Gott hjá Guðmundi.

Guðmundur Gunnarsson snertir við kjarna bankakreppumálsins, bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum með ummælum sínum. John McCain orðaði þetta vel þegar hann sagði að það væri ekki sjálfgefið að kennarar og bændur reiddu fram fé til að borga eldsneytið á lúxusþyrlur flottu kallanna í Wall Street.

Það er heldur ekki sjálfgefið að áratuga lífeyrissparnaður íslenskrar alþýðu sé settur í áhættufjárfestingu og notaður til að viðhalda áfram bruðli og ofurlaunum þeirra sem gerðu íslensku þjóðina svo skuldum vafna, að þúsundir milljarða vantar upp á eignir séu fyrir skuldum.

En þeir sem mestan þátt áttu í því sem gerst hefur eru hins vegar í þeirri stöðu að verði þeir látnir rúlla fer allt á hliðina með þeim. Og þeir voru svo sem ekki þeir einu sem létu blindast af gróðavonum og reistu sér hurðarás um öxl. Þeir höfðu bara úr meiru að spila og voru í betri aðstöðu til þess að hætta miklu til. Líti nú hver í eigin barm.

Ranglátt hlýtur hins vegar að teljast ef "litlu mennirnir" eiga eftir að lepja dauðann úr skel á meðan þeir stóru geta borist áfram á eins og fyrr.  


mbl.is Verða að fallast á skilyrði sjóðanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er nú reyndar ekki rétt að skuldirnar séu yfir eignum og lífeyririnn fer ekkert nema vera gulltryggður og færi aldrei í áhættufjárfestingar heldur er verið að tala um að flytja eignirnar heim í formi gjaldeyris. Gjaldeyris og lánsfjárkreppa er allt annað mál og hefur ekkert með eignastöðu útrásarfyrirtækjanna að gera nema óbeint. Þ.e. að afborganirnar eru ekki fyrir hendi í gjaldeyri, þar eru vandræðin. Umsvif þessara fyrirtækja hefur vaxið íslenska hagkerfinu yfir höfuð og það var óábyrgt að láta það gerast. Engar hömlur voru settar á bankanna sem voru mikil mistök.

Gunnar Th. Gunnarsson, 6.10.2008 kl. 04:14

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Tölurnar sem við fengum að sjá fyrr í haust voru 8800 milljarða skuldir á móti eitthvað um 5000 milljarða eignum. Síðan hefur krónan verið í frjálsu falli og tölurnar orðnar hærri, líka mismunur eigna og skulda. Þess vegna vill enginn hjálpa okkur. Þess vegna verður ekkert úr "aðgerðapökkunum."

Ómar Ragnarsson, 6.10.2008 kl. 14:34

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Jæja... það hefur ýmislegt gerst síðan kl. 14:34  

En þessar tölur sem þú nefnir eru síðan í fornöld í efnahagslegum skilningi, miðað við þróun mála undanfarnar vikur. En ég held að allir geti verið sammála um það í dag að bankarnir uxu þjóðinni yfir höfuð. Vonandi eitthvað til að læra af.

Gunnar Th. Gunnarsson, 6.10.2008 kl. 20:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband