Brjálaður handritshöfundur.

Setjum sem svo að í febrúar 2003 hefði handritshöfundur sett eftirfarandi í handrit sitt um atburði næstu ára á Íslandi: 

Forsætisráðherra Íslands telur að til þess að tryggja veru varnarliðs á Keflavíkurflugvelli sé þjóðarnauðsyn gera þá stefnubreytingu í utanríkismálum hennar að hún, herlaus þjóð, geri sig að þátttakanda í ólöglegu stríði, skipi sér opinberlega á lista viljugra vinaþjóða Bandaríkjamanna og Breta um það að ráðast inn í Írak í stríði lýðræðisþjóða gegn hryðjuverkamönnum  sem hafi gereyðingarvopn.

70% þjóðarinnar er andvígur þessu í skoðanakönnun en forsætisráðherran tekur ásamt vini sínum það vald í "lýðræðisríkinu" að þeir tveir ákveði þetta enda sé það einstaklega vel séð af forsætisráðherra Bretlands  sem í samræmi við þetta bandalag vinaþjóðanna setur sérstök lög til að geta fengist við hryðjuverkamenn.

Engin af forsendum þessarar dæmalausu ákvörðunar tveggja manna reynist vera rétt. Miðstöð hryðjuverkamanna er ekki í Írak og engin gereyðingarvopn finnast þar. Og Bandaríkjamenn fara samt frá Keflavíkurflugvelli.

Forsætisráðherrann eflist samt við þetta og notar vald sitt til að vera skipaður Seðlabankastjóri án þess að hafa til þess nokkra menntun. Á ögurstundu fer hann fram með ábyrgðarlaust gaspur sem reitir forsætisráðherra Breta svo til reiði að hann notar fyrrnefnd lög um aðgerðir gegn hryðjuverkamönnum til að meðhöndla fyrrum skósvein sinn og þjóð hans sem hryðjuverkafólk!

Handritshöfundur sem sett hefði svonalagað inn í handrit í febrúar 2002 hefði umsvifalaust verið rekinn fyrir of fáránlegan spuna  til þess að nokkur maður gæti trúað því. 

En þessi ótrúlegi spuni er samt veruleikinn í ferli Davíðs Oddssonar síðan í mars 2003, þar sem hægt er að bæta mörgum öðrum vitleysum við á borð við kolrangar ákvarðanir hans sem Seðlabankastjóra, sem enn virðist ekkert lát á. 

Ofan á allt sér maður blaðagreinar þar sem fullyrt er að snilld þessa manns hafi aldrei risið hærra en þessi síðustu misseri. Það væri skiljanlegt að sjá slíkar umsagnir ef hinn óumdeilanlega frábæri rithöfundur Davíð Oddsson hefði verið brjálaði handritshöfundurinn og einhver annar persónan í handritinu.

Þessi persóna fullyrðir nú að hafa hvergi komið nærri því vitleysunni eða stutt hana þótt vitna megi beint í mörg ummæli hans allt þar til í hitteðfyrra þar sem hann mærir hinn hömlulausa trylling sem hann sjálfur var arktektinn að og lagði grunn að með löggjöf sinni og aðgerðum.

En því miður er þetta ekki atburðarás í handriti stjórnlausra hugaróra heldur raunveruleikinn sjálfur þegar gagnrýnislaus fylgispekt tveggja manna við sveigjanleika í aðgerðum gegn hryðjuverkaógn er orðin að bjúgverpli sem hittir fyrir heila þjóð.  

 

 


mbl.is Bretar knésettu stærsta fyrirtæki Íslendinga með valdníðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Indriði H(aukur) Þorláksson, hagfræðingur og fyrrverandi ríkisskattstjóri:

Að lenda í því - að hengja bakara fyrir smiði.

http://inhauth.blog.is/blog/inhauth/#entry-670021

Þorsteinn Briem, 11.10.2008 kl. 14:15

2 Smámynd: Pétur Hlíðar Magnússon

talandi um handrit/samsaeri skodid http://video.google.com/videoplay?docid=7065205277695921912&hl=en ef tid skodid hvernig á ad velta heilli tjód er tetta skuggalega nálaegt

kvedja

Pétur Hlíðar Magnússon, 12.10.2008 kl. 18:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband