9.9.2008 | 23:13
Nei, stranda olíuskip virkilega?
Innsiglingarleiðin til Ísafjarðar er þröng en þó talin viðunandi örugg á tækniöld. Samt strandar þar skip. Siglingaleiðir við Vestfirði geta á sama hátt verið vandasamar fyrir skipstjórnarmenn í illræmdum fárviðrum, sem þar geta komið, en eru þó taldar viðunandi öruggar á tækniöld. Samt gerast þar óhöpp og slys.
Í júlí 2005 rakst stórt olíuskip á ísjaka norður af Íslandi þótt samkvæmt gervitunglamyndum ætti ekki að vera þar neinn ís. Skipið var lagað í kyrrþey til bráðabirgða hér á landi og laumað til lokaviðgerðar erlendis. Ekki fréttist af þessu fyrr en löngu síðar.
Beina á stórum olíuskipum í hundraðatali til Íslands með tilkomu olíuhreinsistöðva á Vestfjörðum sem taldar eru 99,9% líkur á að rísi. Eitt strand olíuskips getur valdið óheyrilegum skaða á lífríki sjávar, stranda og fuglabjarga. En það skiptir víst ekki máli. Olíuskip stranda ekki, - eða hvað?
Athugasemdir
Vegna mistaka var þessi pistill sleginn tvisvar inn og ég játa fúslega að slíkt slys geti gerst. Mér dytti aldrei í hug að fullyrða að slík mistök geti ekki gerst hjá mér. En kannski get ég þurrkað fyrri pistilinn út. Efast um að jafn auðvelt yrði að þurrka mengun eftir strand olíuskips út.
Ómar Ragnarsson, 9.9.2008 kl. 23:17
það er skiljanegt að margir sjái þessari hreinsistöð sem slíkri ekki allt til foráttu og þá sér í lagi þeir sem ekki eru kunnugir staðháttum. En með innfædda vestfirðinga, málsmetandi menn sem vilja láta taka sig alvarlega svo sem Halldór bæjarstjóra og fleiri af hans kaliberi, þá þeir mæla olíhreinsistöð á Vestfjörðum bót þá hætti ég að skilja. Á mínum stutta sjómansferli reyndi ég hvað er að vera á þessum slóðum í vondu veðri, sjólagi þar sem ein best hönnuðu hafskip seinni tíma, íslenskir togarar gerðu ekki mikið meira en að halda sjó. Slík veður gerir á þessum slóðum oft á ári og þá án lítils fyrirvara á stundum. Að stefna á þetta svæði 160 olíuskipum á ári samkv. áætlunum um þessa olíuhreinsistöð er í mínum huga fáránlegt, sér í lagi með tilliti til þess að Íslendingar standa í samningaviðræðum um færslu siglingaleiða fjær landinu til að mynda fyrir Reykjanes, en þetta atriði kom meðal annars Björn Bjarnason inná fyrir u.þ.b. ári síðan og þá sem yfirmaður Landhelgisgæslu og lýsti áhyggjum sýnum hvað þetta varðar. Um veðraþol stórra olíuskipa hefi ég ekki þekkingu og væri gaman að heyra álit kunnugra þar um.
Kveðja,
Geir Guðjónsson.
Geir Guðjónsson, 10.9.2008 kl. 16:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.