11.9.2008 | 19:52
Hræðilegur vegarkafli.
Kom akandi til fundar við aftöku fossanna í Jökulsá í Fljótsdal í nótt og ók í fyrsta skipti í langan tíma um Suðurland. Vegurinn um Öxi var góður og tillhlökkun fylgdi því að koma niður á hringveginn í Skriðdal. En hvílík vonbrigði! Til hreinnar skammar er að svona vegarkafli skuli enn finnast á sjálfum hringveginum, slæmar holur, nybbugrjót og hvassir hryggir á þessum endemis malarvegarkafla.
Tveir hjólkoppar hurfu út í myrkrið en sem betur fer er Fiat-lúsin mín með gamaldags háa hjólbarða en ekki hina flötu og lágu hjólbarða, sem nú tíðkast á bílum. Áreiðanlega hefur sprungið á mörgum nýjum bílum á þessum kafla í sumar.
Valdi koppasali ætti að flytjast austur í Skriðdal og hugsanlega væri góður bísniss í því að setja þar upp hjólbarðaverkstæði því að með ólíkindum er hve lengi það hefur verið látið dragast að koma þessum vegarkafla í nútímalegt horf.
Athugasemdir
Vegurinn um Skriðdal er hörmung og hefur verið í áratugi. Þetta er einfaldlega vegna þess að Halldór Blöndal lagði á sínum tima annan skilning í hringveginn (þjóðveg 1) en Vegagerðin og landsmenn allir. Hann lagði áhersluna á að leggja slitlag á fjarðaleiðina, sem er í sjálfu sér góðra gjalda vert, en þeir sem eru að ferðast vilja fara stystu leið. Öxi og Skriðdalurinn stytta leiðina frá Reykjavík til Héraðs um hátt í 200 kílómetra. Það muna um minn og flutningabílar nota oft á tíðum þennan einbreiða veg um Öxi og hlykkjótan og illa viðhaldinn veg um Skriðdal.
Haraldur Bjarnason, 11.9.2008 kl. 19:59
það gegnir furðu hversu lengi vegurinn um Skriðdal og einnig Breiðdalsheiði hefur verið vanræktur. Sagt var á sínum tíma að helsti "ráðgjafi " fyrrverandi samgönguráðherra í málinu hafi verið núverandi þingflokksformaður. Um firðina skulu þið... Kannski á þetta eitthvað skylt við hreppapólitík?
sigurvin (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 23:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.