25.9.2008 | 17:54
Lög-óregla.
Ég sagði frá því í bloggpistli um daginn að á gatnamótum Miklubrautar og Háaleitisbrautar ríkti hættuástand í klukkustund í hádeginu einn daginn vegna þess að umferðarljósin voru óvirk. Lögreglan var látin vita af þessu en þótt harður árekstur yrði fljótlega af þessum sökum á gatnamótunum og aftur væri hún beðin um að koma og afstýra fleiri slysum, kom hún ekki og var því svarað til að enginn gæti farið í þetta útkall, þeir hefðu enga menn í það.
Þetta eru flókin gatnamót með hraðri umferð sem kemur að gatnamótunum úr fjórum áttum eftir meira en tuttugu akreinum en svarið sýnir að í þessu tiltekna hádegi þurfti lögreglan líklega að sinna enn brýnni útköllum ef hún hefur þá getað sinnt þeim heldur vegna manneklu. ´
Er einhver þarna úti sem syngur kannski:
"Ekki benda á mig, segir ráðherrann.
Í þessu hádegi var ég að reka annan lögreglustjóra....
eða....
....í þessu hádegi var ég að æfa með sérsveitinni."
Mulið undir Ríkislögreglustjóra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Góður Ómar.
Gylfi Björgvinsson, 25.9.2008 kl. 18:19
Því miður er það svo Ómar að stjórnmálamenn og ekki síður embættismenn líta ekki á það sem sitt verk að taka til í umferðinni. Stjórnmálamennirnir segja: þetta er ekki pólitískt mál. Embættismennirnir ljúga til um slys og slasaða og hafa gert það í mörg ár. Enginn virðist hafa áhuga á réttri skráningu óhappa og slysa í umferðinni. Um síðustu aldamót bað lögreglan í Reykjavík tryggingafélögin um að taka mark á læknisvottorðum. Ástæðan var sú að vegna álags baðst lögreglan undan því að fólk mætti daginn eftir eða jafnvel síðar til þeirra til þess að færa áverka inn í skýrslur lögreglunnar um umferðaróhöpp.
Árangurinn af þessari breytingu á skráningu slasaðra í umferðinni, eða vanskráningu réttara sagt, var færður til bókar sem stórkostleg fækkun slasaðra í umferðinni í Reykjavík.
Ýmsir hafa síðan notað þessar lygatölur til þess að mæra ástandið í Reykjavík.
Tryggingafélögin skrá ca 100 til 200% fleiri slasaða í umferðinni á hverju ári en opinberir embættismenn. Stjórnmálamenn loka svo bara augunum fyrir vandanum.
Birgir Þór Bragason, 25.9.2008 kl. 18:46
Góður að venju. Kv., B.F.
Baldur Fjölnisson, 25.9.2008 kl. 20:31
góð færsla
Óskar Þorkelsson, 25.9.2008 kl. 20:36
DoctorE (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 21:41
Hefði ekki verið ráð að biðja lögregluna að koma og hraðamæla? Það virðist vera það eina í umferðinni sem henni þykir spennandi -- gefur kannski von um aura í ferðasjóðinn líka. Eða er það bara hjá Blönduósslöggunni?
Sigurður Hreiðar, 25.9.2008 kl. 22:53
Gengur Þú heill til skógarBjörn?
Gulli litli, 25.9.2008 kl. 23:22
Hefur lögreglan ekki rétt á að kalla borgarana sér til aðstoðar í neyð?
Hefði einhver borgari ekki getað tekið við umferðarstjórn á gatnamótunum þangað til lögreglan hefði mætt á staðinn?
Eða hefði sá hinn sami orðið ábyrgur fyrir mögulegu tjóni eða slysi meðan viðkomandi væri að stjórna í umferðinni?
Gilti þetta kannski bara þegar Knut Zimsen var borgarstjóri, sbr. frægar ljósmyndir
http://www.skjaladagur.is/2006/005_05_01.html
Geir Guðmundsson (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 01:19
Ég átti heima á 4 hæð í fremstu blokkinni við Stigahlíð frá því hún var nýi og hafði þess vegna gott tækifæri til að fylgjast með umferðinni. Einn sunnudagsmorgun kl. 10 í 1963 kom fyrrverandi nágranni úr vestasta vesturbænum á Kanadískum Chevroleth úr vestur átt og ætlaði að fara til vinstri niður Kringlumýrarbraut, en náði að velta bílnum í miðjum gatnamótunum. Eftir smástund gægðist upp haus sem snérist hægt til hægri og vinstri á víxl. Hann var aleinn í umferðinni. En þarna var alltaf lögregla áður fyrr þegar umferðin var sem mest sem sýnir hvað hönnun gatnamótanna er fáránleg og fer hrollur um Wolfang við tilhugsunina að sama fólk er að hanna stór umferðamannvirki ennþá.
Eyjólfur Jónsson, 27.9.2008 kl. 09:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.