Vesturbyggð vanrækt einu sinni enn?

Heyrði í fréttum að samgönguráðherra ætlaði að bera það upp á fjórðungsþingi Vestfirðinga að færa gangagerð milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar einu sinni enn aftar í forgangsröðinni. Í þetta sinn verði göng mili Skutulsfjarðar og Álftafjarðar tekin fram fyrir.  Ég segi "enn einu sinni" því að göngin á milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar hefðu að mínu mati átt að koma á undan Héðinsfjarðargöngunum og jafnvel enn fyrr. 

Með þessu er verið að reka íbúa Vesturbyggðar í fang rússneskra huldumannanna sem enginn fær að vita hverjir eru en íbúar Vesturbyggðar ætla að treysta fyrir öllu sínu og afkomenda sinna. 

Sú hugsun getur verið í undirmeðvitundinni hjá þeim sem ráða ferðinni í þessum málum að úr því að "99,9%" líkur séu á olíuhreinsistöð við Arnarfjörð geti fólkið á Suðurfjörðum ekki í ofanálag ætlast til þess að fá jarðgöngin líka.

Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að fyrstu mistökin hafi verið gerð í kringum 1980 þegar ákveðið var að tengja fyrst saman Ísafjörð og Hólmavík. Ein af röksemdunum fólst í svonefndri Inndjúpsáætlun sem tíminn leiddi í ljós að var slíkir loftkastalar, að maður hlær og grætur þegar maður les hana í dag.

Ef ákveðið hefði verið að leggja áherslu á stystu leið til Reykjavíkur sem liggur um norðurhluta Breiðafjarðar og Gilsfjörð væri staðan önnur nú.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hún er stundum skrýtin hreppapólitíkin. Hver á að "fá" göng og hver á ekki að "fá" göng? Skýrasta dæmið er einmitt af því svæði sem þú nefnir í lokin, Reykhólahreppi. Þar á að leggja veg yfir skóg sem er á náttúruminjaskrá og fylla nánast fyrir minni tveggja fjarða með umtalsverðum spjöllum á náttúru, gróður og dýralífi. Kostnaður við Þessa vegagerð er ekki undir 4 milljörðum

Það skrítna er að það er annar kostur í stöðunni, kostur sem forðar náttúruspjöllunum, styttir leiðina mun meira og er að öllu leiti mun hagkvæmari. Það eru tvenn göng samtals ívið styttri en Óshlíðargöng sem kosta 3,5 milljarða. En það má ekki gera göng, það raskar "röðinni".

Heyrði ekki fréttina sem þú talar um en þetta hljómar hálf furðulega. Ekki þarf annað en að bera saman akstur milli Ísafjarðar og Súðavíkur annarsvegar og yfir Hrafnseyrarheiði hinsvegar, ekki leiðum að líkjast.

kveðja

Sigurvin (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 22:29

2 Smámynd: Benedikt V. Warén

Hvernig er með göngin á milli Héraðs og Vopnafjarðar?  Þau voru plönlögð löngu á undan Héðinsfjarðargöngum. 

Hvar eru þau í röðinn hjá ráðamönnum þjóðarinnar. 

Núverandi samgönguráðherra vinnur nánast ekkert fyrir svæði, - sem eru utan Eyjafjarðar. 

Benedikt V. Warén, 20.8.2008 kl. 13:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband