Átti hún að fara í fyrra skiptið?

Svar mitt er já. Ef Þorgerður Katrín hefði ekki farið til Peking til að vera viðstödd upphaf Ólympíuleikanna hefði það þótt einkennilegur tvískinningur að hún færi núna. Þess vegna tel ég að sú ákvörðun hennar hafi verið rétt að fara sem ráðherra íþróttamála til opnunar leikanna og sýna með því íslensku afreksfólki og íþróttahreyfingunni sjálfsagða virðingu og stuðning á stærsta íþróttaviðburði heims.

Þótt ég sé ekki hrifinn af Bush Bandaríkjaforseta tel ég að hann hafi gert rétt í því að lesa Kínverjum fyrst ærlega pistilinn og fara síðan og sýna löndum sínum samstöðu á leikunum.

Ég hef áður rakið í pistil í hvaða ógöngur menn leiðast ef þeir láta stjórnmál hafa áhrif á leikana, sem hafa það að aðalsmerki að vera leitast við að vera griðastaður, utan við pólitísk átök.

Ólympíuleikarnir 1980 og 1984 eru dæmi um órökrétta pólitíska íhlutun, - Bandaríkjamenn sniðgengu leikana í Moskvu 1980 vegna innrásar Sovétmanna í Afganistan til að steypa Talibönum en rúmum tuttugu árum síðar réðust Bandaríkjamenn sjálfir inn í Afganistan til að steypa þessum sömu Talibönum, sem þeir höfðu áður stutt gegn Sovétmönnum.

1984 hefndu Sovétmenn sín með því að sniðganga leikana í Los Angeles. Sandkassaleikur.

Ég tel það vanmat á gildi íþrótta að amast við þeim og hafa allt á hornum sér gagnvart þeim. Fyrstu árin eftir að við Íslendingar fengum endanlegt sjálfstæði áttu engir meiri þátt í því að koma okkur á kortið sem sjálfstæðri alvöru þjóð en afreksmennirnir sem vörpuðu ljóma á landið á einstæðri gullöld íþróttanna hér á landi.


mbl.is Íhugar að fara aftur út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

En erum það við skattgreiðendur sem borgum þessar ferðir framm og til bara fyrir hana?? Mér er sama hvort þetta sé hún prívat og persónulega... en ef ríkið borga þá finnst mér hún hafa átt að vera með opin miða og verið þangað til íslenska fólkið væri búið að taka þátt...

Margrét Ingibjörg Lindquist, 20.8.2008 kl. 13:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband