húsbygginar og húsnæðiskerfi er eitt stærsta atriðið í þeim vanda sem við er að fást. Ég rek hann að mestu til þeirrar ásóknar í þenslu sem einkennir ætíð íslenska ráðamenn og veldur því að hér verða toppar og lægðir í efnahagslífinu alltaf miklu stærri en heppilegt er.

Í ofurþenslu undanfarinna ára var byggt miklu meira húsnæði en þörf var fyrir. Þetta gekk á meðan hægt var að halda þenslunni í gangi en um leið og það er ekki lengur hægt, koma afleiðingarnar í ljós: offramboð á húsnæði, verðfall, miklu meiri samdráttur í byggingarframkvæmdum en ella hefði orðið með tilheyrandi atvinnuvanda.

Ef þenslan hefði verið minni hefði verið byggt minna af húsnæði og niðursveiflan ekki orðið svona stór.

Þetta er sama lögmál og í áfengisdrykkju og fíkniefnaneyslu: Því meira sem er drukkið á fylleríinu eð neytt af fíkniefnunum, því verri verða timburmennir og fráhvarfseinkennin, og því meira telja menn sig þurfa að drekka áfram eða neyta áfram til að "rétta sig af."

Ómar Ragnarsson, 16.8.2008 kl. 15:50

14 Smámynd: Jón V Viðarsson

Það var nauðsinlekt að byggja um 3000 íbúðir til þess að anna eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði hér á höfuðborgarsvæðinu . Ef það hefði orðið húsnæðisskortur þá hefði íbúðaverð hækkað langt út fyrir eðlileg mörk . Leiguverð væri þá í hæstu hæðum og allt væri í kaos . Það er þó betra að nægt framboð sé á húsnæði heldur en hitt .

í sambandi við mörg lítil fyrirtæki þá held ég að betra sé að hafa eitt stórt og öflugt heldur en mörg lítil og misjöfn . Dæmi eins og með útgerðina !! 

Jón V Viðarsson, 16.8.2008 kl. 20:23

15 identicon

Leyfi mér að setja úrdrátt úr grein eftir undirritaðan sem birtist í Morgunblaðinu 19.nóvember 2006  ,,Þar sem daglaunin duga' ´

,,Útflutningsgreinarnar hér heima eiga sér þó málsbætur hvað varðar getu til að borga mannsæmandi laun því vaxtastigið sem fyrirtækin búa við í samkeppninni um markaði erlendis er hér miklu hærri en í Danmörku. Sem dæmi eru stýrivextir hjá Seðlabankanum 14 % en 3,5% í Danmörku.  Þetta fyrirkomulag leiðir af sér að á Íslandi er betra að geyma aurana sína á bankabók og liggja síðan rólegur á meltunni og bíða afrakstursins heldur en að taka þátt í uppbyggingu samfélagsins t.d. með því að fara út í fyrirtækjarekstur. Hér er fjármagstekjuskatturinn aðeins 10%. Þetta alíslenska kerfi er hannað fyrir þá efnuðu, fyrst og fremst og hina útvöldu þ.m.t.  útrásarmenn. Þetta leiðir svo sjálfkrafa til atvinnuleysis í samfélaginu og heldur skuldurum í ánauð hárra vaxta og verðtryggingar. Í Danmörku eru fjármagnstekjur hins vegar meðhöndlaðar eins og hverjar aðrar launatekjur og takið eftir að þar er engin verðtrygging eins og við þekkjum hana og enginn skilur.'

Baldvin Nielsen,Reykjanesbæ

P.S. Þegar ég bjó í Danmörk á sínum tíma spurðu danir mig af því afhverju svona margir Íslendingar væru að flytja til Danmerkur þar sem Ísland væri svo fallegt land.

Ég svaraði því til að ef á Íslandii væri danskt viðskifta-og fjármálavit sem réði för ekki þessi pólitík sem fær meirihluta almennings til þess að trúa því að Íslensk verðtrygging(óútfylltur víxil) sé góðæri á meðan hinir fáu útvöldu sleikja sólina væri Ísland paradís á Jörðu.    

B.N. (IP-tala skráð) 16.8.2008 kl. 21:55

16 Smámynd: Jón V Viðarsson

Herra B.N

Það er næst minnsta atvinnuleysi á Evrópusvæðinu í Danmörk . En hver er ástæðan . Jú Danir eru farnir að setjast að í Svíþðjóð til þess að vinna og borga þannig lægri skatta . Þeir fá einmitt þessa sömu spurningu þegar þeir flitja bæði til Þýskalands og Svíþjóðar . Og þeir svara því að skattar séu allt of háir í þeirra landi . í Danmörk eru mörg hundruð manns flúnir þessa skattapíningu . Þessi flótti veldur því að atvinnuleysi mælist minna þar í landi. 

Jón V Viðarsson, 16.8.2008 kl. 23:01

17 Smámynd: Geir Guðjónsson

Sælt veri fólkið.  Mér datt í hug að ljá máls á einu atriði varðandi svo kallaða græna orku, sem menn þreytast ekki á að fullyrða að komi frá Jarðgufuvirkjunum, til að mynda Bitruvirkjun áætlaðri.  Við yfirlestur á matsskýrslu vegna stækkunar Hellisheiðarvirkjunar á sínum tíma rakst ég á nokkuð sem kom mér á óvart. Þar var fjallað um losun gróðurhúsalofttegunda vegna framkvæmdarinnar og kom þar fram að heldarlosun gróðurhúsalofttegunda frá jarðgufuvirkjunum á Íslandi árið 2002 hafi numið 155þúsund tonnum Til að setja þetta í samhengi hafi heildarlosun á íslandi árið 2003 numið 3.500 þúsund tonnum. Athugið að þessar losunartölureru frá því áður en til kemur stækkun Hellisheiðarvirkjunar, Hverahlíðarvirkjun, Bitruvirkjun og stækkun Kröfluvirkjunar og áætlanir um öflun orku fyrir Bakkaálver og væri því  gaman að vita hver heildarlosun gróðurhúsalofttegunda er nú, frá orðnum og áætluðum jarðgufuvirkjunum. Þegar ég renndi yfir matsskýrslu vegna Bitruvirkjunnar sá ég á einum stað að  gert var ráð fyrir 36 þúsund tonna árslosun að því gefnu að allt brennisteinsvetni væri bundið í niðurrennslisvatn (ath. Þessi aðferð ,að aðskilja brennisteinsvetni er á tilraunastigi og hvergier notuð hér á landi enn sem komið er) en ekki getið um heildarlosun.  Síðan kom fram í matsskýrslunni eftirfarandi , sem mér þótti athygli vert en það er að losun gróðurhúsalofttegunda frá jarðvarmavirkjunum er undanþegin losunarbókhaldi fyrir Ísland. Einnig kom fram að losun frá Hellisheiðarvirkjun færi ekki yfir 11gr CO2/Kwst. Leikur mér nú forvitni á að vita hort þessi undanþága er enn í gildi, hvernig er hún rökstudd og í hvers umboði  er hún sett? Er hér um að ræða viðurkenda bókhaldsaðferð á heimsvísu, hvað  varðar losun gróðurhúsalofttegunda eða sér Íslenskt fyrirbæri , kanski Íslensk sérþekking fallin til útflutnings á sviði beislunar jarðvarma?  Ég hefi grun um að sú fullyrðing, að jarðgufuvirkjanir í núverandi mynd séu "grænar" og er meðal annars boðuð af ekki ómerkari mönnum en Forseta vorum, heims um ból, sé í það minnsta ekki hafin yfir gagnrýni og þarfnist nánari skoðunar.  Er landslýð ekki innrætt að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda nú um mundir !!! 

Kv.     Geir Guðjónsson

PS. Það er að því ég best veit um hverfandi losun gróðurhúsalofttegunda  að ræða, frá vatnsaflsvirkjunum þ.e.a.s. að loknum framkvæmdatíma, burt séð frá öðrum áhrifum,  svo sem uppistöðulónum og fatnsfallabreytingum.  Sást Listamannaelítunni yfir þetta atriði í herferðinni "Ísland örum skorið" sem blásið var til einhverntíman á Kárahnjúkatímabilinu og einhverjir muna að líkindum eftir ?

Kv. Geir Guðjónsson.

Geir Guðjónsson, 17.8.2008 kl. 00:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband