Hjarta Bandaríkjanna.

Flestir sjá fyrir sér New York eða iðandi líf stórborganna þegar minnst er á Bandaríkin og þá koma oft upp í hugann óteljandi atvik úr kvikmyndum tengd glæpum og ofbeldil. En þetta er ekki grunnur bandarísks þjóðlífs heldur er þetta dreifbýlt land landnema, sem komu á samfélagi ólíkra þjóðarbrota alls staðar að úr heiminum með evrópska menningu að helsta grunni.

Íslensku hjón sem áttu börn í skóla í Bandaríkjunum urðu fyrir slíku sjokki þegar þau komu með þau heim til Íslands að þau sögðust í viðtali hafa verið komin á fremsta hlunn með að flytja aftur vestur til þess að börn þeirra gætu alist upp í skóla sem þau gætu treyst til að kenna þeim mannúð, aga og alúðlega og glaðlega framkomu.

Þetta síðastnefnda er það sem hrífur mest Íslendinginn þegar hann er hér í Bandaríkjunum, - hvað manni er alls staðar vel tekið og með hjálpsemi og hlýju og opinskáu viðmóti. Það er eins og fólki hér sé innprentað að hver dagur sé dýrleg gjöf sem við eigum að njóta saman en ekki þögul og alvörugefin hvert í sínu horni.

Glæpir stórborganna og kvikmyndanna eru víðs fjarri í þessu hjarta hins bandaríska samfélags sem að vísu á í vök að verjast fyrir útþenslu verstu hliða borgarmenningarinnar.  

Enn er eins og eimi heima af því sem erlendir ferðabókahöfundar lýstu sem einkennum lundar og framkomu okkar Íslendinga, þumbaraskapurinn og þunglyndisleg og einræn framkoma.

Ég fór fyrir nokkrum árum í ferðalag með Rússa langt út á rússneks landsbyggð um hávetur og hann varð fyrir meiri áhrifum en ég. Hann var alinn upp í Moskvu sem hann lýsti sem borg svipaða hverri annarri milljónaborg í þróunarlandi.

Úti á meðal rússneska sveitafólkis upplifði hann hins vegar hjarta Rússlands, gestrisni og hlýju, - kannski ekki svo ósvipðaðri  og í öðru dreifbýlu og víðlendu ríki, Bandaríkjunum.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tek undir þetta heilshugar, hef upplifað gestrisnina svipað og þú.

kveðja Rafn.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 27.9.2008 kl. 16:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband