Tökum eyðslutölum með fyrirvara.

Í áratugi hef ég skemmt mér yfir þeim tölum um bensineyðslu bíla, sem auglýstar hafa verið hjá seljendum, og kaupendur bílanna hafa síðan í framhaldinu hyllst til að staðfesta með eigin sögusögnum, - annars væru þeir að viðurkenna að þeir hefðu verið plataðir. Enn sjást auglýsingar um að jafnvel jepplingar í stærri kantinum eyði allt niður í 4,4 lítra á hundraðið.

Sú lága tala var fengin í sparaksturskeppni sem gefur ekki raunhæfa mynd af eyðslu í daglegum akstri og jafnvel hægt að þrefalda hana í borgarakstri að vetri til þar sem vélin gengur að miklu leyti köld.

Í auglýsingum er oft gefin upp svonefnd meðaleyðslutala, sem fæst af blönduðum akstri á þjóðvegum og í þéttbýli. Langflestum myndi gagnast betur tölur um eyðslu í borgarakstri en það er ekki nóg.

Þessi EU-eyuðslutala er fengin við mælingar í mun hlýrra veðurlagi en er á Íslandi á bílum í toppstandi.  Mín reynsla af áratuga akstri, þar sem ég hef fylgst samfellt með eyðslunni, bendir til að bæta megi 15-30 prósentum við þessa uppgefnu tölu við íslenskar aðstæður. 

Þetta á einkum við bensínknúna bíla því að mín reynsla bendir til þess að þær vélar séu mun háðari hitastigi en dísilvélar.  

Margir bílaeigendur hafa sagt mér ótrúlegar sögur af sparneytni bíla sinna, sem oftast hafa verið byggðar á eyðslunni á einstökum köflum á ferðalögum. Þetta getur verið ónákvæm mæling og til dæmis innbyggð skekkja vegna mismunandi mikillar fyllingar á tankinn. Það eitt getur skekkt niðurstöðuna að bíll halli við áfyllingu eða að honum er ekki ruggað til að fá tankinn örugglega fullan.

Þess vegna hefur mér reynst betur að reikna út eyðsluna á lengri tímabilum og hef raunar komið mér upp þeim vana að gera það að staðaldri. 

Ég byggi ofangreint af langri reynslu af því hvernig eyðslan getur verið mismunandi, ekki aðeins við ólíkar aðstæður á ólíkum bílum, heldur einnig í nokkrum sparaksturskeppnum, meðal annars í alþjóðlegri sparaksturskeppni í Finnlandi.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það spilar stóra rullu í þetta hér að íslendingar fá mun lélegra eldsneyti á tankinn en notað er í viðmiðunartölunum. 95 Octan bensín sem selt er hér er allt annað og lélegra bensín heldur en 95 Octana bensín í Bandaríkjunum.

Nokkrir bílaframleiðendur hafa verið heiðarlegir og gefið upp raunhæfar eyðslutölur (með góðu bensíni og sparakstri). Nægir að minna á sparaksturkeppnir FÍB sem voru haldnar fyrir nokkrum árum, en þar var viðmiðið uppgefin eyðsla vs. raunveruleg.

Ragnar (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 16:09

2 Smámynd: Geir Guðjónsson

fueleconomy.gov

Geir Guðjónsson, 11.9.2008 kl. 15:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband