Er Geir Haarde genginn í Vinstrigræna?

Sá í gær í 24 stundum brot úr bloggpistli Sigurjóns Þórðarsonar þar sem spurt var hvort ég væri genginn í Samfylkinguna. Ég var úti á landi þegar bloggpistill þessi birtist upphaflega og sá hann ekki fyrr í gær, þegar hann þótti svo merkilegur að hann dúkkaði upp í 24 stundum.

Þetta er furðuleg spurning, einkum vegna þess að Íslandshreyfingin getur sem stjórnmálaflokkur með ekki talist eiga svipaða aðild að meiri- og minnihlutum í Reykjavík eins og til dæmis Sjálfstæðisflokkurinn á að bæjarstjórn Mosfellsbæjar.

Samkvæmt áliti lagaprófessors, sem ég leitaði til, á Íslandshreyfingin ekki lagalega aðild að F-listanum í Reykjavík vegna þess Íslandshreyfingin var ekki til þegar kosið var og listinn borinn fram. Prófessorinn sagði að ef laganemi spyrði sig nánar um álit á þessu myndi hann ráðleggja honum að bera þessa spurningu upp í guðfræðideild!

Ég gekk því ekki í Samfylkinguna við það að Ólafur F. og Margrét gengu til samstarfs við Dag, Svandísi og Óskar í Tjarnarkvartettinum og ég varð hvorki félagi í Sjálfstæðisflokknum né í Samfylkingunni þegar Ólafur F. gekk til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn í meirihluta og Margrét hélt áfram samstarfi sínu við Samfylkinguna í minnihlutanum.

Geir Haarde gekk ekki í flokk Vinstrigrænna vegna samstarfs Sjálfstæðismanna við Vinstrigræna í Mosfellsbæ og á sama hátt gekk Steingrímur J. Sigfússon ekki í Sjálfstæðisflokkinn.

Er þetta ekki nógu skýrt? Þarrf að spyrja frekar og þurfti yfirleitt að spyrja?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband