Loksins, loksins!

Eftir sex og hálfs árs starf hjá Stöð tvö á sínum tíma komst ég að þeirri niðurstöðu að fleiri kostir en gallar fylgdu því að hafa eina fréttastofu og ég talaði fyrir þessu sjónarmiði þegar ég hóf störf á ný hjá RUV.

Ég gat nefnt nokkur dæmi um hagræðið og eitt það besta birtist í frammistöðu sameinaðrar fréttastofu Stöðvar tvö og Bylgjunnar daginn sem Simon Wiesental-stofnunin afhenti Davíð Oddssyni bréf í opinberri heimsókn hans í Ísrael skömmu fyrir hádegi með ásökunum á hendur íslenskum ríkisborgara. 

Fréttamenn RUV voru á staðnum í Ísrael og það virtist vonlaust dæmi fyrir fáliðaða fréttastofu Stöðvar tvö að etja kappi í umfjöllun þá um kvöldið. En hagræðið af því að geta virkjað alla starfsmennina og láta sjónvarpsfréttirnar ganga fyrir útvarpsfréttum olli því að þegar upp var staðið eftir kvöldfréttatímana hafði Stöð tvö vinninginn að mínum dómi.

Ég var oft við fréttaöflun úti á landi á þessum tíma og vandist því að senda pistla í útvarpsfréttatímana, oft í beinni útsendingu, þótt aðalverkefnið væri sjónvarpsvinnsla. Þetta fyrirbæri kannast starfsmenn RUV úti á landi vel við.  

Ég óska því RUV og fréttastofunum til hamingju með sameininguna. Varast ber að halda að hún þýði það að almennt geti sjónvarpsfréttamaður jafnframt gegnt útvarpsfréttamennsku í leiðinni. Sjónvarpsvinnslan er krefjandi og annars eðlis að mestu en útvarpsvinnan. En oft má sameina þetta að einhverju leyti þegar aðstæður krefjast, oftast þó þannig að sjónvarpsvinnan hafi forgang.

 


mbl.is Fréttastofur RÚV sameinaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Þetta var nú bara það sem við fréttamenn svæðisstöðvanna vorum alltaf að gera, eins og þú bendir á Ómar. Það hefur gengið mjög vel upp að vinna fréttir bæði í útvarp og sjonvarp. Oftar en ekki vorum við til dæmis að taka upp útvarpsviðtöl á sjónvarpstökuvélarnar. Svo var þetta bara matreitt eins og hentaði best hverjum miðli, svæðsútvarpi, fréttastofu útvarps eða fréttastofu sjónvarps. Ég er nú samt viss um að þrátt fyrir þetta verði ákveðnir útvarpsfréttamenn og ákveðnir sjónvarpsfréttamenn, að einhverju marki að minnsta kosti. Það er þó algjör óþarfi og menn eiga að geta gengið í hvort tveggja.

Haraldur Bjarnason, 16.9.2008 kl. 15:36

2 identicon

Sæll Ómar,

Þú óskar rúv og fréttastofnun til hamingju með sameininguna, sem er svo sem allt í lagi í sjálfu sér, en ég ætla frekar að óska þér til hamingju með daginn.

kveðja Rafn.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 18:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband