Halda límingarnar?

Það er títt að tekið sé svo til orða í seinni tíð að þessir eða hinir séu að fara á límingunum út af einhverju þegar örvænting eða ótti ná yfirhöndinni. Í öllu umrótinu nú, þegar aðvörunarorð undanfarinna ára eru að sanna sig, koma fram ýmsar hugmyndir, sem benda til þess að skammt sé í að menn séu að fara á  límingunum.

Límingarnar, sem hafa haldið íslensku samfélagi saman hafa falist í umráði og eign þjóðarinnar yfir auðlindum sínum á sjó landi. Þessar límingar verða að halda, hvað sem öðru líður, - það verður að vera tryggt að þessar auðlindir komist ekki á örfárra hendur og að lokum í hendur útlendinga.

Íslandshreyfingin varð fyrst til að hreyfa varnaðarorðum um þetta varðandi auðlindir jarðvarma- og vatnsorku og þau varnaðarorð eru æ betur að sanna sig.

Í kosningabaráttunni settum við fram hugmyndir um að færa kvótaeignina yfir til þjóðarinnar í heild með því að stefna að því að kvótinn yrði ekki eign þeirra, sem hafa hann, heldur borguðu þeir fyrir leigu á honum fyrir ákveðið tímabil. Þetta gæti verið takmarkið eftir ákveðinn umþóttunar- og breytingatíma. 

En þessar hugmyndir hafa verið settar fram til að þjóðin fengi eignarhaldið til baka til sín, eignarhald sem hefur að mestu komist í hendur fárra aðila og lokað fyrir aðgang annarra.

Öðru máli gegnir um nýjustu hugmyndir um að einkavæða orkuveiturnar í formi útleigu á þeim. Þessar gullkistur eru þegar í eigu þjóðarinnar og þurfa því ekkert að vera á förum þaðan. Þótt opinbert eignahald hafi ýmsa þekkta ókosti bruðls ogáhættusóknar í för með sér (sá hugsunarháttur stjórnenda að þjóðin borgi hvort eð er allt á endanum, sem misferst), þá eiga menn ekkert að fara á límingunum og láta þessi verðmæti af hendi eins og ekkert sé, jafnvel þótt það eigi að vera í formi leigu. 

Drögum nú djúpt inn andann og gerum ekki nein arfamistök af sömu stærðargráðu og gerð voru fyrir aldarfjórðungi þegar kvótakerfinu var komið á. Auðlindalímingar auðlinda lands og þjóðar verða að halda, hvað sem öðru líður.  


mbl.is Krónan aldrei veikari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Einhverjar límingar munu gefa sig og um það sjást nú þegar greinileg merki og jafnframt vísbendingar í sömu átt. Þjóðin var stödd í villtu neyslupartíi þar sem ölvun var áberandi þegar skyndilega brast á fárviðri og tjaldið fauk ofan af veislugestum.

Það lím sem nú reynir mest á er það lím sem sameinar fjölskyldur þessa lands. Ef það bilar er mikill voði á ferðum því þegar upp er staðið er sameinuð fjölskylda öruggasta trygging fyrir hamingju okkar flestra.

En nú óttast ég það mest að sjá sundraðar fjölskyldur með tilheyrandi rótleysi í tilveru barnanna sem ævinlega eru fórnarlömbin. Sá skaði sem þar gæti orðið er óbætanlegur þó úr rætist með stöðugleikann í efnahagsmálum þjóðarinnar.

Árni Gunnarsson, 26.9.2008 kl. 17:09

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Vel mælt Árni!

En ég hélt Ómar, að þið Kárahnjúka-andstæðingar yrðuð Guðs lifandi fegnir að losna við þá skelfilegu fjárhagslegu byrði sem sú virkjun átti að vera. Er Kárahnjúkavirkjun allt í einu orðin auðlind sem ekki má selja?

Gunnar Th. Gunnarsson, 26.9.2008 kl. 23:35

3 Smámynd: Icelandic Media Corporation - Íslenskt Vefblogg

Ég er mjög hrifinn af þessari síðu og tel hana eina þá allra bestu sem til er á íslensku.

Ég tel þó afsannað með öllu að gróðurhúsaáhrifin séu af mannavöldum.

Í LJÓS HEFUR KOMIÐ AÐ VIÐ GETUM EKKI LENGUR REKIÐ LANDSVIRKJUN , HUGSANLEGA M.A. VEGNA VEIKRAR EFNAHAGSSTÖÐU.

Ég legg fram að við semjum undirskriftalista þar sem lögð verður áhersla á að Landsvirkjun hætti starfsemi , loki höfuðstöðvum sínum , að þeir sem vildu stífla í Þjórsá í stjórn fyrirtækisins afsali sér borgararéttindum sínum , að öllum peningum sem fyrirtækið stal frá Íslendingum verði skilað , og að Friðrik ásamt öðrum stjórnendum biðji íslensku þjóðina alls herjar afsökunar og viðurkenni skýrt og afdráttarlaust að Landsvirkjun hafi bara verið plat og frat , tilraun til þjófnaðar á almannafé og landbútunar.

Fyrirtækið verður að hætta rekstri sínum. Hveitibrauðsdögum þess er lokið. Það finna allir landsmenn fyrir því alveg sama hvar er á landinu að fyrirtækið braut landslög , braut gegn réttindum fólks og ofsótti myndlistarmenn og ferðafólk með því að gera tilefnislausar árásir á friðuð landssvæði eða landssvæði þar sem ríkt hafði samkomulag um að ekki mætti raska.

Þó að þessi grein sé ekki grein um stíflur eða veitur eða neitt slíkt tel ég að nauðsynlegt sé að athugasemd mín fái að vera þarna svo að hægt sé að nota hana til að semja undirskriftalistann því að annars staðar á síðunni er ég ekki viss um að hún myndi njóta jafn mikillrar athygli. Þar sem ekki hafa verið settar upp vefsíður þar sem landsmenn geta samið eigin greinar á íslensku um mikilvæg mál þó að þær séu ekki í þeirra eigu tel ég að erfitt sé fyrir fólk almennt að koma mikilvægum skilaboðum á framfæri sökum þess og jafnvel að finna þær vefsíður sem þegar hefur verið reynt að nota til að flytja slík skilaboð á borð við skilaboð um lokun spilltra stórfyrirtækja.

Ég tel að það sé mjög brýnt að við lokum Landsvirkjun sem allra fyrst því að við sitjum nú þegar uppi með fyrirtækið í þjóðarsúpunni og það hefur haft of skaðleg áhrif á ímynd okkar alþjóðlega og efnahagsstöðu til þess að við getum leyft því að starfa mikið lengur. Ég meina , þeir eru tröll sem dagað hafa uppi.

Hvað varðar Kárahnjúkavirkjun tel ég að hægt sé að sprengja hana upp í fimm liðum og endurheimta með sérstökum aðferðum sem ég hef verið að kanna þau svæði sem hafa verið eyðilögð á svæðinu.

Það er rosalegt að horfa upp á svona stóra og magra og stórhyrnda kú og Landsvirkjun er detta fram af bjargi sem brýtur öll bein í líkama kýrinnar , þvert gegn ráðum nánustu aðstandenda og þeirra sem kýrin hefði átt að hlusta á til þess að geta þraukað til góðu áranna sem tækju við af mögru árunum eins og gengur og gerist í sífelldri hringrás hinna góðu og mögru ára. Fyrirtækið er orðið svo gamaldags og innanríkisstefna þess svo gersamlega úr sér gengin að nú er komið meira en nóg og það þarf að skrúfa fyrir. Mér finnst að það megi líkja Landsvirkjun einnig við stíflað klósett sem er búið að vera stíflað og ofnotað og skitið ofan í viðstöðulaust í meira en 40 ár. Ímyndið ykkur hversu ægileg stybba lyktin af slíku klósetti hljóti að vera fyrir hvern þann sem hefði dug eða þor til að nálgast það.

bestu kveðjur, með ósk um gott gengi.

Ásgeir Valur,

Icelandic Media Corporation - Íslenskt Vefblogg, 27.9.2008 kl. 14:43

4 Smámynd: Icelandic Media Corporation - Íslenskt Vefblogg

 ÁFRAM ÍSLAND OG BURT MEÐ LANDSVIRKJUN.

Ég er alveg sammála þessu með auðlindirnar.

Nú hef ég sett upp vönduðustu vefsíðu mína til þessa , avs.blog.is , þar sem ég fer fram á að öll íslenska þjóðin átti sig á því að Landsvirkjun sé að reyna að sleppa og að fyrirtækið sé viðriðið sviksamlegt athæfi.

Fyrirtækið er viðriðið að mínu mati landráðastarfsemi og ber að meðhöndla undir þeim og ýmsum öðrum formerkjum. Eftir að ég flyt tillögu mína um alls herjar mótmælaaðgerðir gegn fyrirtækinu og árás þess á auðlindir okkar Íslendinga  á síðu mína , þá verður hægt að fjarlægja athugasemdina að ofan og við getum stofnað sérstaka varðmannasveit sem staðsetur alla sem vildu stífla Þjórsá hjá Landsvirkjun og kemur í veg fyrir að þeir geti nokkurn tímann sloppið aftur. Hafið í huga að þeir reyna að sleppa gagnvart réttlátri reiði ykkar á hverjum degi eða þangað til að þið farið að senda þeim pósta og biðja þá um að fara.

Póstarnir þurfa að vera alls 9 til 10 sinnum talsins og best er að nota netfangið á síðu þeirra til þess að senda 9 - 10 bréf á dag þar sem beðið er um mjög harkalega og reiðilega að fyrirtækið hætti og að menn biðji íslensku þjóðina afsökunar. Ágætu Íslendingar , við eigum skilið afsökunarbeiðni frá fyrirtækinu sem sveik okkur , og að þeir greiði okkur peningana til baka sem þeir stálu frá okkur.

Áfram Ísland , og burt með Landsvirkjun!

kveðja,

Icelandic Media Corporation - Íslenskt Vefblogg, 27.9.2008 kl. 18:04

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ef Gunnar heldur að Kárahnjúkavirkjun sé það eina sem ég hugsa um er það mikill misskilningur. Við skulum ekki gleyma sannanlegum eilífðarvélum og gullnánum eins og Sogsvirkjununum, Laxárvirkjun og stærstum hluta virkjana á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu.

Ómar Ragnarsson, 28.9.2008 kl. 02:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband