17.10.2008 | 20:09
Sleppi því að lesa hana aftur.
Sú var tíðin að maður var ungur og fannst maður ekki vera viðræðuhæfur um stjórnmál nema að hafa kynnt sér helstu fræðibækur um kommúnismann og kaptíalismann. Auðmagnið var þeirra á meðal. Ég keypti því á fornbókasölu helstu rit um hvort tveggja og böðlaðist í gegnum torfið. Sérstaklega fannst mér stjórnarskrár Sovétríkjanna og Bandaríkjanna flottar lesningar, þótt erfitt væri að skilja hvers vegna einkum stjórnarskrá kommanna virkaði alls ekki.
Kommúnisminn féll 1989-91 og ég held að rit hans séu í einhverjum kössum í geymslunni minni ásamt ritum Adams Smith og fleiri.
Ég hef ekki áhuga á að fara niður í geymslu til að grafa þessi rit upp og reyna að sjá hvað fór úrskeiðis. Ég á eina meginskýringu fyrir sjálfan mig: Báðir aðilar gleymdu að taka mennlegt eðli, breyskleika og veikleika með í reikninginn.
Ég held að ný rit muni líta dagsins ljós um þá Útópíu sem menn finna kannski út úr hruni kommúnismans og strandi óhefts kaptílisma. Ef mér líst vel á þau gæti ég hugsað mér að kaupa þau, - ef ég hef þá efni á því í Íslandskreppu næstu ára.
Auðmagnið selst vel í kreppunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Moderate party er málið.
Gummi (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 21:24
Ofstjórn er vandinn. Fáeinir einstaklingar hafa of mikil völd yfir heilu þjóðunum. Þess vegna þurftu kommarnir að losna við Flokkinn, höftin og bara hreinlega hver þrúgandi og almennt leiðinlegir þeir voru og eru, og kapitalistarnir þurfa nauðsynlega reglur til að hindra hringamyndun, til að breytast ekki í Flokkinn, með tilheyrandi almennum leiðindum fyrir borgarana.
Ásgrímur Hartmannsson, 18.10.2008 kl. 16:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.