Öll dýrin í skóginum vinir. Bull og vitleysa !

Kannski er viturlegustu setninguna um atburði síðustu vikna að finna í munni Mikka refs í Dýrunum í Hálsaskógi. Þegar lesin eru upp lög Hálsaskógar: "Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir. Ekkert dýr má éta annað dýr", svarar Mikki: "Bull og vitleysa." Hann veit sem er að þessu góða takmarki verður aldrei náð til fulls.

Kommínisminn og óheftur kaptílisminn gleymdu því að fólk er misjafnt, gleymdu mannlegu eðli og breyskleika. Það er sjálfsagt að reyna með öllum mætti að stefna að því að öll dýrin í skóginum séu vinir en í mannlegu samfélagi verður fullkomnun aldrei náð.

Tilurð krónubréfanna eða jöklabréfanna ein hringdi strax bjöllum um það að í óefni gæti stefnt og að Murphyslögmálið gæti virkað óþyrmilega, - þess efnis að ef eitthvað gæti farið úrskeiðis myndi það gera það fyrr eða síðar. Þessi bréf voru fyrst og fremst afleiðing af rangri vaxtastefnu Seðlabankans sem var grundvöllur fyrir þau og innflutnings-neyðsluæði á grundvelli allt of hás gengis krónunnar.

Neysluæðið byrgði landsmönnum sýn og eðlilegri varkárni og tortryggni gagnvart því að allt léki í lyndi. Innlendir gagnrýnendur voru stimplaðir kverúlatar og erlendir gagnrýnendur óvinveittir öfundarmenn.

Ég minnist þess að hafa í fyrra í bloggskrifum líkt þessum bréum við Daemoklesarsverð sem Seðlabankinn hefði látið hengja upp yfir landsmönnum og enginn vissi hvenær hendurnar sem héldu á þessu sverði létu það falla.

Þær hendur voru margar og á ýmsum öðrum sviðum inni í spilaborg fjármálaheimsins gátu einhverjir séð sér hag í því eða fundið til valds síns með því að koma skriðu af stað þar sem það var hægt.

Tölvutæknin er dásamleg uppgötvun sem ætti að laða fram það jákvæða í öllum. En hvers vegna eru þá til tölvuþrjótar? Af því að dýrin í skóginum eru ekki öll vinir. Því miður.


mbl.is Íslands-heilkennið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Það setur að manni vissulega biturð þegar litið er til þeirra góðu ára sem Ísland hefur notið og sjá svo nú hvernig öllu er farið. Það er hryggilegt að heyra þegar fólk er að ræða um Ísland hérna úti, hvernig hæðst er að "þessum óttalegu kjánum, nýríka fólkinu sem fór fram úr sér og dró þjóðina í svaðið".  Auðvitað eru ekki öll dýrin í skóginum vinir, ekkert fremur en að öll dýrin á bóndabænum séu jafningjar! 

Kaldhæðnin skín úr orðum Georg Orwell þegar hann lætur stóra göltinn "Napóleon" halda því fram "Öll dýrin eru jöfn. Bara sum dýranna eru jafnari en önnur." (George Orwell, Animal Farm, 1945)

Kveðja frá Stokkhólmi, BB

Baldur Gautur Baldursson, 21.10.2008 kl. 15:15

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Frumkapítalismann má rekja til Kalvíns siðbótarmanns sem var samtímamaður Lúters, aðeins fyrr á ferðinni. Kalvín lagði fyrir fólk að það ætti að vera iðjusamt, guðhrætt og sparsamt. Það hafði í för með sér að fólk lagði mikið á sig í þágu samfélagsins og til varð smám saman gríðarlegur þjóðarauður. 

Þessi tegund kapítalisma þyrfti að hafa verið innleiddur fyrir löngu á Íslandi. Á Íslandi hefur verið n.k. sambland af kapítalisma og kommúnisma þar sem kapítalistarnir telja sig í nafni einhvers konar tegundar kommúnisma rétt að draga til sín andvirði banka, heilu og hálfu fyrirtækin sem og aðrar eignir og sparnað venjulegs fólks til sín og láta sig síðan hverfa. Við höfum verið að horfa upp á þessa skelfingu að undanförnu.

Eignamennirnir eru burtu flognir rétt eins og farfuglarnir. Þeir koma sennilega ekki hingað aftur enda nú með fulla vasa fjár sem þeir hafa dregið sér á fremur ógeðfelldan hátt. Við hin sitjum eftir í súpunni, horfum á sparnaðinn okkar gufa upp, lífeyrissjóðinn okkar rýrna verulega og við komum til með að sleikja sárin næstu árin.

Já þetta er virkilega sárt.

Var það kannski barnslega ákvörðunin um byggingu Kárahnjúka hérna um árið sem kveikti bjartsýnishugsjón Davíðs Oddssonar sem er höfuðsmiður þeirrar þjóðarógæfu sem Íslendingar hafa nú ratað í?

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 21.10.2008 kl. 16:50

3 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Sárt að horfa líka á eftir athafnamönnunum með fulla vasa fjár, nýfiðraða og í oddaflugi frá landinu.  Fer ekki hjá því að ég vildi gjarnan vita hvaða reikninga þeir eigi í skattfrjálsu fjármálaumhverfi í útlöndum.  Nennir ekki einhver að skoða þau mál?

Og Davíð!  Sannarlega ferðu með sannindi Guðjón, hann er höfuðsmiður þeirra ljótu þjóðarógæfu og þjáninga sem fær framtíða kynslóðir að svíða í armliðunum undan klöfum þeim sem settir hafa verið á ófæddar kynslóðir. 

Baldur Gautur Baldursson, 21.10.2008 kl. 17:13

4 Smámynd: Sævar Helgason

"Kalvín lagði fyrir fólk að það ætti að vera iðjusamt, guðhrætt og sparsamt. Það hafði í för með sér að fólk lagði mikið á sig í þágu samfélagsins og til varð smám saman gríðarlegur þjóðarauður. "

Svisslendingar eru að mestu Kalvinstrúar og hafa tileinkað sér  þá lífsspeki. Sparsöm og auðug þjóð... Andstæða okkar...

Sævar Helgason, 21.10.2008 kl. 17:50

5 identicon

Mér verður bara um, að heira orðið tölvuþrjótur ... hef heirt þetta í fleiri skipti um hlutina, en ég er ansi hræddur um að menn hafi ekki minstu glóru um, hvað þeir eru að tala. Vírus, er eitt stærsta hagnaðar bóla tölvuheimsins, og halda menn að það séu einhverjir 5 ára krakkar að framleiða þessa vírusa í kjallara sínum? Mér er hugsað til auglýsingar sem var hér á fimmuni, crime medicine dot com ... þar eiga menn að framleiða hágæða vacuum pakningar í kjallaranum sínum, með cement tunnum ...

Það sem mér blöskrar hástöfum, er að vita till þess að verið hefur verið að hampa ... bófum ... á meðan öðrum hefur verið meinað að sjá sér farborða.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 18:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband