24.8.2008 | 12:08
Engin skömm að tapa fyrir svona liði.
Enginn er betri en mótherjinn leyfir. Þetta orðtak á við um íslenska liðið. Það er enginn skömm að tapa fyrir franska liðinu, sem var einfaldlega besta liðið á leikunum.Íslenska liðið gerði sitt besta og aðeins betur ef það var það sem þurfti og ekki er hægt að ætlast til meira.
Töpuðum ekki gullinu heldur unnum silfur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta var ekki bara silfur því þetta var flott landkynning sem er gullsígildi. Ég spái allt að 20% aukningu á erlendum ferðamönnum næsta sumar til Íslands vegna þessa stórkostlega árangurs strákanna. Til hamingju Ísland!
Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ
B.N. (IP-tala skráð) 24.8.2008 kl. 13:09
Nákvæmlega!
Frakkar eru með er eitt besta handbolta lið sem ég hef séð og þessi Karabatic er bara á mörkum þess að vera mennskur á stundum.
Árangur íslendinga er langt fyrir ofan það sem á að vera mögulegt fyrir okkur og sýnir og sannar hvað er þjóðaríþróttin hér !!
Grétar (IP-tala skráð) 24.8.2008 kl. 14:02
Ekki má nú gleyma Bermúdaskálinni. Við höfum áreiðanlega fengið í það minnsta tvo túrista út á það atriði. Og við eigum fleiri skákmeistara per haus en nokkur önnur þjóð í henni Verslu.
Að vísu geta menn fitnað nokkuð í þessum íþróttum, eins og dæmin sanna, en meiðsli eru í flestum tilfellum með minna móti.
Þorsteinn Briem, 24.8.2008 kl. 14:19
Það hefði verið skemmtilegra ef meiri reisn hefði verið yfir leik íslenska liðsins og einhver spenna í leiknum, en leikurinn var nánast búinn í fyrrihluta fyrri hálfleiks. Við getum samt verið stolt sem Íslendingar yfir árangrinum. Þetta er reynsla fyrir handboltann hér sem vonandi nýtist okkur í næsta úrslitaleik
Gunnar Th. Gunnarsson, 24.8.2008 kl. 14:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.